Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1308 svör fundust

category-iconEfnafræði

Úr hverju er blý?

Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins. Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er rað...

category-iconLandafræði

Hver er saga Áshildardysar sem er í landi Áshildarholts II í Skarðshreppi, Skagafirði?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Rétt sunnan við afleggjarann inn á Sauðárkrók er dys rétt við þjóðveginn í átt til Reykjavíkur. Dys þessi er í landi Áshildarholts II, í gamla Skarðshrepp. Vegaskilti er þar með áletruninni: „Áshildardys“ og á því skilti er slaufuferningurinn sem Vegagerðin kallar: „Ath...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið 'duel' og 'Zweikampf' á þýsku?

Orðið einvígi er þekkt þegar í fornu máli um vopnaviðskipti tveggja manna. Það er samgermanskt og var í fornsænsku envîghe, fornháþýsku einwîc og fornensku ânwîg. Algengara var þó að tala um hólmgöngu og að skora einhvern á hólm, einkum á vesturnorræna svæðinu þótt svo virðist af sumum gömlum heimildum að munur ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er nafnið á Sprengisandi komið?

Örnefnið Sprengisandur er að minnsta kosti þekkt frá 1476 (elsta handrit frá 1820-30), úr dómi um Holtamanna- og Landmannaafrétt, þar sem segir: “millum Túnár og Spreingisands” (Ísl. fornbréfasafn VI:81). Sandurinn er vafalaust kenndur við örnefnið Sprengir sem var líklega slétt sandsvæði, vestur af sunnanverðu Fj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?

Með hlaupári er átt við almanaksár sem er einum degi lengra en venjulegt ár, og er þá 366 dagar en ekki 365. Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Aukad...

category-iconHugvísindi

Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi?

Alls hafa fundist um 80 píramídar í Egyptalandi. Þeir eru þó ekki allir heilir og margir eru rústir einar. Egyptar voru líklega fyrstir allra þjóða til að reisa píramída. Elsti píramídinn var að öllum líkindum reistur kringum 2650-2575 f.Kr. og er nefndur þrepapíramídinn í Sakkara. Lesa má meira í svari Unnars ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna er álftin friðuð?

Í áliti nefndar sem fjallaði um friðun álftarinnar á Alþingi árið 1913 (sama ár og haförninn var friðaður) segir: Þá er svanurinn, og um alfriðun hans má búast við að verði skiftar skoðanir, en nefndin er í engum vafa um að rjett sje að friða hann. Svanurinn er hin mesta prýði í íslensku fuglalífi, nytjar hans mun...

category-iconJarðvísindi

Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum?

Lakagígar.Skaftáreldar í Lakagígum (1783-1784) voru eitt mesta eldgosið sem hefur orðið í sögu manna á jörðinni. Skaftáreldar eru dæmi um svonefnt flæðigos en í þeim kemur nær eingöngu upp hraun. Í Skaftáreldum komu upp um 14,5 km3 af hrauni og um 0,5 km3 af gjósku. Flatarmál hraunsins í Skaftáreldum er um 600 km2...

category-iconVísindi almennt

Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með?

Samkvæmt lögum nr. 115/1985 eru öll skip sem eru 6 m eða lengri skráningarskyld. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með skráningunni. Á hverju ári er gefin út heildarskrá fyrir íslensk skip sem byggð er á þessari skráningu og þar er að finna ýmsar upplýsingar sem áhugafólki um skip og báta gætu þótt forvitnilega...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða þjór gefur maður í þjórfé?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir þjór? Eins og þjórfé? Af hverju heitir það þjórfé þegar maður gefur þjónustufólki pening fyrir góða þjónustu? Fyrri liðurinn í orðinu þjórfé er leiddur af sögninni að þjóra 'drekka áfengi, svalla, slarka’. Eina heimildin sem fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Há...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í Ölkofra sögu segir svo um hann: „Honum voru augu þung.“ Hvað merkir setningin?

Í Ölkofra sögu, sem oftar er kölluð Ölkofra þáttur, vegna þess hve sagan er stutt er í upphafi lýsing á Þórhalli nokkrum á Þórhallsstöðum í Bláskógum. Hann var sagður lítill og ljótur. Ein helsta iðja hans var að selja öl á þingum. Hann hafði oft kofra á höfði en kofri var kollótt húfa sem bæði var borin af körlum...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er á Grænlandi?

Gjaldmiðillinn í Grænlandi er dönsk króna og eru seðlar og mynt eins útlítandi og í Danmörku. Árið 2006 var samþykkt að gera sérstaka grænlenska útgáfu af seðlum en þeir hafa ekki enn farið í dreifingu. Gert er ráð fyrir að grænlensku seðlarnir verði komnir í notkun árið 2011, en jafnframt verður áfram hægt að not...

category-iconHugvísindi

Er orðatiltækið glatt á Hjalla, dregið af bænum Hjalla í Ölfusi?

Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er um afbrigðið þá var gleði á Hjalla. Það er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar sem hann safnaði til á síðari hluta 17. aldar en verkið var fyrst gefið út 1930. Frá síðari hluta 18. aldar eru elstu heimildir um að vera glatt á Hjalla og yngri eru heimildir um a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?

Kolkrabbar hafa ýmsa eiginleika sem nýtast þeim í að lifa af í sjónum. Þeir geta meðal annars losað sig við einn af átta örmum sínum til að villa um fyrir rándýri. Með tímanum vex armurinn svo aftur; kolkrabbarnir bíða því ekki varanlegan skaða af því að missa einn arm. Einna þekktastir eru kolkrabbarnir fyrir ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Geta konur orðið óléttar þótt þær hafi aldrei farið á túr?

Já, konur geta orðið óléttar án þess að hafa farið nokkurn tímann á túr. Reyndar er ólíklegt að þetta eigi við um fullorðnar konur en getur vel komið fyrir ungar stúlkur sem eru enn ekki byrjaðar að hafa blæðingar. Konur fara á túr ef undirbúningur legsins fyrir fóstur er til einskis, það er að segja ef frjóvg...

Fleiri niðurstöður