Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 591 svör fundust
Af hverju eru til rándýr?
Það er í raun nánast óhugsandi annað en að rándýr komi fram á sjónarsviðið í heimi þar sem jurtaætur eru til. Þetta má útskýra með dæmi. Ímyndum okkur einfaldan heim þar sem aðstæður eru þannig að allar tegundir spendýra eru jurtaætur og drepa ekki önnur dýr. Helstu dánarorsakir eru þá sjúkdómar og elli þar til...
Hver var Gregor Mendel og fyrir hvað er hann frægur?
Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið. Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland. Þetta svæði var þá hluti af austurrís...
Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir?
Hundar (Canis familiaris) eru náskyldir úlfum og tilheyra þeir báðir sömu ættinni, hundaættinni (Canidae), sem inniheldur aðeins um 35 tegundir í um það bil 10 ættkvíslum. Nánasti forfaðir hunda er talinn vera timburúlfurinn (Canis lupus lyacon), en mjög lítill erfðafræðilegur munur er á hundum og úlfum og geta þe...
Hver var forngríski læknirinn Galenos og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Galenos frá Pergamon var forngrískur læknir og rithöfundur sem bar höfuð og herðar yfir aðra forna lækna. Líklega er einungis Hippókrates, sem nefndur er faðir læknisfræðinnar, frægari en Galenos meðal lækna fornaldar en þó hefur Galenos ef til vill reynst Hippókratesi áhrifameiri. Galenos fæddist árið 129 e.Kr...
Hvað eru vetnishalíðar?
Halógenar skipa sautjánda flokk lotukerfisins (áður kallaður 7. flokkur). Þeir eru flúor (F), klór (Cl), bróm (Br), joð (I), astat (At) og frumefni númer 117 en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Samheiti mínushlaðinna ...
Hafa flóknari heilkjarna lífverur fleiri litninga en þær einfaldari?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fer það eftir því hversu flókin heilkjarna lífvera er hversu marga litninga hún hefur í hverri frumu? Litningar bera erfðaefni lífvera. Fjöldi þeirra er mismunandi milli lífvera og gerðirnar einnig. Mestur munur er á byggingu litninga baktería, sem eru einnig kallaðar ...
Hvers konar letur er höfðaletur? Hvað má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina?
Höfðaletur er séríslensk skrautleturgerð sem fyrst og fremst var notuð í tréskurði. Um leið má eiginlega segja að það sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletur þróaðist út frá gotnesku smástafaletri/lágstafaletri á 16. öld. Það afbrigði gotnesks skrautstíls sem höfðaletur virðist hafa þróast út frá er svokallað ...
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á börn og geta hættulegir fylgikvillar komið fram?
Þegar nýr heimsfaraldur skellur á er forgangsatriði að átta sig á hvaða einstaklingsbundnu þættir hafa áhrif á alvarleika sjúkdómsins. Sá einstaklingsbundni þáttur sem virðist skipta mestu máli í COVID-19 er aldur: með hækkandi aldri eykst hættan á alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Hins vegar ber að undirstrik...
Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?
Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...
Mig langar að vita allt um beinhákarlinn, hvar er hann veiddur og fleira?
Beinhákarlinn (Cetorhinus maximus) nýtur talsverðar sérstöðu meðal hákarla. Hann er eini hákarlinn með beinkennda stoðgrind í stað brjóskkenndrar eins og hinar rúmlega 300 tegundirnar hafa. Þess vegna er hann flokkaður einn í ættina Cetorhinidae. Meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 6,7-8,8 metrar en þeir stær...
Getið þið sagt mér frá þróun úlfa?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hver var forfaðir timburúlfsins? Líklegast kom gráúlfurinn (Canis lupus) fram á sjónarsviðið í Asíu fyrir um milljón árum síðan. Hann er talinn hafa farið vestur yfir landbrúna sem lá yfir Beringssund og tengdi saman Asíu og Norður-Ameríku fyrir um 700 þúsund árum síðan. Það er...
Hverjir eru kirkjufeður?
Kirkjufeður eru þeir einstaklingar nefndir, um hundrað að tölu, sem voru leiðtogar og fræðarar kristninnar fyrstu tæpar átta aldirnar, það er að segja á aðalmótunarskeiði hennar. Oftast eru postularnir þó undanskildir sem og aðrir höfundar Nýja testamentisins. Sumir þessara svokölluðu kirkjufeðra rituðu til að...
Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?
Risaletidýr tilheyra hópi svokallaðra jarðletidýra (e. ground sloth). Þau komu sennilega fram á ólígósen-skeiði nýlífsaldar og lifðu allt fram á sögulegan tíma á eyjum í Karíbahafi. Talið er að síðustu jarðletidýrin hafi dáið út um 1550 á eyjunum Kúbu og Hispanólu. Jarðletidýr eru afar fjölbreytilegur hópur dý...
Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr. Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Ú...
Hvenær urðu Forngrikkir að Grikkjum?
Þessa spurningu má skilja á ólíka vegu: Annars vegar þannig að spurt sé hvenær í fornöld (Forn-)Grikkir urðu til sem þjóð – og hvað voru þeir áður en þeir voru Grikkir? Hins vegar þannig að spurt sé hvenær Forngrikkir hættu að vera Forn-Grikkir – og hvað urðu þeir þá í staðinn? Á bilinu 2100 til 1900 f.Kr. flut...