Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er saga Áshildardysar sem er í landi Áshildarholts II í Skarðshreppi, Skagafirði?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Rétt sunnan við afleggjarann inn á Sauðárkrók er dys rétt við þjóðveginn í átt til Reykjavíkur. Dys þessi er í landi Áshildarholts II, í gamla Skarðshrepp. Vegaskilti er þar með áletruninni: „Áshildardys“ og á því skilti er slaufuferningurinn sem Vegagerðin kallar: „Athyglisverður staður“.

Nú er svo komið að þrátt fyrir 12 ára dvöl mína í Skagafirðinum hef ég ekki fyrirhitt einn einasta mann, konu eða karl sem veit sögu þessarar dysjar. Getið þið frætt mig um Áshildardys?
Til þess að fá svar við þessari spurningu leitaði Vísindavefurinn til Svavars Sigmundssonar forstöðumanns Örnefnastofnunar. Hann benti okkur á að getið væri um dys þessa í Byggðasögu Skagafjarðar. Þar segir að bærinn Áshildarholt sé:
...kenndur við Áshildi, þjóðsagnakonu er þar á að hafa byggt fyrst. Dætur átti hún þrjár og voru allar ógiftar. Þær reistu bú úti á Reykjaströnd og heitir þar Meyjarland. Þegar Áshildur fann nálgast sitt banadægur mælti hún svo fyrir að sig skyldi heygja á melhæð spölkorn norðan við túnið. Sagðist hún vilja vera þar sem hún sæi til dætra sinna á Meyjarlandi (bls 301).

Í bókinni segir einnig:
Þau munnmæli fylgdu Áshildardys að allir sem í fyrsta sinn færu framhjá dysinni skyldu kasta steini í hana. ... Þau álög eru á Áshildardys að ekki má taka úr henni steina, ella sýnist öll Borgarsveit standa í ljósum loga (bls. 302).

Heimild: Byggðasaga Skagafjarðar I. bindi, 301. Ritstjóri: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sauðárkróki 1999.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2005

Spyrjandi

Sigurbjörn Friðriksson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er saga Áshildardysar sem er í landi Áshildarholts II í Skarðshreppi, Skagafirði?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4865.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 1. apríl). Hver er saga Áshildardysar sem er í landi Áshildarholts II í Skarðshreppi, Skagafirði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4865

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er saga Áshildardysar sem er í landi Áshildarholts II í Skarðshreppi, Skagafirði?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4865>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er saga Áshildardysar sem er í landi Áshildarholts II í Skarðshreppi, Skagafirði?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Rétt sunnan við afleggjarann inn á Sauðárkrók er dys rétt við þjóðveginn í átt til Reykjavíkur. Dys þessi er í landi Áshildarholts II, í gamla Skarðshrepp. Vegaskilti er þar með áletruninni: „Áshildardys“ og á því skilti er slaufuferningurinn sem Vegagerðin kallar: „Athyglisverður staður“.

Nú er svo komið að þrátt fyrir 12 ára dvöl mína í Skagafirðinum hef ég ekki fyrirhitt einn einasta mann, konu eða karl sem veit sögu þessarar dysjar. Getið þið frætt mig um Áshildardys?
Til þess að fá svar við þessari spurningu leitaði Vísindavefurinn til Svavars Sigmundssonar forstöðumanns Örnefnastofnunar. Hann benti okkur á að getið væri um dys þessa í Byggðasögu Skagafjarðar. Þar segir að bærinn Áshildarholt sé:
...kenndur við Áshildi, þjóðsagnakonu er þar á að hafa byggt fyrst. Dætur átti hún þrjár og voru allar ógiftar. Þær reistu bú úti á Reykjaströnd og heitir þar Meyjarland. Þegar Áshildur fann nálgast sitt banadægur mælti hún svo fyrir að sig skyldi heygja á melhæð spölkorn norðan við túnið. Sagðist hún vilja vera þar sem hún sæi til dætra sinna á Meyjarlandi (bls 301).

Í bókinni segir einnig:
Þau munnmæli fylgdu Áshildardys að allir sem í fyrsta sinn færu framhjá dysinni skyldu kasta steini í hana. ... Þau álög eru á Áshildardys að ekki má taka úr henni steina, ella sýnist öll Borgarsveit standa í ljósum loga (bls. 302).

Heimild: Byggðasaga Skagafjarðar I. bindi, 301. Ritstjóri: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sauðárkróki 1999....