Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7749 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi?

Um flæði CO2 úr lofti og í sjó er fjallað almennt í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og sérstaklega er fjallað um flæðið við Ísland í svari við spurningunni Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland? Við bendum lesendum á að lesa þau svör ein...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið „að sleppa með skrekkinn“?

Orðasambandið að sleppa með skrekkinn merkir 'að komast naumlega frá einhverju óþægilegu og er notað þegar minna verður úr áfalli eða slysi en á horfðist um stund'. Orðasambandið er erlent að uppruna, sennilega komið hingað úr dönsku, slippe med skrækken. Skræk í dönsku merkir 'ótti, hræðsla' og var tekið upp í...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig varð íslenskan til?

Þegar Ísland tók að byggjast á 9. öld komu flestir landnámsmanna frá Noregi og tóku sumir á leiðinni þræla á Írlandi. Fyrstu aldirnar var sama tunga töluð á Íslandi og í Noregi þannig að lítill munur var á og orðaforðinn var að mestu norrænn fyrir utan fáein keltnesk tökuorð. Þetta hélst að mestu fram á 13. öl...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hægt að hita bolla mikið með því að hella heitum drykk í hann?

Upphaflega spurningin var svona: Ef ég er með kaffibolla og risastóra kaffikönnu, helli heitu kaffi í bollann, tæmi hann strax og helli aftur heitu kaffi í hann, hitna ytri mörk rúmsins sem kaffið tekur (þar sem bollinn er heitur þegar kaffið lendir á honum), og ef svo er, væri hægt að bræða bollann með því að ...

category-iconEfnafræði

Hvers konar gas er í SodaStream-hylkjunum?

Gashylkin sem eru notuð í SodaStream-tækjunum eru fyllt með koltvíoxíði sem einnig er kallað koltvíildi eða koldíoxíð. Koltvíoxíð er gas við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C). Þegar koltvíoxíði er hleypt í gegnum vatn gengur það í samband við vatnið á eftirfarandi hátt: \[CO_{2}+H_{2}O\rightleftharpoons H_{...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast hraunstöplar og finnast þeir á Íslandi?

Hraunstöplar (e. lava spine) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp upp úr gosrás en storknar í gosopinu og verður eins konar tappi efst í gosrásinni. Slíkir tappar kýtast upp vegna aðstreymis að neðan og standa upp úr hrauninu eins og drangar. Þessi fyrirbæri nefnast hrau...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er plokkfiskur séríslenskur réttur og hvað er þetta plokk í heitinu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég er með spurningu um hvort að plokkfiskur sé séríslenskur eða hvort við urðum fyrir áhrifum frá öðrum þjóðum? Stutta svarið við spurningunni er að plokkfiskur berst væntanlega til okkar frá Danmörku, enda er orðið sjálft tökuorð úr dönsku. Þar er heitið plukfisk nota...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað?

Bettina Scholz er vísindamaður og verkefnisstjóri hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. á Skagaströnd. Rannsóknir hennar beinast fyrst og fremst að vistfræði og líffræðilegum fjölbreytileika þörunga. Í hafinu eru þúsundir tegunda smásærra þörunga sem eru grunnurinn að fæðukeðju hafsins. Bettina hefur rannsakað ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?

Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546. Merking orðsins er ekki allt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að spekúlera og hvaðan er það komið?

Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjármálabrask’. Danska sögnin og sú íslenska eiga rætur að rekja til latínu spekulārī 'skoða’. Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjár...

category-iconHugvísindi

Af hverju segjum við skál! en ekki glas! þegar við lyftum glösum?

Orðið skál þekkist þegar í fornu máli um drykkjarílát. Í Snorra-Eddu segir til dæmis ,,voru þá teknar þær skálir er Þór var vanur að drekka úr“ og í Fornmannasögum er þetta dæmi: ,,þar með sendi hann honum eina skál fulla mjaðar og bað hann drekka mótsminni“ (stafsetningu breytt í báðum dæmum). Af nafnorðinu s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er stundum bláleitur litur á mýrum og mýrarvatni, eins og olía? Hvaða efni er þetta og hvernig myndast það?

Uppleyst efni í mýravatni eru einkum af þrennum toga:lífræn kolefnasambönd úr rotnandi gróðurleifum, uppleyst efni úr berggrunni, öskulögum og áfoki (til dæmis járn, magnesín, kalsín, kísill), og loks efni úr andrúmslofti og regni (súrefni, koltvísýringur, nitur). Undir yfirborði mýrarinnar er vatnið súrefnissn...

category-iconNæringarfræði

Er skynsamlegt fyrir börn að sniðganga kjöt og dýraafurðir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hversu ungir mega krakkar vera til að gerast grænmetisætur eða anti-kjötætur? Það hljóta líka að vera einhver skynsemismörk á því að vera vegan eða í einhverjum af þessum flokkum meðan krakkar eru að taka út mestan vöxt og þroska. Eitt af því sem gerir manninn einstakan...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ein hitaeining er sú orka sem þarf til að hita vatn um eina gráðu, en á hvaða bili?

Ein hitaeining (kaloría) er sú orka sem þarf til að hita eitt gramm af vatni um eina gráðu. Þessi orka er lítið eitt mismunandi eftir því hvort verið er að hita vatnið úr 10°C í 11°C eða úr 20°C í 21°C og svo framvegis. Þess vegna þarf að skilgreina þetta betur. Miðað er við þá orku sem þarf til að hita vatnið úr ...

category-iconEfnafræði

Hvernig býr maður til olíu?

Olían sem við notum er unnin úr hráolíu sem finnst í náttúrunni. Þessi vinnsla fer fram í svokölluðum olíuhreinsunarstöðvum. Þegar hráolían er hreinsuð fæst úr henni bæði bensín, dísilolía, steinolía, flugvélabensín, aðrar olíur, jarðgas og tjara sem er til dæmis notuð í malbik. Hægt er að búa til einföld olíu...

Fleiri niðurstöður