Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1739 svör fundust
Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?
Allir jöklar skríða hægt fram undan eigin þunga vegna aðdráttarafls jarðar. Því hálli sem botn jökulsins er, þeim mun hraðar fer hann fram. Vatn undir jökli ræður mestu um hve sleipur jökulbotninn er. Bræðsluvatn er mest á sumrin og þá hreyfast jöklar hraðar en á veturna. Jöklar geta skriðið, gengið og hlaupið....
Hver á forkaupsrétt á landi sem er í óskiptri sameign tveggja einstaklinga, sem eiga ójafna hluta í landinu? Skiptir lögheimili eiganda þá máli?
Í 3. grein jarðalaga, laga númer 65 frá árinu 1976 segir að lögin taki til: jarða, jarðarhluta, afréttarlanda, öræfa og landspildna, svo og til ítaka, skóga, vatnsréttinda, veiðiréttinda og hvers konar annarra hlunninda, hvort sem þau eru skilin frá jörð eður ei. Þéttbýlissvæði, sem skipulögð eru fyrir fasta búset...
Hvar er Pompei?
Hin forna borg Pompei er tuttugu og þrjá kílómetra suðaustur af borginni Napólí á suður Ítalíu. Hún var að öllum líkindum byggð á sjöttu öld fyrir Krist en elstu rituðu heimildirnar um Pompei eru frá árinu 310 fyrir Krist. Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi búið í Pompei þegar mest var og flestir stunduðu þe...
Hvaðan kemur saltið? Er það sama saltið og er í sjónum?
Saltið sem við notum í matinn okkar er það sama og er í sjónum. Efnafræðingar nefna venjulegt matarsalt natrínklóríð, natríumklóríð eða NaCl. Mestur hlutinn af seltu sjávar er matarsalt eða um 77 prósent. Saltið er í raun kristallar sem líkjast teningum. Þeir eru annað hvort litlausir, glærir eða gegnsæir eftir þv...
Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks?
Geislun frá þráðlausu Interneti (e. WiFi) er á formi útvarpsbylgna, rétt eins og sjónvarps- og útvarpsútsendingar og bylgjur farsíma. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna. Með því að senda gögn þráðlaust á milli tölva losna menn við umstang sem fylgir snúrum og köplum. Þráðlausar gagnasendingar á milli töl...
Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz árið 1985? Hinn 13. nóvember 1985 hófst gos í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu. Þetta var ekkert sérstaklega stórt gos en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugu...
Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um helluhraun? Hvað er það, hvar er það helst að finna og hverjar eru helstu upplýsingar um slík hraun? Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Eins og nafnið gefur til kynna, auðkennist yfirborð helluhrauna af samfelld...
Hvað getið þið sagt mér um Cassini-Huygens-leiðangurinn til Satúrnusar?
Cassini-Huygens er ómannað geimfar sem rannsakar Satúrnus, hringa hans og fylgitungl. Því var skotið á loft þann 15. október 1997 og komst á braut um Satúrnus þann 1. júlí 2004. Geimfarið skiptist í Cassini-brautarfarið, sem hringsólar um Satúrnus, og Huygens-kannann sem lenti á Títan þann 14. janúar 2005. Geimför...
Hvað er Fibonacci-talnaruna?
Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...
Af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið 'duel' og 'Zweikampf' á þýsku?
Orðið einvígi er þekkt þegar í fornu máli um vopnaviðskipti tveggja manna. Það er samgermanskt og var í fornsænsku envîghe, fornháþýsku einwîc og fornensku ânwîg. Algengara var þó að tala um hólmgöngu og að skora einhvern á hólm, einkum á vesturnorræna svæðinu þótt svo virðist af sumum gömlum heimildum að munur ha...
Hver er munurinn á kanó og kajak?
Talsverður munur er á þessum bátum. Kajakar hafa lokað dekk með gati fyrir ræðarann og oftast eru tvö göt sitt hvoru megin við hann fyrir farangur. Þessi hönnun gerir ræðaranum kleift að hvolfa bátnum og rétta sig af, með svonefndri eskimóaveltu. Sjókajakar. Kanóar eru opnir bátar, talsvert hærri og hafa uppb...
Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?
Eldingar myndast þegar rafstraumur hleypur snögglega milli tveggja staða með ólíka rafhleðslu, til dæmis skýs og jarðar eða tveggja mismunandi staða í skýi. Straumhöggið skapar hljóðhögg sem við köllum þrumu. Í gosmekki frá eldfjalli er gífurlegt umrót í loftinu. Heit kvika streymir upp í gígopið og hluti henna...
Hvað eru deilitegundir?
Með hugtakinu tegund í líffræði er átt við hóp dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Það getur hins vegar verið mikill breytileiki í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund og því hefur verið brugðið á það ráð að greina tegundir enn frekar niður í deilitegundir eða undirtegundir. Einnig er stundum notað hug...
Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans eru markmið öryggisráðsins að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á opnum fundi. Ráðið gerir tillögur um fyrirkomulag v...
Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi og hvernig tengist það aðdráttarafli?
Hið sveigða tímarúm Einsteins er tímarúmið sem við og ljósgeislar og allt efni ferðast um. Í almennu afstæðiskenningunni er ekkert þyngdarsvið. Þess í stað er tímarúmið sveigt. Það merkir til dæmis að hornasumman í þríhyrningi er ekki endilega 180° nákvæmlega, og ljósgeislar fara ekki alltaf eftir beinum línum. ...