Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1004 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?

Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli. Akrafjall. Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („...

category-iconHugvísindi

Er eitthvert sannleikskorn í Ástríksbókunum um stríð Galla og Rómverja? Áttu Rómverjar ekki í vandræðum með Galla?

Í sögunum um Ástrík eftir franska höfundinn René Goscinny eru þeir félagar Ástríkur og Steinríkur Gallar sem veita rómverska hernum mótspyrnu þegar Rómverjar leggja undir sig Gallíu um árið 50 f.Kr. Gallar voru keltneskir þjóðflokkar sem bjuggu þar sem nú er Frakkland, Belgía, Lúxemborg, Holland og Sviss og jaf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsta kattategundin?

Smæstur villtra katta er sandkötturinn (Felis margarita). Hann er nokkuð minni en heimilisköttur (Felis silvestris catus), fressin eru frá 2,1 til 3,4 kg en læðurnar á bilinu 1,7 til 2,5 kg að þyngd. Sandkötturinn finnst á þremur aðskildum svæðum í Asíu og Afríku; Sahara-svæðinu innan landamæra Alsír, Níger o...

category-iconHugvísindi

Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision?

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) hefur löngum þótt afar gott sjónvarpsefni á Íslandi en fáir sjónvarpsviðburðir hafa notið jafn mikilla vinsælda í gegnum árin. Íslendingar hafa tekið þátt í keppninni frá árinu 1986, en það ár var Icy-hópurinn fulltrúi landsmanna með lagið Gleði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er freemartinismi og getur hann komið fyrir hjá mönnum?

Því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenska þýðingu á orðinu freemartin en það er notað um vanþroskaðan og oftast ófrjóan kvígukálf sem er tvíburi við nautkálf. Kvígan er bæði erfðafræðilega og líkamlega kvenkyns en getur haft ýmis karlkyns einkenni. Ófrjósemi kvígunnar kemur til strax í móðurkviði og er afleiði...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Valdimar Sigurðsson rannsakað?

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu, en Valdimar hefur birt yfi...

category-iconUndirsíða

Tölfræði

Fjöldi gesta eftir dögum síðustu 12 mánuði // This will be acted up on by the main JavaScript file vv_public_stats_render_lang = "is"; Fjöldi svara eftir höfundum ...

category-iconEfnafræði

Er hægt að frysta bensín og kveikja svo í því?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Er hægt að frysta bensín og getur kviknað í því ef svo er? Það er hægt að frysta bensín eins og aðra vökva. Eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Við hvaða hitastig frýs bensín? er bensín blanda efna og hleypur í kekki áður en það frýs alveg. Bensín hefur því...

category-iconLögfræði

Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?

Upprunalega spurningin var: Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti? Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?

Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?

Fálkinn (Falco rusticolus) er staðfugl á Íslandi og ein þriggja tegunda þekktra ránfugla sem verpa hér á landi, hinar eru haförn (Haliaeetus albicilla) og smyrill (Falco columbarius).[1] Heimkynni fálkans er allt í kringum norðurheimskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á...

category-iconJarðvísindi

Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um köfun sjófugla?

Nafnið sjófuglar á við fugla sem lifa í nánum tengslum við sjóinn. Fæða þeirra er að mestu eða öllu leyti sjávarfang og varpstöðvar eru yfirleitt við strandlengjuna. Sjófuglum má skipta í þrjá hópa eftir því hvort þeir nota fætur, vængi eða hvoru tveggja til sundsins (Storer, 1960b). Fuglar sem nota vængi til sund...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um blettatígur?

Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) nefndur 'cheetah' sem upprunnið er úr hindí og þýðir sá blettótti. Hann er eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans frábrugðið öðrum kattardýrum. Bæði er hann grannvaxinn og hlutfallslega lappalengri en aðrir kettir. Fjölmörg önnur lí...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru silfurský og hvenær ársins sjást þau?

Við lok júlímánaðar og fyrri hluta ágúst má alloft um miðnæturbil sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni og kallast þær silfurský. Lengi var talið að þessi ský væru sjaldséð, en síðan fóru að sjást merki um þau í mælingum gervihnatta. Þá kom í ljós að þau eru mjög algeng á ákveðnum svæðum að sumarlagi. Lo...

Fleiri niðurstöður