Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4706 svör fundust
Hvers vegna á að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt?
Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara enda eru Jón og Jóhannes aðeins tvö afbrigði sama nafns og hún er sögð fæðingardagur hans. Um þetta má lesa nánar í svarinu Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? eftir Unnar Árnason. Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24. júní, er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú s...
Hvað þýðir orðið hörgur?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir íslenska orðið hörg? Orðið er til dæmis notað í götunöfn eins og Hörgshlíð, Hörgsland, Hörgás og svo framvegis. Er um að ræða sama orð og hörgull? Fyrri liður orðanna Hörgshlíð, Hörgsland og Hörgás er karlkynsorðið hörgur 'heiðið blóthús eða blótstallur, grjóthóll, h...
Hvernig myndast standberg?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu? Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunn...
Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug, en ekki á fertugsaldri, eins og er til dæmis sagt á dönsku og ensku? Í íslensku er það málvenja að sá sé tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur og svo framvegis sem er tuttugu, þrjátíu, fjörutíu eða fim...
Hvaðan kemur nafnið Guttormur?
Ýmsar heimildir eru til um nafnið Guttorm. Í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson, segir að nafnið Guttormur komi fyrir í Landnámu, Egilssögu og fornbréfum. Í Landnámu kemur nafnið fyrir í 18. kafla. Þar segir frá því að synir Guttorms Sigurðssonar eru drepnir og í Egils sögu er minnst...
Hvernig verður kuldi til?
Þótt okkur sé tamt að líta á hita og kulda sömu augum, þá er algjör grundvallarmunur á hugtökunum tveimur samkvæmt skilningi eðlisfræðinnar. Hiti tengist hreyfingum smæstu efniseindanna og því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Um kulda gegnir öðru máli: Kuldi er ekkert ne...
Ég lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt?
Sögnin að fíla er merkt sem slangur í Íslenskri orðabók (2002:331). Um slangur má lesa nánar í svari við spurningunni Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum? Merking sagnarinnar að fíla er sögð ‘hafa dálæti á, kunna vel við sig’. Elstu dæmi í ritmálssafni frá lokum 19. aldar sýna að sögnin er fengin að l...
Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...
Telst smokkfiskur til kolkrabba?
Smokkfiskar eru ekki kolkrabbar heldur eru þetta sitt hvor ættbálkurinn innan sama undirflokks. Flokkunarfræðin er svona: Ríki:Dýraríki (Animalia)Dýraríki (Animalia) Fylking:Lindýr (Mollusca)Lindýr (Mollusca) Flokkur:Höfuðfætlur (Cephalopoda)Höfuðfætlur (Cephalopoda) Undirflokkur:ColeoidaColeoida Ættbálkur:K...
Hvaðan kemur orðið grikkur og hvað er átt við þegar menn gera einhverjum grikk?
Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið grikkur eru frá miðri 18. öld og er merkingin ‘hrekkur, bragð’ en einnig ‘sérstakt bragð í glímu’. Að gera einhverjum grikk merkir þá að ‘hrekkja einhvern, leika á einhvern’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (I 272) er lýsing á glímubragðinu grik...
Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum?
Já. Í 1. málsgrein. 7. greinar laga númer 74 frá 1984 um tóbaksvarnir eru hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum bannaðar hér á landi. Einungis eru undanþegin banninu rit sem út eru gefin utanlands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vörur. Raunar ...
Blotnar maður minna í rigningu ef maður hleypur í staðinn fyrir að ganga?
1. Inngangsorð Ef maður ætlar að fara tiltekna vegalengd í rigningu og logni þá lendir minna vatn á manninum eftir því sem hann hleypur hraðar. Mannslíkamar eru flóknir hlutir og innbyrðis ólíkir, ganga eða hlaup er flókin hreyfing og rigning getur líka verið margs konar, ekki síst hér á Íslandi. Aðferð eðli...
Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það?
Samkvæmt afstæðiskenningunni ber allt að sama brunni um það að massi eða orka getur ekki farið hraðar en ljósið. Þetta kemur fram í ýmsum einstökum atriðum í kenningunni. Þegar takmarkaða afstæðiskenningin er byggð upp eða rökstudd frá grunni er venjulega byrjað á svokölluðum jöfnum Lorentz sem lýsa því hverni...
Ljóseind er sín eigin andeind, nánari skýring?
Rafeindir, róteindir, nifteindir og fleiri kunnar öreindir hafa tiltekna eiginleika sem gera það að verkum að hægt er að segja fyrir um það með hjálp afstæðiskenningarinnar að þær hljóti að eiga sér andeindir. Sú forsögn hefur síðan verið staðfest í tilraunum og athugunum. Ljóseindin og nokkrar fleiri öreindir sem...
Er til hálf hola? (svar 1)
Ef svara á því hvort hálf hola sé til er kannski réttast að velta því fyrst fyrir sér hvort holur séu yfirleitt til og hvað þær eru þá. Eru holur, göt, dældir, göng, holrúm og annað slíkt efnislegir hlutir? Holur eiga það sameiginlegt með efnislegum hlutum að hafa rúmtak; þær hafa bæði stærð og lögun. Hins vegar g...