Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 854 svör fundust
Hvað eru mörur?
Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, óvættur sem ræðst á sofandi fólk. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Þessi þjóðtrú var útbreidd víða í Norður-Evrópu, svo sem á Bretlandseyjum (samanber nightm...
Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís?
Margir hafa örugglega fundið fyrir verk þegar þeir borða ís. Verkurinn kemur yfirleitt fram nokkrum sekúndum eftir að maður hefur borðað mjög hratt eitthvað kalt. Oftast finnum við fyrir verknum í miðenninu, en hann getur þó einnig verið í gagnaugum og augntóftum. Þegar eitthvað mjög kalt kemst í snertingu við ...
Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?
Samkvæmt Hagstofunni ber engin kona á Íslandi nafnið Lofthæna, hvorki sem eigin- eða millinafn. Þar að auki er nafnið ekki á skrá Mannanafnanefndar yfir leyfileg nöfn, svo vandræði bíða þeirra sem ætla að skíra dætur sínar Lofhænur. Nefndin hefur þó aldrei hafnað nafninu. Í Landnámu er minnst á tvær konur sem h...
Valda stærri skammtar af veiru verri COVID-19-sjúkdómi?
Nokkuð hefur verið rætt um mögulegt samband milli þess magns SARS-CoV-2 (veirunnar sem orsakar COVID-19) sem berst í einstakling og alvarleika veikinda í kjölfarið. Tilgátan hljómar þannig að magn veirunnar sem sýkir okkur í upphafi hafi áhrif á alvarleika sjúkdóms — þeim mun meira af veirunni, þeim mun alvarlegri...
Hvað gerir tiltekið gas að gróðurhúsalofttegund?
Svona spurningu má svara á marga vegu, út frá mismunandi sjónarmiðum. Til dæmis má lýsa því hvernig þessi gös hegða sér eða hvernig áhrif þau hafa á umhverfi sitt, og hvernig þau víxlverka við rafsegulgeislun, bæði hvernig þær taka við mismunandi geislun og hvernig útgeislun frá þeim er. Þetta er gert í svari Ágús...
Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum þegar 97% vísindamanna eru sammála um að þær eigi sér stað? Það er ekki rétt að margir afneiti loftslagsbreytingum af mannavöldum, að minnsta kosti ekki hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. ...
Samrýmist afstaða Lúthers til hjónaskilnaða afstöðu Jesú?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Lúther vildi leyfa skilnað þó Jesús harðbannaði það. Af hverju?1. Jesús og hjónabandið Spurningin virðist byggjast á misskilningi því samkvæmt Matteusarguðspjalli leyfir Jesús hjónaskilnaði þar sem hann segir: „Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móse yður að skilja við konu...
Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum?
Hér skiptir miklu máli hvaða merkingu við leggjum í orðið skóli. Almennt merkir það fastmótaða stofnun sem starfar með reglubundnum hætti í langan tíma eftir formlegri skipulagsskrá og þar sem kennarar fræða nemendur. Sé þessu hugtaki beitt er óvíst hvenær skólahald hófst hér, hversu margir skólar voru í landinu o...
Hvernig lýsir leghálskrabbamein sér og hvernig er unnið á því?
Leghálskrabbamein á upptök sín í þeim hluta legsins sem kallast legháls en hann er þar sem leggöng tengjast neðsta hluta legbolsins. Frumulag sem kallast flöguþekja þekur leggöngin en svokölluð kirtilþekja sjálfan legbolinn. Langflest leghálskrabbamein (um 90%) eiga upptök sín þar sem kirtilþekjan mætir flöguþekju...
Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?
Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...
Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum?
Stutta svarið við spurningunni er þetta: Óhætt er að fullyrða að engin börn hafi fæðst á Íslandi á vormánuðum 1628 sem áttu sjóræningja frá Norður-Afríku, Englandi, Hollandi eða Spáni fyrir föður. Aftur á móti er fullvíst að einhverjir hinna herteknu Íslendinga hafi aukið kyn sitt í Norður-Afríku næstu árin. Le...
Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...
Er til fólksfjöldapíramídi fyrir Kína?
Með fólksfjöldapíramída er átt við teikningu þar sem sýnd er aldurs- og kynskipting einhvers hóps, til dæmis þjóðar. Yfirleitt eru karlmenn hafðir vinstra megin og konur hægra megin á teikningunni og fyrir hvort kyn er súlum raðað þannig að neðst eru súlur fyrir þá yngstu og síðan koma súlur fyrir sífellt eldri. L...
Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt?
Sinadráttur getur fylgt ýmiss konar aðstæðum. Einna algengast er að fá sinadrátt við eða eftir óvenjulega og mikla áreynslu eins og fylgt getur íþróttaiðkun, erfiðri göngu eða áreynslu í starfi. Margir þekkja það að fá sinadrátt að kvöld- eða næturlagi, til dæmis í kálfa, án sérstakrar ástæðu. Sumur konur fá sinad...
Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?
Kynlitningar eru, eins og nafnið bendir til, litningar sem ákvarða kynferði. Strax á fyrstu árum 20. aldar, eftir að erfðalögmál Mendels höfðu verið grafin úr gleymsku og athuganir á litningum fóru í vöxt, urðu menn þess varir að að litningamengi kynjanna eru ekki alveg eins. Athuganir á skordýrum sýndu til dæmis ...