Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?

Erfitt er að svara þessari spurningu þar sem upplýsingar virðast ekki liggja frammi um röðun í símaskrá um allan heim. Athugun á Norðurlöndum sýnir að þar er raðað eftir kenninafni (ættarnafni). Annars staðar í Evrópu gildir hið sama. Í Bandaríkjunum og Ástralíu er raðað eftir kenninafni. Um Afríku og Asíu mun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er bókstafurinn F fyrir framan tölustafina 1-12 efst á lyklaborðinu?

Stafurinn F fyrir framan tölustafina stendur fyrir enska orðið 'function' sem í þessu sambandi mætti þýða sem aðgerð og takkana þá aðgerðahnappa. Lyklaborðið sem þetta svar er skrifað með, aðgerðahnappar í rauðum kassa Nafnið er tilkomið vegna þess hlutverks takkanna að veita notendum aðgang að séraðgerðum í...

category-iconStærðfræði

Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?

Evklíð var uppi um 300 f.Kr. en á þeim tíma var grísk menning ríkjandi um allt austanvert Miðjarðarhaf. Evklíð var einn þeirra Grikkja sem bjó í grísku nýlendunni Alexandríu í óshólmum Nílar í Egyptalandi. Alexandría var þá mikið menningarsetur, reist af Alexander mikla keisara sem lést árið 323 f.Kr. Talið er að ...

category-iconLæknisfræði

Hverjar eru ástæðurnar fyrir hárlosi og hvað er hægt að gera við því?

Hárlos er hægt að flokka í tvennt: það er missa hár og fá það aftur eða missa hár og fá það ekki aftur, það kallast skallamyndun. Hár vex að meðaltali um einn cm á mánuði. Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hár er í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru allar dúfurnar sem voru alltaf í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum?

Dúfur (Columba livia domestica) voru algengar í Reykjavík hér áður fyrr. Dúfnarækt var vinsælt tómstundagaman og dúfurnar sluppu stundum úr haldi auk þess sem einfaldast var að sleppa öllum hópnum þegar menn misstu áhugann á ræktinni. Þannig bættist alltaf við villta (eða öllu heldur hálfvillta) stofninn í borginn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?

Neðst á eyranu er mjúkur flipi sem við köllum í daglegu tali eyrnasnepil en latneskt heiti hans er hins vegar lobulus auriculae. Eyrnasneplar eru hluti af ytra eyra mannsins og geta þeir ýmist verið áfastir beint við höfuðið eða lafað frjálsir niður frá eyranu. Það er arfbundið hvort eyrnasneplar eru áfastir eða l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gert til að koma í veg fyrir að ísbirnir deyi út?

Margt hefur verið gert til að vernda ísbirni eða hvítabirni (Ursus maritimus) síðastliðna hálfa öld. Fyrst má nefna að árið 1973 gerðu Bandaríkin, Kanada, Noregur, Danmörk og Sovétríkin með sér samkomulag um verndun hvítabjarna en náttúruleg heimkynni ísbjarna eru innan þessara ríkja. Einnig hafa einstakar þjó...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?

Talíbanar (e. taliban, arabískt orð yfir „nemendur“) er andspyrnufylking Pastúna sem berst gegn fjölþjóðaliði ISAF (e. International Security Assistance Force) í Afganistan. Þeir stefna að því að ná yfirráðum yfir Afganistan á nýjan leik, en þeir réðu landinu frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn veru erlends he...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur málshátturinn „Barn er fyrir böli nema drengur sé og sjálfur eigi“?

Algengasta mynd þessa málsháttar er „Böl er, ef barn dreymir, nema sveinbarn sé, og sjálfur eigi.“ Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er í Safni af íslenzkum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Málshátturinn er einnig tekinn þannig upp í Íslenzku málsháttasafni Finns Jón...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig skal færa bollann út fyrir formið án þess að færa bollann?

Þeir tveir hlutir sem eru hvað algengastir á vinnustöðum landsins eru kaffibollar og pennar. Því er eftirfarandi þraut tilvalin til að brjóta upp vinnuna í amstri dagsins. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig uppstillingin er. Markmiðið er að koma bollanum út fyrir formið sem pennarnir mynda án þess að færa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig?

Mikill síldardauði varð í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í desember 2012 og aftur 1. febrúar 2013. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar telja að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í þessum tveimur lotum. Sennilega héldu ein 250 þúsund tonn af sumargotsíld til í firðinum þennan vetur. Ljóst er að þegar svo mikill...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?

Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða for...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk?

Börn fæðast ekki með ofnæmi því ónæmiskerfi þarf að útsetjast fyrir ofnæmisvakanum til að mynda ofnæmi. Prótín sem getur valdið ofnæmi getur borist í gegnum móðurina og út í brjóstamjólkina. Þannig getur ungbarn sem fær ekkert annað en brjóstamjólk næmst gegn prótínum úr fæðu (til dæmis eggjum) sem móðirin borðar ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?

Hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Af þessum ástæðum grípa rannsakendur til ýmissa ráðstafana til að stemma stigu við brottfalli og að hvetja þá sem valdir eru í úrtak til að svara spurningalista viðkomandi könnunar. Til dæmis eru send kynningarbréf áður en framkvæmd könnunar hefst, boðið er u...

category-iconJarðvísindi

Er eitthvað líkt með hegðun Kötlu núna og hegðun Eyjafjallajökuls fyrir eldgosið 2010?

Stutta svarið Nei. Lengra svar Hegðun þessara eldstöðva er mjög ólík. Katla hefur verið skjálftavirk í marga áratugi, nánast samfellt. Jarðskorpuhreyfingar hafa mælst umhverfis fjallið en þær eru litlar og samsvara engan veginn því rúmmáli kviku sem búast má við í venjulegu gosi. Eyjafjallajökull lét lítið á...

Fleiri niðurstöður