Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 995 svör fundust
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...
Fyrir hvaða uppgötvanir voru Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði veitt árið 2014?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaða vísindamenn hlutu nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt? Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði eða læknisfræði árið 2014 voru veitt þeim John O´Keefe, prófessor við University College London, sem fékk helming verðl...
Hvernig varð fyrsta mannvera í heiminum til?
Þróunarfræðin gerir ekki ráð fyrir að til hafi verið nein ein "fyrsta mannvera." Það þarf að minnsta kosti tvo einstaklinga, karl og konu, til að nýr einstaklingur verði til og líf verður einungis til af öðru lífi (sjá umfjöllun um lífgetnað). Hinsvegar má segja að þegar tegund verður útdauð þá sé til síðasta líf...
Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?
Augnlokin gegna ákaflega mikilvægu hlutverki og má segja að hér eigi við hið fornkveðna: "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Þau verja augun fyrir umhverfi sínu, svo sem aðskotahlutum, ryki og ljósi, og halda auganu röku með því að dreifa táravökva yfir það með reglulegu millibili. Tárin verja a...
Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?
Ísöld nefnist það þegar loftslag kólnar svo mjög um alla jörðina að jöklar þekja stór svæði sem ella væru auð, bæði á norður- og suðurhveli. Miðað er við að síðasta ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum (þó jöklar á norðlægum slóðum hafi tekið að vaxa fyrr), og þegar hún var í hámarki náðu heimskautajöklar l...
Hver er helsti útlitsmunur á núlifandi deilitegundum tígrisdýra?
Aðeins sex deilitegundur tígrisdýra eru eftir á jörðinni. Þær eru amur-(ussuri)tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) sem stundum er nefnt Síberíu-tígrisdýr, suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis), bengaltígrisdýrið (Panthera tigris tigris), indókínverska tígrisdýrið (Pantera tigris corbetti), ...
Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær?
Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna. Ý...
Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Einfaldast er að leiða hugann að því hvernig sólin, tunglið og Venus birtast okkur á himninum. Þegar tunglið myrkvar sólina er það í sömu stefnu og hún frá okkur að sjá. Nauðsynlegt skilyrði þess að Venus geti myrkvað sólina er á sama hátt að hún gangi einhvern tímann fy...
Hver er höfuðborg Brúnei?
Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir ...
Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum?
Veiðistjóraembættið hefur umsjón með opinberum aðgerðum til þess að draga úr tjóni af völdum refa og minka og þar er hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra dýra ár hvert. Upplýsingarnar eru skráðar eftir sveitarfélögum og sýslum. Varast ber að taka tölur um heildarveiði sem algildan sannleik um þéttleika á hver...
Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?
Í nútíma svæfingalæknisfræði er notast við nokkra mismunandi lyfjaflokka til að gera skurðlæknum kleift að framkvæma skurðaðgerðir án sársauka. Innöndun á rokgjörnum svæfingalyfjum hefur verið notuð til svæfinga síðan um miðja nítjándu öld. Eter var fyrst notaður árið 1846 og var það fyrsta lyfið í flokki lyfj...
Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?
Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...
Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?
Minnsta fuglategund í heimi er af ætt kólibrífugla (Trochilidae), en hún telur um 320 tegundir. Tegundin nefnist hunangsbríinn (Mellisuga helenae, e. bee hummingbird) og lifir hún aðeins á austurhluta Kúbu og smárri eyju sem nefnist Pines. Fugl þessi er aðeins um 5,5 cm á lengd, en goggurinn og stélið er um helmin...
Hvað getið þið sagt mér um Kuipersbeltið og Oort-skýið?
Árið 1950 spáði hollenski stjörnufræðingurinn Jan Oort fyrir um tilvist loftsteinabeltis hinu megin við Plútó, u.þ.b. 50.000 sinnum lengra frá sólu en jörðin er. Ári síðar setti stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper fram þá tilgátu að íshnettir frá myndun sólkerfisins væru hinu megin við Neptúnus. Hann taldi líklegt a...
Af hverju finnst svona mikil olía í Írak og öðrum löndum við Persaflóa?
„Ég skal drekka hvern einasta dropa af olíu sem kemur upp úr jörðinni hérna“ er haft eftir breskum jarðfræðingi sem var að kortleggja í Mið-Austurlöndum um aldamótin 1900. Sýnilega sá hann ekki fyrir þær ótrúlegu olíulindir sem þar hafa fundist síðan, enda voru engin merki um þær á yfirborðinu. Í Írak (þá Mesó...