Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 521 svör fundust
Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn?
Þjóðsögur af hröfnum í íslenskum þjóðsagnasöfnum og ritum um þjóðlegan fróðleik eru flestar tengdar spásagnargáfu hrafnsins og fjalla um hann sem feigðarboða. Mikil hjátrú er bundin við fuglinn og víðast hvar í heiminum er hann talinn illur fyrirboði, en það er þó ekki algilt. Mörg grundvallarminni í íslenskum...
Hver var Linus Pauling og hvert var hans framlag til fræðanna?
Linus Carl Pauling var fæddur í Portland, Oregon 1901. Faðir hans var Herman Henry William Pauling, lyfsali af þýsku ætterni en móðir hans var Lucy Isabella Darling af ensk-skosku ætterni. Pauling var einn af áhrifamestu vísindamönnum tuttugustu aldarinnar. Hann var afburðavísindamaður í fræðilegri efnafræði og...
Hvar býr jólasveinninn?
Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hr...
Hver var Emmy Nöther og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
Amalie Emmy Nöther fæddist árið 1882 í gyðingafjölskyldu í Erlangen í Bæjaralandi í Þýskalandi. Faðir Emmy var stærðfræðingurinn Max Nöther en móðir hennar hét Ida Kaufmann. Hún hafði upphaflega ætlað að verða tungumálakennari, en tók síðan að nema stærðfræði sem áheyrnarnemandi hjá föður sínum við Háskólann í Erl...
Hvað er heilalömun?
Heilalömun (e. cerebral palsy) er hugtak sem nær yfir flokk taugafræðilegra kvilla sem koma fram við fæðingu eða snemma í bernsku og hafa varanleg áhrif á líkamshreyfingar og samhæfingu vöðva en versna ekki með tímanum. Þótt heilalömun hafi áhrif á hreyfingar vöðva stafar hún ekki af vandamálum í vöðvum eða taugum...
Hver var Múhameð?
Múhameð (Muhammad Ibn Abdullah: Múhameð sonur Abdullah) er talinn hafa fæðst árið 570 samkvæmt okkar tímatali, í markaðsborginni Mekka á Arabíuskaga (í Hejaz). Abdullah, faðir Múhameðs, dó þegar Aminah, móðir Múhameðs, var komin tvo mánuði á leið. Afi Múhameðs varð verndari drengsins eftir fæðingu, en hann lést þe...
Hvenær varð jóladagatal algengt á heimilum fólks?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hver er uppruni jóladagatalanna (þessara hefðbundnu með 24 gluggum sem opnaðir frá 1. - 24. desember) og hvenær bárust þau fyrst til Íslands? Eins og svo margir aðrir jólasiðir á jóladagatalið uppruna sinn í Þýskalandi en hefur væntanlega borist til Íslands frá Danmörku. Ef...
Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?
Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...
Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni?
Með orðinu flugbíll er væntanlega átt við farartæki sem getur flogið af eigin rammleik, fer með svipuðum hraða og bíll á jörðu niðri og er svipað bíl í lögun. Ef þess konar farartæki væri til gæti það til að mynda tekið sig á loft á eðlilegan hátt úr akstri á venjulegum vegi. Við teljum ekki líklegt að slík farart...
Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar?
Landnámsmenn Íslands hafa flestir verið ókunnugir jarðhita, svo að hverir og laugar Íslands hljóta að hafa komið þeim á óvart. Örnefni sýna að þeim hefur hætt til að finnast hveragufan vera reykur; margir jarðhitastaðir eru kenndir við reyk, en gufuörnefni eru fá og líklega ekkert sérstaklega á jarðhitastöðum, end...
Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?
Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær? Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir?...
Af hverju notum við grenitré fyrir jólatré?
Um uppruna jólatrésins er flest á huldu, en talið er að rætur þess liggi í einhverskonar trjádýrkun djúpt í mannkynssögunni. Í Róm og víðar skreyttu menn til dæmis í fornöld hús sín um nýárið með grænum trjágreinum eða gáfu þær hver öðrum, og átti það að boða gæfu. Mistilteinninn í Englandi var afsprengi sömu hugs...
Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...
Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?
Kólfsveppir (Basidiomycota) eru ein fjögurra fylkinga sveppa sem tilheyra svepparíkinu (Fungi). Hinar fylkingarnar eru kytrusveppir (Chytridiomycota), oksveppir (Zygomycota) og asksveppir (Ascomycota). Að auki eru vankynssveppir (anamorphic eða mitosporic fungi) en þeir mynda gró með venjulegri skiptingu en ekki ...
Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur?
Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á No...