Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8143 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að segja "gúglaði hann" eða "gúglaði honum" þegar maður leitar í Google? Og er til einhver íslensk sögn um það að gúgla?

Orðabók Háskólans á engin dæmi enn sem komið er í seðlasöfnum sínum um sögnina að gúgla 'leita að e-u með leitarvélinni Google'. Ég hef spurst allnokkuð fyrir um þá notkun sem fyrirspyrjandi nefndi og fengið þau svör að flestir tali um "að gúgla honum/henni/því" þegar leitað er að einhverju á leitarvélinni Google....

category-iconLæknisfræði

Af hverju telja vísindamenn að hægt sé að búa til bóluefni við COVID-19 þegar enn hefur ekki tekist að gera bóluefni við HIV?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn og aðrir sig geta búið til bóluefni fyrir COVID-19 sem er veira sem talið er að hafi borist frá dýrategund til mannskepnunnar, á svo stuttum tíma þegar það er ekki til bóluefni fyrir HIV sem er einnig veira sem talið er að hafi borist frá dýrategund ti...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!

Orðið makaskipti er gamalt í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá miðri 16. öld. Í þeim tilvikum sem þar er lýst er um skipti á jörðum eða jarðapörtum að ræða. Í Lögfræðiorðabók með skýringum stendur um makaskipti (2008: 272):Það að fasteign er látin í skiptum fyrir aðra fasteign eða þegar fasteign er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er Wales skrifað með W á íslensku og hvers vegna er það borið fram veils þegar augljóst er að framburður ætti að vera vales?

Upprunaleg spurning Ragnars hljómaði svona: Sæl verið þið. Ég hef velt einu fyrir mér í lengri tíma en ég þori að hugsa um en er reyndar líka hissa á því að ekki skuli vera meira fjallað um þetta. Slíkt tel ég mikilvægi þess vera. En spurningin er: Hvers vegna er Wales skrifað með W á íslensku og hvers vegna er þa...

category-iconHagfræði

Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?

Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju kemur vetur?

Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á su...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju brakar í manni?

Í svari við spurningunni Hvað gerist þegar maður lætur braka í puttunum? er því lýst sem gerist þegar brakar eða smellur í liðamótum eins og eru í fingrunum á okkur. Þar segir: Þegar við látum braka í liðum þá er í raun verið að færa liðinn úr eðlilegri stöðu og teygja á liðpokanum. Við það eykst rúmmál liðpokans...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju smellur í puttabeinunum?

Þegar brakar eða smellur í fingrum okkur er það ekki smellur í beinum heldur er talið að hljóðið eigi uppruna sinn í loftbólum í liðvökva. Utan um liðamótin er liðpoki úr bandvef sem tengir beinin og umlykur liðholið sem aðskilur beinaendana, en liðvökvinn er inni í liðholinu. Um þetta er fjalla í svari við spurni...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður gæsahúð?

Fólk fær yfirleitt gæsahúð við tvenns konar aðstæður: Þegar því er kalt og þegar það upplifir sterkar tilfinningar. Þegar kalt er í veðri reynir líkaminn að tapa sem minnstum varma. Ein leið er að láta líkamshárin rísa því þannig skapast einangrun. Þetta viðbragð kemur sér vel fyrir loðin dýr en gagnast okkur ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna sýnast sól og máni stærri lágt á himni?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna er tunglið stærra við sjóndeildarhringinn en hátt á lofti? (Ragnar Sverrisson)Ég hef tekið eftir því að tunglið sýnist mun stærra þegar það er við sjóndeildarhring en þegar það er í hvirfilstöðu. Eru þetta sjónhverfingar eða er firð tunglsins svo mismunandi að fjarlægð...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Fyrst hiti stafar af hreyfingu efniseinda og ljóshraðinn setur henni mörk, er þá ekki hægt að reikna út hæsta hitastigið?

Svarið er nei, vegna þess að hreyfiorka efniseindanna vex upp úr öllu valdi þegar hraði þeirra stefnir á ljóshraðann. Samkvæmt hefðbundinni eðlisfræði eru hraða eða ferð hlutanna engin takmörk sett. Hreyfiorka vex í hlutfalli við ferðina í öðru veldi og fer því upp úr öllu valdi þegar ferðin "stefnir á óendanle...

category-iconSálfræði

Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?

Sálfræði hefur leitt til þekkingar sem hægt er að nýta til að reyna að leysa það vandamál sem þú spyrð um. B.F. Skinner var upphafsmaður ákveðnar tilraunahefðar sem kallast atferlisgreining. Sú tilraunahefð hefur leitt til skilgreiningar á námslögmálum eða atferlislögmálum sem hafa gagnast við að leysa ýmis vandam...

category-iconLífvísindi: almennt

Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum?

Boðspenna er eitt af helstu einkennum í virkni taugafrumna. Til að átta sig á þessu fyrirbæri er nauðsynlegt að skilja að þegar taugafruman er í hvíld, það er þegar ekkert taugaboð fer um hana, er það himnuspennan sem leikur lykilhlutverkið í boðflutningi innan taugakerfisins um -70 mV. Þessi spenna nefnist hvílda...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hægt að hita bolla mikið með því að hella heitum drykk í hann?

Upphaflega spurningin var svona: Ef ég er með kaffibolla og risastóra kaffikönnu, helli heitu kaffi í bollann, tæmi hann strax og helli aftur heitu kaffi í hann, hitna ytri mörk rúmsins sem kaffið tekur (þar sem bollinn er heitur þegar kaffið lendir á honum), og ef svo er, væri hægt að bræða bollann með því að ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf?

Vísindamenn hafa lengi talið að þau viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist varnarviðbrögðum líkamans og séu ætluð til þess að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar/fyrirbæris. Eins og allir sem upplifað hafa kitl vita felast þessi viðbrögð í því að reyna að forðast það sem kitlar o...

Fleiri niðurstöður