Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 616 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað?
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson er lektor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði. Þéttsetnar burstafjölliður hafa aðalkeðju með ágræddar hliðarkeðjur. ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór Björnsson rannsakað?
Halldór Björnsson er haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði. Síðasttalda greinin skoðar samspil ólíkra þátta loftslagskerfisins, svo sem hafs, hafíss og lofthjúps og hefur Halldór beitt aðferðum ...
Er hægt að varðveita prump í krukku?
Upprunalega spurningin var: Ef maður prumpar i krukku/dós og lokar strax eftir, helst lyktin af prumpinu í krukkunni? Til þess að nýta næringarefni úr mat þurfum við að melta fæðuna. Meltingarvegurinn er nokkurra metra langur og nær frá munni til endaþarmsops. Frumur líkamans geta notað næringarefni eins og...
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?
Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...
Hvers vegna varpar eldur engum skugga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kemur ekki skuggi af eldi en eldur getur búið til skugga af öðrum hlutum? Þegar lýst er á hlut fer ljósið að hluta til í gegnum hann, það endurkastast af honum eða er gleypt af hlutnum. Styrkur ljóssins sem kemst í gegn og endar á fletinum fyrir aftan hefur...
Eru líkur á að ísöld eða annars konar hamfarir sem eyða öllu lífi á jörðu komi aftur?
Svo spáði spaks manns vör að allt sem hefur gerst, geti gerst aftur og muni gera það. Þær hamfarir hafa að vísu ekki orðið að allt líf hafi eyðst, en komi til þess er því miður líklegast að það verði af manna völdum en ekki náttúrunnar. Ekki er langt síðan margir lifðu í stöðugum ótta við kjarnorkustyrjöld stórvel...
Geta fuglar valdið ofnæmi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru fuglar ofnæmisvaldandi og hvað er það þá sem veldur ofnæminu? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Fuglar geta valdið bráðaofnæmi, sem er algengasta ofnæmi hér á landi. Það er samskonar ofnæmi og fyrir frjókornum, dýrum með feldi, ýmsum fæðutegundum og lyfjum. Þeir se...
Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?
Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...
Hafa nýjar hugmyndir um svonefndan púka Maxwells komið fram upp á síðkastið?
Púki Maxwells er lítill djöfull sem var hugsaður til að ganga gegn grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar. Frá því um 1950 hefur verið ljóst að eðli hans brýtur í raun ekki í bága við gild eðlisfræðilögmál. Á 19. öld rannsökuðu eðlisfræðingar eðli hita, varma og véla. Út úr því spratt fræðigrein sem nefnist varmafræð...
Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd?
Svarið er já, hvaða skilningur sem lagður er í spurninguna. Sýnileiki annars vegar og þyngd, massi eða orka hins vegar eru óskyldir hlutir. Eitthvert einfaldasta dæmið um efni sem við sjáum ekki en hefur samt þyngd eða massa er andrúmsloftið kringum okkur. Einn rúmmetri af lofti við staðalaðstæður hefur massa s...
Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?
Hreint gull (Au) er sjaldan notað í eitthvað annað en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að hreint gull er of mjúkt til smíða og því er það blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á skart og gripi úr gulli. Sjá svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni: Hvað er hreint gull mörg kar...
Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?
Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...
Hvað er þvagsýrugigt?
Spurningin í heild hljóðar svona: Hvað er þvagsýrugigt? Af hverju stafar hún? Er hún hættuleg? Hver er meðferðin við henni? Þvagsýrugigt byrjar oftast skyndilega með miklum verkjum og bólgu í einum lið. Sá liður sem oftast verður fyrir barðinu á þessu er fremsti liður stóru táar en aðrir liðir geta átt í hlut, ...
Af hverju hefur ekki verið farið til Júpíters?
Hér er einnig svarað spurningunni “Af hverju hefur ekki verið lent á Júpíter?” Nokkur geimför hafa heimsótt Júpíter. Ekkert þeirra hefur þó lent þar því Júpíter er gasrisi og hefur þess vegna ekkert fast yfirborð. Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Júpíter var Pioneer 10 árið 1973. Það var fyrsta geimfarið ...