Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 523 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?

Skynjun er gífurlega flókið og viðamikið ferli, svo flókið að ómögulegt er að gera grein fyrir því öllu í litlu svari sem þessu. Hér verður því aðallega fyrsta skrefinu, það er hvernig skynfærin taka við umhverfisáreitum, lýst í stuttu máli. Sjónskyn Flestir geta verið sammála um að sjónskynið sé mikilvægast...

category-iconHugvísindi

Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?

Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast jöklar?

Jöklar eru myndaðir úr ís og er eitt megineinkenni þeirra að þeir skríða undan eigin þunga. Jöklar myndast þar sem meiri snjór safnast fyrir að vetri en sumarhlýindi ná að bræða þegar til lengdar lætur. Mörkin milli svæða þar sem snjór safnast og auðra svæða þar sem hann bráðnar og hverfur eru kölluð jöklunarm...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan eru kleinur upprunnar? Eru þær íslenskt fyrirbæri?

Kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi eins og öll önnur brauðdeig veraldarinnar íblandað eggjum og fitu sem er soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem einkennir kleinur frá öðru soðbrauði er formið sem er einskonar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga eða ferhy...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?

Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...

category-iconJarðvísindi

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

category-iconHugvísindi

Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?

Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?

Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...

category-iconStjórnmálafræði

Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað varð til þess að Persaflóastríðið fyrra hófst (1980–1988)? Persaflóastríðið 1980–1988 var afleiðing mikillar spennu á milli Írans og Íraks sem hægt er að rekja til ársins 1969. Þá féll Íran frá samkomulagi ríkjanna sem hafði staðið frá 1937, um fljótið Shatt al-Ar...

category-iconTölvunarfræði

Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku og hvenær varð fræðigreinin til? Elsta dæmi sem höfundar þessa svars hafa fundið um íslenska orðið gervigreind er í þýðingu Halldórs Halldórssonar á bók Noams Chomsky Mál og mannshugur, sem kom út á íslensku 1973.[1] Rithöfund...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jakob Benediktsson, eða Sigurður Jakob eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi og söðlasmiður á Fjalli í Sæmundarhlíð (1865-1943). Jakob Benediktsson (1907-1999).Af...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð alheimurinn til?

Með þessu svari er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvað var áður en heimurinn varð til? (þ.e. áður en svonefndur "Miklihvellur" varð?) Spyrjandi: Atli Týr Ægisson Hvenær varð heimurinn til? Guðfinnur Sveinsson Hvaða efni var það sem sprakk í byrjun alheimsins? Sveinbjörn GeirssonTil að svara þessum spu...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er svarthol?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar?

Upprunaleg spurning var á þessa leið: Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? Til dæmis annars vegar hjá kaþólikkum, kalvínistum og evangelísk-lúterskum og hins vegar hjá rétttrúnaðarmönnum? Hér er einnig svarað spurningu Önnu Ásgeirsdóttur: Af hverju er haldið upp á afmæli Jesú um jól...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Notuðu Rómverjar brotareikning, og ef svo var, hvernig táknuðu þeir hann með öllum sínum X-um og V-um?Engar heimildir eru um það að Rómverjar hafi sett upp reikningsdæmi með X-um og V-um eða öðrum talnatáknum þess tíma. Reikningar voru í upphafi gerðir í sand eða á plötur se...

Fleiri niðurstöður