Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2006 svör fundust
Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar?
Hér er einnig svarað spurningunum:Vaxa tennur katta og hunda alla þeirra ævi?Geta kettir misst tennurnar?Eru mennirnir eina tegundin sem missir tennur (barnatennur) til að fá aðrar stærri? Menn eru alls ekki einu lífverurnar sem missa mjólkurtennurnar og fá nýtt sett í staðinn. Það sama gerist hjá algengustu gæ...
Hvað heitir sólkerfið sem er næst okkar sólkerfi og hvað er það stórt? Er það stærra en okkar sólkerfi?
Við eigum svar við þessari spurningu hér. Þar kemur meðal annars fram að við vitum ekki ennþá hvert nálægasta sólkerfið við okkur sé. Menn hafa síðustu tíu ár fundið hátt í tvö hundruð ný sólkerfi en enn sem komið er bólar ekkert á reikistjörnum á stærð við jörðina, hvað þá lífvænlegum hnöttum. Tæknin sem við búum...
Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?
Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningum árið 1908 og buðu strax fram sérstakan kvennalista í kosningum í febrúar það ár. Listi kvennanna hlaut mjög góðar viðtökur og fjórar konur komust inn í bæjarstjórnina. Konur í Reykjavík buðu síðan fram sérstaka kvennalista allt fram til ársins 19...
Hvernig varð höfuðlúsin til?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) og fatalúsin sem einnig er nefnd búklús (Pediculus humanus humanus) eru dæmi um útsníkla, en svo nefnast sníkjudýr sem lifa utan á öðrum lífverum. Ekki er mikill munur á þessum tveimur deilitegundum en vistfræði þeirra er nokkuð ólík. Eins og nafnið gefur til kynna lifa höfuð...
Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?
Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgre...
Hvað þýðir orðið 'svífast' sem notað er í samhenginu 'að svífast einskis' og hvaðan kemur það?
Sögnin að svífast er notuð í merkingunni 'hlífast við, hlífa, halda sig frá einhverju, skirrast við'. Hún er einkum notuð með neitandi orði, ekki, einskis, ei, og merkir þá að 'skirrast ekki við neitt', viðkomandi beitir öllum brögðum til að ná sínu fram. Sumir svífast einskis og skemma jafnvel eigur annarra. ...
Hvað halda menn með pomp og prakt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það er alltaf talað um að eitthvað sé haldið með pomp og prakt en hvað er þetta pomp og prakt? Orðasambandið með pomp(i) og prakt er fengið að láni úr dönsku, med pomp og prakt. Í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog ober det danske sprog, er pomp gefið í merkingunni...
Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?
Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...
Hvaðan kemur orðtakið 'ekki baun í bala'?
Orðatiltækið „ekki baun“ er gamalt í málinu. Það er þekkt úr gömlum rímum og eldra er sambandið e-ð dugir ekki meira en ein baun. Það kemur fyrir í Riddarasögum. Líkingin er dregin af því hversu smáar baunir eru. Yngra er að skeyta balanum aftan við. Það orð er valið annars vegar vegna þess hve lítið fer fyrir ein...
Hvenær er núna?
Núna er auðvitað nákvæmlega á þessari stundu, það er að segja þegar þetta er skrifað ... eða kannski alveg eins þegar þetta er lesið. Núna er eitt af þeim orðum sem kölluð hafa verið ábendingarorð (e. indexicals) og eru þeim eiginleikum gædd að merking þeirra ræðst af því hver segir þau, hvar og hvenær. Me...
Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?
Ef litið er í Íslenska orðabók (2002:142) og flett upp orðinu blót stendur sem fjórða merking ‘bölv, ragn’. Fyrsta merking er ‘guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna)’. Sögnin að blóta merkir annars vegar ‘dýrka (heiðin goð)’ en hins vegar ‘bölva, ragna’. Síðari tíma merkingarnar ‘bölv, ragn; bölva, ragna’ ur...
Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?
Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...
Hversu gamalt er orðið kosningar?
Nafnorðið kosning er af sömu rót og sögnin kjósa og haft um þá athöfn sem í sögninni felst. Fleirtölumynd nafnorðsins, kosningar, hefur fengið þá merkingarlegu sérstöðu að vísa til þeirrar venju í lýðræðisþjóðfélagi að almenningur ákveði með atkvæði sínu hverjir eiga sæti á löggjafarsamkundu þjóðarinnar og í svei...
Hvað er lambalágur?
Orðið lambalágur finnst ekki í söfnum Orðabókar Háskólans. Hugsanlega er um ásláttarvillu að ræða fyrir -láfur en það orð er notað um 'meis' eða 'laup'. Átt var við rimlakassa sem hey var borið í við fóðurgjöf. Lambaláfur er þá meis sérstaklega ætlaður undir hey handa lömbum. Orðið láfur er reyndar einnig notað um...
Getið þið sagt mér hvað orðin áraþollur og flóapollur merkja?
Orðið þollur hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‘keipur’ en með því orði er átt við umbúnað á borðstokki báts sem árin er lögð í við róður. Annað orð um það sama er samsetta orðið áraþollur. Árin er lögð í áraþoll þegar róið er. Orðabók Háskólans á engin dæmi um orðið flóapollur og ekki fannst það í út...