Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hafa rannsóknir á lífríki Surtseyjar leitt í ljós um landnám nýrra tegunda?

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað eru vísindalegir möguleikar Surtseyjar - hvað getur Surtsey kennt okkur?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Myndun eyjunnar hefur gefið vísindamönnum einstakt tækifæri til að fylgjast með landnám lífríkis á nýju landi. Rannsóknir í Surtsey hafa aukið skilning okkar á landnámi tegunda, með hvaða hætti þær berast til eyjunnar, hvaða tegundir eru aðlagaðar því harðneskjulega umhverfi sem einkennir eyjuna, hverjar færa sér í nyt bætt umhverfisskilyrði er vistkerfi eyjunnar hefur þróast og bera má niðurstöður saman við ríkjandi kenningar í hefðbundinni eyjavistfræði. Nú þegar hafa rannsóknir veitt mikilvæga innsýn í fyrstu stig landnáms tegunda og þróun tegundasamfélaga á landi, í fjörum og á grunnsævi, en einnig upplýsingar um útbreiðsluhraða og hæfni tegunda til að dreifa sér sjálfar um eyjuna.

Friggjargras (Plantathera hyperborea) ber örlítil fræ sem hefur að líkindum borist til Surtseyjar með fugli, spírað og dafnað við ákjósanlegar aðstæður í máfavarpinu. Ljósm. Borgþór Magnússon.

Í upphafi var sjórinn mikilvægasta flutningsleið plantna að eyjunni, auk þess sem öldur og sjávarlöður bera næringarefni inn á lágreistan norðurtangann. Tegundir berast sömuleiðis til eyjunnar með vindi og fuglum. Með auknu fuglavarpi, einkum varpi sílamáfa á suðvesturhluta eyjunnar, varð mikil uppsveifla í landnámi tegunda. Máfunum fylgdi áburðargjöf með driti og fæðuleifum sem þeir fluttu að frá sjónum svo að gróðurþekja bæði þéttist og efldist og mikil fjölgun varð í tegundum æðplantna og smádýra. Nú er svo komið að í Surtsey þrífast einnig grágæsir sem eru grasbítar og nýta sér grösugt máfavarpið sem búsvæði, spörfuglar sem sækja sér fæðu í smádýralíf eyjunnar, og hrafn sem bættist í hóp varpfugla þegar um hálf öld var liðin frá myndun eyjunnar og ríkir nú efstur í fæðuvefnum.

Maríuerla verpir í Surtsey og sækir fæðu fyrir unga sína í smádýralíf eyjunnar. Ljósm. Erling Ólafsson.

Fyrstu árin frá myndun Surtseyjar var ör fjölgun lífvera í fjörum og á grunnsævi en smám saman dró úr landnámi tegunda og hefur fjöldi þeirra haldist nokkuð stöðugur hin síðari ár. Lífríkinu eru takmörk sett vegna mikils rofs og stöðugrar hreyfingar grjóts og sands í fjörunni, sérstaklega á veturna. Á sjóbörðum klettum eru aðskilin samfélög þörunga greinileg en fjörudýr eru lítt áberandi, einna helst er þar fjörukarl sem nemur land neðarlega í fjörunni á hverju vori en hverfur á veturna. Á sjávarbotninum finnast jafnframt aðskilin samfélög lífvera sem skiptast eftir dýpi.

Á norðurtanga Surtseyjar er eitt stærsta útselslátur við Suðurland og hefur fjölgað í látrinu undanfarin ár. Þá sést landselur að jafnaði í Surtsey. Allþéttur gróður hefur myndast á tangaflötinni og er talið að með viðveru sinni færi selirnir næringarefni í vistkerfið á tanganum sem plöntur geta fært sér í nyt. Þrátt fyrir það á lífríki tangans undir högg að sækja þar sem alda getur gengið yfir tangann í stórviðrum og borið sand og hnullunga yfir gróið land. Til lengri framtíðar litið mun draga enn frekar úr öldurofi úr klettum Surtseyjar þegar hraunskjöldurinn hefur minnkað svo mikið að hafaldan nær aðeins að berja á móbergsstabbanum. Með því minnkar efnisburður meðfram eynni sem nú viðheldur tanganum. Því mun tanginn eyðast að lokum og látrið verða úr sögunni.

Gróður og reki á norðurtanga Surtseyjar. Ljósm. Borgþór Magnússon.

Samanburður við aðrar eyjar Vestmannaeyja veitir innsýn í hvers má vænta í Surtsey er aldir líða. Eins og staðan er í dag býður þessi unga eldfjallaeyja upp á allfjölbreytt búsvæði sem gerir það að verkum að mun fleiri tegundir plantna þrífast þar en í nærliggjandi smáeyjum. Er fram líða stundir má búast við að eyjan minnki til muna, eftir standi móbergsstabbi með gróskumiklu en tegundafábreyttu vistkerfi á kolli eyjunnar sem sjófuglar á borð við lunda eða súlu geti nýtt sem búsvæði og bjargfuglar sitji við klettabrúnir. Má því ef til vill segja að Surtsey sé nú í byrjun blómaskeiðs líffjölbreytni sinnar sem óvíst er hve lengi varir.

Úr máfavarpinu á suðurhluta Surtseyjar. Í fjarska eru úteyjar Vestmannaeyja og gefa þverhnípt móbergsbjörg til kynna hvernig horfir til um framtíð Surtseyjar. Ljósm. Olga Kolbrún Vilmundardóttir.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Surtsey hafa birst á ýmsum vettvangi, meðal annars í fræðiritinu Surtsey Research sem Surtseyjarfélagið gefur út.

Heimildir:
  • Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon, Pawel Wasowicz, Járngerður Grétarsdóttir, Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson, 2023. Surtsey 60 ára: Landnám plantna og framvinda. Náttúrufræðingurinn 93 (1-2): 6–26.
  • Erling Ólafsson og Lovísa Ásbjörnsdóttir, 2014. Surtsey í sjónmáli. Reykjavík: Edda. 224 bls.
  • Magnússon o.fl. 2020. Seabirds and seals as drivers of plant succession on Surtsey. Surtsey Research 14. 115-130.
  • Selalátur við strendur Íslands. Kortasjá Náttúrufræðistofnunar Íslands.
  • Snorri Baldursson og Álfheiður Ingadóttir, 2007. Nomination of Surtsey for the UNESCO World Heritage List. Icelandic Institute of Natural History. Hlemmur, Reykjavík.
  • Vefur Surtseyjarfélagsins. Surtsey.
  • Myndir: Borgþór Magnússon, Erling Ólafsson og Olga Kolbrún Vilmundardóttir.

Höfundar

Olga Kolbrún Vilmundardóttir

landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Lovísa Ásbjörnsdóttir

jarðfræðingur við Náttúrfræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

22.11.2023

Spyrjandi

Björgvin M. Ársælsson, Einar S.

Tilvísun

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. „Hvað hafa rannsóknir á lífríki Surtseyjar leitt í ljós um landnám nýrra tegunda?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85777.

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. (2023, 22. nóvember). Hvað hafa rannsóknir á lífríki Surtseyjar leitt í ljós um landnám nýrra tegunda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85777

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. „Hvað hafa rannsóknir á lífríki Surtseyjar leitt í ljós um landnám nýrra tegunda?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85777>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hafa rannsóknir á lífríki Surtseyjar leitt í ljós um landnám nýrra tegunda?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað eru vísindalegir möguleikar Surtseyjar - hvað getur Surtsey kennt okkur?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Myndun eyjunnar hefur gefið vísindamönnum einstakt tækifæri til að fylgjast með landnám lífríkis á nýju landi. Rannsóknir í Surtsey hafa aukið skilning okkar á landnámi tegunda, með hvaða hætti þær berast til eyjunnar, hvaða tegundir eru aðlagaðar því harðneskjulega umhverfi sem einkennir eyjuna, hverjar færa sér í nyt bætt umhverfisskilyrði er vistkerfi eyjunnar hefur þróast og bera má niðurstöður saman við ríkjandi kenningar í hefðbundinni eyjavistfræði. Nú þegar hafa rannsóknir veitt mikilvæga innsýn í fyrstu stig landnáms tegunda og þróun tegundasamfélaga á landi, í fjörum og á grunnsævi, en einnig upplýsingar um útbreiðsluhraða og hæfni tegunda til að dreifa sér sjálfar um eyjuna.

Friggjargras (Plantathera hyperborea) ber örlítil fræ sem hefur að líkindum borist til Surtseyjar með fugli, spírað og dafnað við ákjósanlegar aðstæður í máfavarpinu. Ljósm. Borgþór Magnússon.

Í upphafi var sjórinn mikilvægasta flutningsleið plantna að eyjunni, auk þess sem öldur og sjávarlöður bera næringarefni inn á lágreistan norðurtangann. Tegundir berast sömuleiðis til eyjunnar með vindi og fuglum. Með auknu fuglavarpi, einkum varpi sílamáfa á suðvesturhluta eyjunnar, varð mikil uppsveifla í landnámi tegunda. Máfunum fylgdi áburðargjöf með driti og fæðuleifum sem þeir fluttu að frá sjónum svo að gróðurþekja bæði þéttist og efldist og mikil fjölgun varð í tegundum æðplantna og smádýra. Nú er svo komið að í Surtsey þrífast einnig grágæsir sem eru grasbítar og nýta sér grösugt máfavarpið sem búsvæði, spörfuglar sem sækja sér fæðu í smádýralíf eyjunnar, og hrafn sem bættist í hóp varpfugla þegar um hálf öld var liðin frá myndun eyjunnar og ríkir nú efstur í fæðuvefnum.

Maríuerla verpir í Surtsey og sækir fæðu fyrir unga sína í smádýralíf eyjunnar. Ljósm. Erling Ólafsson.

Fyrstu árin frá myndun Surtseyjar var ör fjölgun lífvera í fjörum og á grunnsævi en smám saman dró úr landnámi tegunda og hefur fjöldi þeirra haldist nokkuð stöðugur hin síðari ár. Lífríkinu eru takmörk sett vegna mikils rofs og stöðugrar hreyfingar grjóts og sands í fjörunni, sérstaklega á veturna. Á sjóbörðum klettum eru aðskilin samfélög þörunga greinileg en fjörudýr eru lítt áberandi, einna helst er þar fjörukarl sem nemur land neðarlega í fjörunni á hverju vori en hverfur á veturna. Á sjávarbotninum finnast jafnframt aðskilin samfélög lífvera sem skiptast eftir dýpi.

Á norðurtanga Surtseyjar er eitt stærsta útselslátur við Suðurland og hefur fjölgað í látrinu undanfarin ár. Þá sést landselur að jafnaði í Surtsey. Allþéttur gróður hefur myndast á tangaflötinni og er talið að með viðveru sinni færi selirnir næringarefni í vistkerfið á tanganum sem plöntur geta fært sér í nyt. Þrátt fyrir það á lífríki tangans undir högg að sækja þar sem alda getur gengið yfir tangann í stórviðrum og borið sand og hnullunga yfir gróið land. Til lengri framtíðar litið mun draga enn frekar úr öldurofi úr klettum Surtseyjar þegar hraunskjöldurinn hefur minnkað svo mikið að hafaldan nær aðeins að berja á móbergsstabbanum. Með því minnkar efnisburður meðfram eynni sem nú viðheldur tanganum. Því mun tanginn eyðast að lokum og látrið verða úr sögunni.

Gróður og reki á norðurtanga Surtseyjar. Ljósm. Borgþór Magnússon.

Samanburður við aðrar eyjar Vestmannaeyja veitir innsýn í hvers má vænta í Surtsey er aldir líða. Eins og staðan er í dag býður þessi unga eldfjallaeyja upp á allfjölbreytt búsvæði sem gerir það að verkum að mun fleiri tegundir plantna þrífast þar en í nærliggjandi smáeyjum. Er fram líða stundir má búast við að eyjan minnki til muna, eftir standi móbergsstabbi með gróskumiklu en tegundafábreyttu vistkerfi á kolli eyjunnar sem sjófuglar á borð við lunda eða súlu geti nýtt sem búsvæði og bjargfuglar sitji við klettabrúnir. Má því ef til vill segja að Surtsey sé nú í byrjun blómaskeiðs líffjölbreytni sinnar sem óvíst er hve lengi varir.

Úr máfavarpinu á suðurhluta Surtseyjar. Í fjarska eru úteyjar Vestmannaeyja og gefa þverhnípt móbergsbjörg til kynna hvernig horfir til um framtíð Surtseyjar. Ljósm. Olga Kolbrún Vilmundardóttir.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Surtsey hafa birst á ýmsum vettvangi, meðal annars í fræðiritinu Surtsey Research sem Surtseyjarfélagið gefur út.

Heimildir:
  • Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon, Pawel Wasowicz, Járngerður Grétarsdóttir, Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson, 2023. Surtsey 60 ára: Landnám plantna og framvinda. Náttúrufræðingurinn 93 (1-2): 6–26.
  • Erling Ólafsson og Lovísa Ásbjörnsdóttir, 2014. Surtsey í sjónmáli. Reykjavík: Edda. 224 bls.
  • Magnússon o.fl. 2020. Seabirds and seals as drivers of plant succession on Surtsey. Surtsey Research 14. 115-130.
  • Selalátur við strendur Íslands. Kortasjá Náttúrufræðistofnunar Íslands.
  • Snorri Baldursson og Álfheiður Ingadóttir, 2007. Nomination of Surtsey for the UNESCO World Heritage List. Icelandic Institute of Natural History. Hlemmur, Reykjavík.
  • Vefur Surtseyjarfélagsins. Surtsey.
  • Myndir: Borgþór Magnússon, Erling Ólafsson og Olga Kolbrún Vilmundardóttir.
...