Þá er svanurinn, og um alfriðun hans má búast við að verði skiftar skoðanir, en nefndin er í engum vafa um að rjett sje að friða hann. Svanurinn er hin mesta prýði í íslensku fuglalífi, nytjar hans munu mestar í fjaðratöku og þær nytjar vaxa við friðunina, nytjar á drápi fuglsins sjálfs eru svo litlar, að þeirra vegna verður friðunin að teljast fyllilega rjettmæt. Þess ber og að geta, að sje svanurinn friðaður, mun hann verða spakari og algengari, verða víðar til yndis og prýði.Samkvæmt þessu áliti nefndarinnar eru rökin fyrir friðun álftarinnar aðallega þau að álftin þykir fagur og tignarlegur fugl. Hún virðist ekki hafi verið í útrýmingarhættu á þessum árum, að minnsta kosti hefur undirritaður engar heimildir um slíkt, enda var það ekki ástæðan fyrir friðun fuglsins.
Frekari fróðleikur um álftir á Vísindavefnum:
- Hvernig eru álftir flokkaðar?
- Er álft og svanur sami fuglinn?
- Hvað geta hrafnar, álftir og grágæsir náð háum aldri?
Höfundur þakkar þeim Kristni Hauki Skarphéðinssyni og Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir veitta aðstoð.