Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur kuldi einn og sér slökkt eld?

Emelía Eiríksdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað þolir eldur mikið frost?
  • Getur mikill kuldi komið í veg fyrir að maður geti kveikt eld, t.d. með kveikjara?

Það þarf þrennt til að kveikja eld: súrefni, hita og brennanlegt efni. Rétt er að hafa í huga að það kviknar ekki beint í föstum efnum og vökvum heldur í brennanlegum gastegundum sem losna frá efnunum þegar þau hitna.

Kuldi getur slökkt eld en það fer eftir efninu sem kveikt er í við hvaða hitastig eldurinn slökknar.

Hitastig efnis þegar hægt er að kveikja í þessum brennanlegu gastegundum kallast blossamark. Blossamark efnis ræðst af eðli brennanlegu gastegundanna sem það gefur frá sér. Blossamörk efna eru misjöfn sem þýðir að hægt er að kveikja í efnum við mishátt hitastig.

Því lægra sem blossamark efnis er, því auðveldara er að kveikja í því. Þannig er hægt að kveikja í bensíni við -40°C (það er blossamark bensíns) en í díselolíu við 55°C (því það er blossamark díselolíu). Ef bensínið er kaldara en -40°C gufar ekkert eða of lítið upp af brennanlegu gastegundunum til að hægt sé að kveikja í þeim. Kuldi getur því komið í veg fyrir að hægt sé að kveikja í efnum en þá þarf hitastig efnisins að vera lægra en blossamark þess.

Af sömu ástæðu getur kuldi slökkt eld. Ef við höfum náð að kveikja í efni og lofthitinn lækkar það mikið að hitastig efnisins fer niður fyrir blossamark þess slökknar eldurinn þegar of lítið af brennanlegum lofttegundunum myndast.

Það fer því alveg eftir efninu hversu lágt hitastig þarf til að slökkva eldinn.

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.9.2021

Spyrjandi

Brynjar Birgisson, Jón, Georg Eysteinsson, Oddur Már Oddsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Getur kuldi einn og sér slökkt eld?“ Vísindavefurinn, 3. september 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30237.

Emelía Eiríksdóttir. (2021, 3. september). Getur kuldi einn og sér slökkt eld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30237

Emelía Eiríksdóttir. „Getur kuldi einn og sér slökkt eld?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30237>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur kuldi einn og sér slökkt eld?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað þolir eldur mikið frost?
  • Getur mikill kuldi komið í veg fyrir að maður geti kveikt eld, t.d. með kveikjara?

Það þarf þrennt til að kveikja eld: súrefni, hita og brennanlegt efni. Rétt er að hafa í huga að það kviknar ekki beint í föstum efnum og vökvum heldur í brennanlegum gastegundum sem losna frá efnunum þegar þau hitna.

Kuldi getur slökkt eld en það fer eftir efninu sem kveikt er í við hvaða hitastig eldurinn slökknar.

Hitastig efnis þegar hægt er að kveikja í þessum brennanlegu gastegundum kallast blossamark. Blossamark efnis ræðst af eðli brennanlegu gastegundanna sem það gefur frá sér. Blossamörk efna eru misjöfn sem þýðir að hægt er að kveikja í efnum við mishátt hitastig.

Því lægra sem blossamark efnis er, því auðveldara er að kveikja í því. Þannig er hægt að kveikja í bensíni við -40°C (það er blossamark bensíns) en í díselolíu við 55°C (því það er blossamark díselolíu). Ef bensínið er kaldara en -40°C gufar ekkert eða of lítið upp af brennanlegu gastegundunum til að hægt sé að kveikja í þeim. Kuldi getur því komið í veg fyrir að hægt sé að kveikja í efnum en þá þarf hitastig efnisins að vera lægra en blossamark þess.

Af sömu ástæðu getur kuldi slökkt eld. Ef við höfum náð að kveikja í efni og lofthitinn lækkar það mikið að hitastig efnisins fer niður fyrir blossamark þess slökknar eldurinn þegar of lítið af brennanlegum lofttegundunum myndast.

Það fer því alveg eftir efninu hversu lágt hitastig þarf til að slökkva eldinn.

Mynd:

...