Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands?

Hjalti Hugason

Fyrir skömmu barst Vísindavefnum spurningin: Hver var fyrsti íslenski trúboðinn? Leitaðist undirritaður við að svara þeirri spurningu með hliðsjón af þeim skilgreiningum og meginviðhorfum sem almennt hefur verið gengið út frá í rannsóknum á trúboði meðal germanskra þjóða á miðöldum.

Í rannsóknum hefur almennt verið litið svo á að hugtakið trúboð útheimti að greina megi sendanda, sendiboða og viðtakanda sem og viðbúnað sem tryggði að fullgild kirkja gæti tekið að þróast á nýju landsvæði. Meðal annars varð biskupsvígður maður því að taka þátt í leiðangrinum ef fullgilt kristnihald átti að komast á.

Trúskipti Germana voru almennt hópræn en með því er átt við að heil samfélög eða þjóðarbrot hafi tekið trú samtímis líkt og hér varð raun á. Þess vegna er talið að hinn eiginlegi viðtakandi trúboðsins hafi oftast verið höfðingi enda tryggði það skilvirkni trúskiptanna og viðgang kirkjunnar að „höfuð“ samfélagsins væri með þeim fyrstu sem tóku trú.

Hinn eiginlegi viðtakandi trúboðs meðal germanskra þjóða á miðöldum var oftast höfðingi. Málverk frá 1868 sem sýnir Ágústínus biskup af Kantaraborg ræða við saxneska höfðingja.

Þegar þessum skilyrðum virðist ekki hafa verið fullnægt er litið svo á að ekki hafi verið um trúboð í eiginlegum skilningi að ræða heldur tilviljanakennda útbreiðslu kristni. — Í daglegu tali skiptir þessi munur ef til vill engu máli en getur verið mikilvægur í fræðilegu samhengi. Þess vegna hefur undirritaður lagt áherslu á þetta hér á Vísindavefnum. Út frá þessum forsendum var leitast við að svara fyrri spurningunni.

Nýrri útgáfu fyrirspurnarinnar — Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands? — verður á hinn bóginn trauðla svarað með nokkrum fræðilegum rökum. Fyrirspyrjandi gefur sér vissulega, líkt og raunar í fyrri spurningunni, að svarið sé: Örlygur gamli Hrappsson Bjarnarsonar bunu og Kollur fóstbróðir hans er hingað hafi verið sendir af „Patreki byskupi hinum helga í Suðureyjum“, eins og segir í Hauksbók Landnámu.

Þess má þó geta að Patreks þessa er ekki getið í öðrum textum og ekkert um hann vitað. Það fer hins vegar allt eftir því hvernig heimildagildi frásagna af þeim félögum er metið hvort með þessu sé fengið gilt svar. Séu frásögurnar taldar traustar er þó ekki þar með sagt að „rétt“ svar sé fengið því auðvitað gætu einhverjir aðrir hafa verið á undan þeim fóstbræðrum ef trúboð er skilið eins opnum skilningi og fyrirspyrjandi gengur út frá.

Sögnin af komu þeirra Örlygs og Kolls er að finna bæði í Sturlu- og Hauksbók Landnámu. Stofninn er sameiginlegur og segir frá landnámi Örlygs og kirkjubyggingu að Esjubergi á Kjalarnesi. Nokkuð ber samt á milli sagnanna. Í Sturlubók voru þeir til dæmis samskipa en hvor á sínu skipi í Hauksbók. Í Sturlubók býður Patrekur Örlygi að nema land þar sem hann sjá tvö fjöll af hafi og dal í báðum. Í Hauksbók eru fjöllin þrjú.

Í Landnámu segir frá landnámi Örlygs og kirkjubyggingu að Esjubergi á Kjalarnesi. Myndin er frá 1981 og sýnir fornleifauppgröft við Esjuberg.

Fleira mætti nefna í þessa veru. Í Hauksbók er frásagan fyllri en í Sturlubók en jafnframt helgisagnakenndari. Þar koma líka fram sagnstef sem einnig bregður fyrir í sögnum af heiðnum landnámsmönnum og gætu því verið flökkustef. Í báðum gerðunum hverfur Kollur sporlítið en Örlygi vegnaði vel enda var hann af fjölmennri kristinni landnámsætt en Kollur greinilega blendinn í trúnni og hét á Þór þegar stormur skildi skipin að.

heimildagildi þessara sagna talið traust, látið liggja milli hluta að Patrekur sé með öllu óþekktur og trúboð ekki skilgreint neitt sérstaklega má taka undir með fyrirspyrjanda í því að þarna sé svar við spurningu hans fengið. Ef viðhafa á fræðileg vinnubrögð eins og eðlilegt virðist að gera á vegum Vísindavefsins verður svarið áfram: Ekki er mögulegt að svara spurningunni um hver hafi fyrstur verið sendur í trúboðserindum til Íslands á fræðilegan hátt. — Á hinn bóginn getur frásagan hugsanlega gefið óljósa innsýn í hálf-forsögulegt skeið í trúarsögu okkar meðan kristin áhrif ófust saman við hugmyndaheim norrænna manna á tilviljanakenndan hátt og undirbjuggu þannig jarðveginn undir trúboð og trúskipti síðar.

Myndir:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.1.2018

Spyrjandi

Valdimar Össurason

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75004.

Hjalti Hugason. (2018, 3. janúar). Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75004

Hjalti Hugason. „Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75004>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands?
Fyrir skömmu barst Vísindavefnum spurningin: Hver var fyrsti íslenski trúboðinn? Leitaðist undirritaður við að svara þeirri spurningu með hliðsjón af þeim skilgreiningum og meginviðhorfum sem almennt hefur verið gengið út frá í rannsóknum á trúboði meðal germanskra þjóða á miðöldum.

Í rannsóknum hefur almennt verið litið svo á að hugtakið trúboð útheimti að greina megi sendanda, sendiboða og viðtakanda sem og viðbúnað sem tryggði að fullgild kirkja gæti tekið að þróast á nýju landsvæði. Meðal annars varð biskupsvígður maður því að taka þátt í leiðangrinum ef fullgilt kristnihald átti að komast á.

Trúskipti Germana voru almennt hópræn en með því er átt við að heil samfélög eða þjóðarbrot hafi tekið trú samtímis líkt og hér varð raun á. Þess vegna er talið að hinn eiginlegi viðtakandi trúboðsins hafi oftast verið höfðingi enda tryggði það skilvirkni trúskiptanna og viðgang kirkjunnar að „höfuð“ samfélagsins væri með þeim fyrstu sem tóku trú.

Hinn eiginlegi viðtakandi trúboðs meðal germanskra þjóða á miðöldum var oftast höfðingi. Málverk frá 1868 sem sýnir Ágústínus biskup af Kantaraborg ræða við saxneska höfðingja.

Þegar þessum skilyrðum virðist ekki hafa verið fullnægt er litið svo á að ekki hafi verið um trúboð í eiginlegum skilningi að ræða heldur tilviljanakennda útbreiðslu kristni. — Í daglegu tali skiptir þessi munur ef til vill engu máli en getur verið mikilvægur í fræðilegu samhengi. Þess vegna hefur undirritaður lagt áherslu á þetta hér á Vísindavefnum. Út frá þessum forsendum var leitast við að svara fyrri spurningunni.

Nýrri útgáfu fyrirspurnarinnar — Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands? — verður á hinn bóginn trauðla svarað með nokkrum fræðilegum rökum. Fyrirspyrjandi gefur sér vissulega, líkt og raunar í fyrri spurningunni, að svarið sé: Örlygur gamli Hrappsson Bjarnarsonar bunu og Kollur fóstbróðir hans er hingað hafi verið sendir af „Patreki byskupi hinum helga í Suðureyjum“, eins og segir í Hauksbók Landnámu.

Þess má þó geta að Patreks þessa er ekki getið í öðrum textum og ekkert um hann vitað. Það fer hins vegar allt eftir því hvernig heimildagildi frásagna af þeim félögum er metið hvort með þessu sé fengið gilt svar. Séu frásögurnar taldar traustar er þó ekki þar með sagt að „rétt“ svar sé fengið því auðvitað gætu einhverjir aðrir hafa verið á undan þeim fóstbræðrum ef trúboð er skilið eins opnum skilningi og fyrirspyrjandi gengur út frá.

Sögnin af komu þeirra Örlygs og Kolls er að finna bæði í Sturlu- og Hauksbók Landnámu. Stofninn er sameiginlegur og segir frá landnámi Örlygs og kirkjubyggingu að Esjubergi á Kjalarnesi. Nokkuð ber samt á milli sagnanna. Í Sturlubók voru þeir til dæmis samskipa en hvor á sínu skipi í Hauksbók. Í Sturlubók býður Patrekur Örlygi að nema land þar sem hann sjá tvö fjöll af hafi og dal í báðum. Í Hauksbók eru fjöllin þrjú.

Í Landnámu segir frá landnámi Örlygs og kirkjubyggingu að Esjubergi á Kjalarnesi. Myndin er frá 1981 og sýnir fornleifauppgröft við Esjuberg.

Fleira mætti nefna í þessa veru. Í Hauksbók er frásagan fyllri en í Sturlubók en jafnframt helgisagnakenndari. Þar koma líka fram sagnstef sem einnig bregður fyrir í sögnum af heiðnum landnámsmönnum og gætu því verið flökkustef. Í báðum gerðunum hverfur Kollur sporlítið en Örlygi vegnaði vel enda var hann af fjölmennri kristinni landnámsætt en Kollur greinilega blendinn í trúnni og hét á Þór þegar stormur skildi skipin að.

heimildagildi þessara sagna talið traust, látið liggja milli hluta að Patrekur sé með öllu óþekktur og trúboð ekki skilgreint neitt sérstaklega má taka undir með fyrirspyrjanda í því að þarna sé svar við spurningu hans fengið. Ef viðhafa á fræðileg vinnubrögð eins og eðlilegt virðist að gera á vegum Vísindavefsins verður svarið áfram: Ekki er mögulegt að svara spurningunni um hver hafi fyrstur verið sendur í trúboðserindum til Íslands á fræðilegan hátt. — Á hinn bóginn getur frásagan hugsanlega gefið óljósa innsýn í hálf-forsögulegt skeið í trúarsögu okkar meðan kristin áhrif ófust saman við hugmyndaheim norrænna manna á tilviljanakenndan hátt og undirbjuggu þannig jarðveginn undir trúboð og trúskipti síðar.

Myndir:

...