Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1028 svör fundust

category-iconSálfræði

Eru tölvuleikir vanabindandi?

Fyrst þarf aðeins að líta á merkingu orðsins „vanabindandi“. Það er yfirleitt notað um tilteknar afleiðingar sem fylgja neyslu sumra efna, til dæmis tóbaks, áfengis, heróíns og jafnvel koffíns. Efnin vekja lífeðlisfræðileg viðbrögð sem notandi efnisins sækir í og myndar þol við, þannig að smátt og smátt þarf hann ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað - en jú, hugsanlega er það siðlaust vegna þess að það eykur líkur á erfðagöllum hjá börnunum. Eftir því sem skyldleiki milli foreldra eykst því líklegra er að börnin líði fyrir skyldleikann. Hins vegar er breytilegt hvernig þessi áhrif verða en þó ljóst að þau geta verið mjög...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt um einstaka vísindamenn sem voru uppi á árinu 1944?

Uppgötvanir, kenningar og niðurstöður í vísindum eru yfirleitt afrakstur vinnu sem á sér stað á margra ára og oft áratuga tímabili. Oftast er um að ræða samstarf margra sem byggir jafnframt á rannsóknum annarra vísindamanna. Hér er spurt um árið 1944 en svarið takmarkast þó ekki við vísindamenn sem unnu merk afrek...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?

Það samrýmist ekki heimsmynd nútíma vísinda að stjörnurnar og himingeimurinn séu byggingareiningar einhverrar lífveru. Vegna þess að hraði boðskipta takmarkast við ljóshraðann og geimurinn er firnastór mundu boðskipti innan slíkrar lífveru taka þvílíkan óratíma að fáir mundu vilja kenna slíkt við líf. Hins vegar k...

category-iconHeimspeki

Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu?

Upphafleg spurning: Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu, gefið að ekki sé verið að velta fyrir sér öllum mögulegum útfærslum hverrar "aðgerðar" (með aðgerð á ég við til dæmis listsköpun, iðnað og svo framvegis)?Nei, vitaskuld er það ekki hægt. Hver einstakur atburður er nýr. Þegar...

category-iconMannfræði

Hvað er hnattvæðing?

Hugtakið hnattvæðingu má í stuttu máli skýra sem aukna samtengingu jarðarbúa. Hnattvæðing, eða alþjóðavæðing eins og hún er stundum kölluð, er oft talin vera afleiðing hraðrar þróunar samskipta- og flutningstækni í nútímanum. Einnig má nefna minni höft á hreyfingu fjármagns og einstaklinga milli landsvæða og ríkja...

category-iconFélagsvísindi

Er það rétt að Noregur sé eina landið sem er skuldlaust og hvar stendur Ísland í þessum málum?

Strangt til tekið er Noregur ekki skuldlaus við útlönd. Það er hins vegar rétt að Norðmenn skulda lítið í útlöndum og eiga nokkuð digra sjóði erlendis. Hér munar mest um sjóð sem þeir hafa lagt til hliðar af tekjum af olíuútflutningi en verðmæti hans er nú yfir 4.400 milljarðar íslenskra króna sem gerir tæpa millj...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?

Meginhlutverk utanríkisþjónustunnar er að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi gagnvart öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum. Helstu starfssvið hennar eru á sviði stjórnmála, öryggismála, utanríkisviðskipta og menningarmála. Auk þessa hefur hún það almenna hlutverk að efla vinsamleg samskipti við önnur ríki og vei...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?

Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er deiling og hver uppgötvaði þessa stærðfræðiaðferð?

Flestum kemur skipting til hugar þegar reikniaðgerðin deiling er nefnd. Eðli deilingar getur þó verið ólíkt ef grannt er skoðað. Talað er um tvenns konar deilingu, annars vegar skiptingu en hins vegar endurtekinn frádrátt. Munurinn er að annars vegar á að skipta jafnt í tiltekinn fjölda staða en hins vegar að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Þórhallsdóttir rannsakað?

Guðrún Þórhallsdóttir er dósent í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Sérsvið hennar í námi var indóevrópsk samanburðarmálfræði, einkum samanburður germanskra mála, og fjallaði doktorsritgerð hennar um efni á sviði frumgermanskrar hljóðsögu. Þegar hún tók við starfi ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur kuldi einn og sér slökkt eld?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað þolir eldur mikið frost? Getur mikill kuldi komið í veg fyrir að maður geti kveikt eld, t.d. með kveikjara? Það þarf þrennt til að kveikja eld: súrefni, hita og brennanlegt efni. Rétt er að hafa í huga að það kviknar ekki beint í föstum efnum og vökvum heldur í brennanleg...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Thomas H. Huxley og hvert var framlag hans til vísindanna?

Thomas Henry Huxley fæddist 4. maí 1825 í Ealing, sem nú er úthverfi Lundúna. Þar var faðir hans stærðfræðikennari, en missti vinnuna þegar skólanum var lokað, og Huxley-fjölskyldan fluttist til smábæjar í Middlesex, norðan við höfuðborgina. Bágborin kjör foreldranna urðu til þess að Thomas, sem var næstyngstur át...

category-iconStærðfræði

Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...

Fleiri niðurstöður