Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 482 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Hermann Pálsson fæddist 26. maí 1921 í Sauðanesi á Ásum í Húnavatnsþingi, sonur bændahjónanna Páls Jónssonar (1875–1932) og Sesselju Þórðardóttur (1888–1942). Systkinahópurinn var stór, átta bræður og fjórar systur, og var Hermann sjötti í röðinni. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og skólagöngu eins og þá ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hafa rannsóknir á lífríki Surtseyjar leitt í ljós um landnám nýrra tegunda?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru vísindalegir möguleikar Surtseyjar - hvað getur Surtsey kennt okkur? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Myndun eyjunnar hefur gefið vísindamönnum einstakt tækifæri til að fylgjast með landnám lífríkis á nýju l...

category-iconEfnafræði

Hvaða örverur eru í bjór?

Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...

category-iconHugvísindi

Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?

Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvers vegna eru ekki fleiri vatnsföll nýtt í eigin farvegi frekar en með uppistöðulónum?

Ef náttúrulegt vatnsrennsli í ám stæðist á við raforkuþörf markaðarins væri engin ástæða til annars en að virkja ár í farvegi sínum án miðlunarlóna. Þessu er hins vegar ekki að heilsa. Hagkvæmast er að mæta misgenginu með því að hámarksafkastageta orkuvera nái nokkurn veginn hámarksþörf markaðarins en uppistöðulón...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvur látnar velja sjálfar af hendingu milli nokkurra kosta?

Oftast eru notaðir svokallaðir slembitölugjafar (á ensku "random number generators"), en það eru forrit sem búa til röð talna sem lítur út eins og tölurnar hafi verið valdar af hendingu. Aðalatriðið er að ekki sé nein regla í talnaröðinni heldur að tölurnar séu nokkuð jafndreifðar á því bili sem leyfilegt er. Byrj...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?

Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna. Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari. Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. Í dag e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?

Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...

category-iconSálfræði

Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig nýtist tilfinningagreind stjórnendum fyrirtækja? (Sigrún Grímsdóttir) Aðrir spyrjendur eru: Ingimar Guðmundsson, Davíð Þorgeirsson, Silja Baldursdóttir og Þórður Grímsson. Tilfinningagreind (e. emotional intelligence) er hugtak sem á rætur sínar að rekja til starf...

category-iconSálfræði

Ná auglýsingar frekar til fólks ef frægt fólk leikur í þeim?

Samkvæmt Levine (2006) hafa meðmæli ánægðra viðskiptavina í auglýsingum tíðkast um langt skeið. Telur hann að þannig verði auglýsingarnar trúverðugri; viðtakandi (sá sem verður auglýsingarinnar var) sér að óhætt er að nota vöruna þar sem aðrir hafa gert slíkt hið sama og líkað vel. Ýmis dæmi eru svo um að þekk...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Max Planck og hvert var framlag hans til vísindanna?

Þýski eðlisfræðingurinn Max Karl Ernst Ludwig Planck (f. 1858 í Kiel, d. 1947 í Göttingen) er af flestum talinn faðir skammtafræðinnar. Árið 1900 setti hann fram tilgátu til að skýra hvernig dreifing rafsegulgeislunar frá heitum hlut á mismunandi bylgjulengdir er háð hitastigi hlutarins. Tilgátan fól í sér að orku...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?

Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...

category-iconLandafræði

Hverjar eru stærstu jarðir á Íslandi – nú á tímum eða fyrr á öldinni ef nýlegar upplýsingar eru ekki til?

Þessari spurningu er flókið og illmögulegt að svara af margvíslegum ástæðum. Í fyrsta lagi liggja ekki fyrir heildstæðar upplýsingar um afmörkun jarða til þess að byggja slíkan útreikning á. Í öðru lagi hefur skilgreining og notkun hugtaksins jörð þróast svo mikið á síðastliðinni öld að það er varla hæft til saman...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?

Hinir fornu píramídar í Egyptalandi hafa vakið undrun margra. Stærstir og frægastir meðal þeirra eru píramídarnir í Giza en þeir voru eitt af hinum svonefndu sjö undrum veraldar til forna. Þeir eru einnig hið eina af undrunum sem stendur enn að mestu. Píramídarnir voru reistir sem grafhýsi fyrir faraóana, konu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að mjólka hvali og selja úr þeim mjólkina?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er hægt að mjólka hval? Eru einhverjir sem selja hvalamjólk? Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að útskýra fyrst hvalaspenann. Eins og aðrar spendýramæður hafa hvalamæður spena. Speninn er að vísu ekki sýnilegur nema þegar hann er örvaður. Spenarnir eru tveir og st...

Fleiri niðurstöður