Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1572 svör fundust
Hver er Stephen Hawking og hvert er hans framlag til vísindanna?
Stephen William Hawking fæddist 8. janúar 1942 í Oxford á Englandi, en ólst upp í London og bænum St. Albans sem er skammt fyrir norðan höfuðborgina. Það fer ekki mörgum sögum af bernsku hans og æsku. Hann var elstur fjögurra barna. Foreldrar hans voru háskólafólk og höfðu báðir stundað nám við Oxfordháskóla. Faði...
Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?
Samkvæmt nýjum tölum úr nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) eru stúdentar við skólann 7.135 talsins og þar af eru konur 4.450 eða 62,4% nemenda. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við Háskóla Íslands og hafa þær síðan verið meirihluti nemenda. Frá árinu 1...
Hvað getið þið sagt mér um lundann?
Segja má að lundinn (Fratercula arctica) sé einkennisfugl Vestmannaeyja. Hann er af svartfuglaætt (Alcidea) eins og svo margar aðrar bjargfuglategundir við Ísland og stofnstærð hans er mikil. Lundinn er ekki sérlega stór, um 30 cm á lengd, með vænghaf upp á 47-63 cm og vegur 300-450 g. Margt er sérstakt við líffræ...
Úr hverju er augað?
Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið lýst líffræði augans? Eins og önnur líffæri er augað gert úr mörgum mismunandi vefjum. Augað sjálft er knöttur úr þremur lögum og er um 2,5 cm í þvermál. Ysta lagið er trefjahjúpur (e. fibrous tunic) sem er gerður úr glæru (e. cornea) að framan og hvítu (e. sclera...
Hver var Auguste Comte og hvert var hans framlag til heimspekinnar?
Það eru öruggar heimildir fyrir því að Isidore Auguste Marie François Xavier Comte fæddist í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Hins vegar má deila um það hvort hann hafi fæðst þann 19. febrúar árið 1798, eða fyrsta dag mánaðarins pluviôse (sem þýðir rigningarsamur) árið 4. Reyndar vísa báðar dagsetningar ti...
Hvað eru frumdýr?
Frumdýr (protozoa) eru litlar lífverur, venjulega á bilinu 10-50 μm (míkrómetrar) að stærð. Sumar tegundir geta þó orðið allt að 1mm og því vel sýnilegar í víðsjá. Frumdýr eru langflest einfrumungar en fáeinar tegundir mynda sambú frumna. Lífríkinu er gjarnan skipt í þrjú yfirríki, en það eru gerlar (bact...
Hvernig vitið þið um vísindamennina fyrir Krist?
Spurningin er prýðileg og hana mætti jafnvel víkka út og spyrja hvernig við getum yfirleitt vitað nokkurn skapað hlut um hvað gerðist í fortíðinni. Veltum þeirri spurningu örlítið fyrir okkur áður en við snúum okkur að vísindamönnunum. Um atburði í náinni fortíð er tiltölulega einfalt að afla sér upplýsinga, vi...
Geta sniglar lifað það af að missa hausinn?
Stutta svarið er já, vissar tegundir sæsnigla lifa þetta af. Eða réttara sagt, hausinn lifir af og endurmyndar nýjan líkama. Þekkt er að tré missa lauf og greinar án vandræða en dýr missa yfirleitt ekki líkamsparta án aukaverkana. Undantekningarnar eru reyndar nokkrir hópar dýra sem missa líffæri, til dæmis de...
Hvar býr jólasveinninn?
Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hr...
Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands?
Fyrir skömmu barst Vísindavefnum spurningin: Hver var fyrsti íslenski trúboðinn? Leitaðist undirritaður við að svara þeirri spurningu með hliðsjón af þeim skilgreiningum og meginviðhorfum sem almennt hefur verið gengið út frá í rannsóknum á trúboði meðal germanskra þjóða á miðöldum. Í rannsóknum hefur almennt v...
Hvers vegna eru ekki haldin jól í sumum löndum?
Stutta svarið við spurningunni er að jól eins og við þekkjum þau eru yfirleitt ekki haldin þar sem önnur trú en kristni er ríkjandi. Jólin eru ein helsta hátíð kristinna manna. Inntak jóla er að minnast fæðingar Jesú Krists og því er eðlilegt að þeim sé fyrst og fremst fagnað þar sem kristin trú er ríkjandi. Re...
Hvernig breytir maður lítra í bandarískt gallon?
Lítrinn kemst nokkuð nálægt því að samsvara því sem Bandaríkjamenn kalla "quart" en það er, eins og nafnið bendir til, fjórðungur úr galloni. Lítrum er breytt í bandarísk gallon með því að margfalda með 0,26417 eða deila með 3,78541. Einn lítri samsvarar sem sagt rúmlega fjórðungi (0,26417) úr galloni og gallonið ...
Getur krabbamein borist frá móður til fósturs?
Krabbamein sem slíkt, það er krabbameinsfrumur, geta ekki borist frá móður til fósturs. Almennt berast engar frumur um fylgjuna til fóstursins. En fóstrið fær að sjálfsögðu gen frá móður og föður og þeirra á meðal geta verið gen sem hugsanlega eru stökkbreytt og geta valdið aukinni tilhneigingu til þess að fá krab...
Getur fólk sem hefur ekki stúdentspróf sótt námskeið við Háskóla Íslands, til dæmis í jarðfræði?
Almennt gildir við Háskóla Íslands að þeir einir mega skrá sig í námskeið við skólann sem lokið hafa stúdentsprófi, en til þess að innritast í námskeið í jarðfræði þurfa menn að hafa lokið stúdentsprófi með minnst 30 einingum í náttúruvísindum og 21 einingu í stærðfræði. Háskólanum er heimilt að veita undanþág...
Stóðu stigamenn í einhvers konar stiga?
Orðið stigamaður kemur þegar fyrir í fornu máli. Orðið var þá notað í tvenns konar merkingu, annars vegar um ferðamann almennt en hins vegar um þann sem sat fyrir mönnum á vegum úti og rændi þá. Síðari merkingin varð síðan ráðandi. Að baki liggur nafnorðið stigr ‛vegur, gata’ í fornu máli en einnig var þá no...