Þegar við látum braka í liðum þá er í raun verið að færa liðinn úr eðlilegri stöðu og teygja á liðpokanum. Við það eykst rúmmál liðpokans og þrýstingur í honum minnkar. Í liðvökvanum er uppleyst gas, meðal annars koltvísýringur. Þegar þrýstingurinn minnkar losnar gasið úr vökvanum og myndar loftbólur (sem eru að mestu úr koltvísýringi) sem fylla upp í holrúmið sem skapaðist við aukið rúmmál liðpokans. Þegar liðurinn gengur í samt lag aftur vex þrýstingurinn og loftbólurnar falla saman. Talið er að hljóðið sem heyrist þegar við látum smella í liðum myndist þegar gasið losnar úr vökvanum og/eða þegar holrúmin falla saman.Áhugsamir lesendur ættu að kynna sér áðurnefnt svar í heild sinni.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.