Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 937 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta?

Styrkur varmageislunar frá fleti er nátengdur því hve mikið flöturinn gleypir í sig af áfallandi geislun, það er ísogs- eða gleypnieiginleikum flatarins. Við tölum um svarthlut þegar yfirborðið drekkur í sig alla geislun sem á það fellur og varmageislun frá svarthlut er einmitt sú kröftugasta sem nokkur hlutur nær...

category-iconHeimspeki

Er hægt að sanna það vísindalega að maðurinn hafi vitund og að hann hugsi?

Spurningin í heild var sem hér segir:Flestir eru sammála því að maðurinn hafi svokallaða vitund og að hann hugsi. Er hægt að sanna það vísindalega (með mælitækjum til dæmis)? Ef svo er þá hvernig, ef ekki þá hvers vegna?Það er sjaldgæft að vísindamenn taki sér fyrir hendur að sanna að það sem blasir við sé til í...

category-iconVeðurfræði

Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?

Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir. Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sól...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fyrir hvað stendur upphrópunarmerkið, '!', í líkindareikningi?

Í líkindareikningi, sem og öðrum greinum stærðfræðinnar, er upphrópunarmerkið notað á eftir tölu til að tákna margfeldi tölunnar sem það stendur við og allra náttúrulegra talna sem eru minni en talan sjálf. Táknið er lesið „hrópmerkt“ þannig að n! er sagt vera n hrópmerkt. Um þetta gildir til dæmis:3! = 3 · 2 · 1 ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Arban?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð. Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. feb...

category-iconHeimspeki

Hvað er þetta?

Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu. Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru til margir kraftar?

Hér er væntanlega átt við hversu margar tegundir krafta séu til, því að ýmiss konar kraftar verka milli flestra hluta og það mundi æra óstöðugan að ætla sér að telja þá! Í venjulegri, hefðbundinni aflfræði er mest fjallað um togkrafta, þrýstikrafta, núningskrafta, þyngdarkrafta og fleira. Í rafsegulfræði lærum ...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist?

Hér er einnig svarað spurningunum:Oft þegar við fáum flensu fylgja henni beinverkir. Hvað veldur þeim?Hvað eru beinverkir og hvað veldur sársaukanum? Beinverkir eru líklega í raun vöðvaverkir (e. myalgia). Þeir og önnur einkenni flensu stafa ekki beint af flensuveirunni sjálfri, heldur eru þau fylgifiskar þess a...

category-iconLögfræði

Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra. Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?

Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna sk...

category-iconFélagsvísindi

Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna?

Við þessu er eiginlega ekkert einfalt svar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að afmarka við hvað er átt með því að tala um menningarsamfélög fornaldar. Mér finnst eðlilegast að þar séu talin þau samfélög sem áttu sér ritmál. Einungis í þeim ríkjum og samfélögum þar sem varðveist hafa ritaðar heimildir um hvaðeina, er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið gerekti dregið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Til er orð í íslensku máli, dyrafaldur og skýrir sig sjálft. Annað orð um sama hlut er gerekti (flestir segja gerefti). Af hverju er orðið gerekti dregið? Nokkrar myndir eru til af orðinu sem spurt var um, gerekti. Sú er oft raunin þegar um tökuorð er að ræða sem menn þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?

Vegna þess hvað hundar og úlfar eru skyldir og líkir líffræðilega geta þeir eignast afkvæmi vandkvæðalaust. Þá virðist ekki skipta máli hvaða hundakyn eða úlfastofn eiga í hlut en hins vegar geta skapast vandræði ef stærðarmunur er mikill. Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um þ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er best að skilgreina hið vonda?

Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er vitað að allar rafeindir séu nákvæmlega eins?

Ekki hefur tekist með beinum tilraunum að sýna fram á neinn mun á eiginleikum einstakra rafeinda en það getur ekki talist endanleg sönnun þess að þær séu allar eins. Rafeindin er ein af þeim tiltölulega fáu grundvallarögnum (öreindum) sem við teljum að heimurinn sé samsettur úr. Aðrar vel þekktar öreindir eru ljós...

Fleiri niðurstöður