Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi?

Jón Ólafsson

Um flæði CO2 úr lofti og í sjó er fjallað almennt í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og sérstaklega er fjallað um flæðið við Ísland í svari við spurningunni Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland? Við bendum lesendum á að lesa þau svör einnig.

Berum saman CO2 losun Íslands og CO2 upptöku Íslandshafs.

Í skýrslu Umhverfisstofnunar frá 2022 kemur fram að nettó losun á gróðurhúsalofttegundum frá Íslandi árið 2020 hafi verið 13,519 x 106 tonn (Umhverfisstofnun 2022).

Norðan Íslands, í Íslandshafi er bæði svalsjór og pólsjór. Ársmeðalflæði á CO2 úr lofti í sjó í Íslandshafi var 4,0 mól C/m2. Árleg CO2 upptaka hvers ferkílómetra sjávar í Íslandshafi reiknast þá: 1,76 x 102 tonn CO2.

Flatarmál Íslandshafs, sem er norðan Íslands, er 406.000 km2. Með það flatarmál að viðmiði reiknast heildarupptaka Íslandshafs á CO2 vera 71,5 x 106 tonn á ári. Það er um 5 sinnum meira en nettó losun á gróðurhúsalofttegundum frá Íslandi árið 2020.

Flatarmál Íslandshafs er 406.000 km2 (Jakobsson 2002). Með það flatarmál að viðmiði reiknast heildarupptaka Íslandshafs á CO2 vera 71,5 x 106 tonn á ári. Það er um 5 sinnum meira en nettó losun á gróðurhúsalofttegundum frá Íslandi árið 2020. Þessi samanburður lýsir ólíkum ferlum. Annars vegar náttúrulegu flæði CO2 milli lofts og sjávar á hafsvæði þar sem sjórinn tekur við CO2 allt árið. Hins vegar losun manna til andrúmslofts sem er stanslaus viðbót inn í náttúrulega hringrás kolefnis. Ferlin tengjast, því í framtíðinni mun hægja á náttúrulega ferlinu ef losunin heldur þindarlaust áfram.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor emeritus í haffræði við HÍ

Útgáfudagur

13.4.2023

Spyrjandi

Snorri, ritstjórn

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84677.

Jón Ólafsson. (2023, 13. apríl). Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84677

Jón Ólafsson. „Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84677>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi?
Um flæði CO2 úr lofti og í sjó er fjallað almennt í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og sérstaklega er fjallað um flæðið við Ísland í svari við spurningunni Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland? Við bendum lesendum á að lesa þau svör einnig.

Berum saman CO2 losun Íslands og CO2 upptöku Íslandshafs.

Í skýrslu Umhverfisstofnunar frá 2022 kemur fram að nettó losun á gróðurhúsalofttegundum frá Íslandi árið 2020 hafi verið 13,519 x 106 tonn (Umhverfisstofnun 2022).

Norðan Íslands, í Íslandshafi er bæði svalsjór og pólsjór. Ársmeðalflæði á CO2 úr lofti í sjó í Íslandshafi var 4,0 mól C/m2. Árleg CO2 upptaka hvers ferkílómetra sjávar í Íslandshafi reiknast þá: 1,76 x 102 tonn CO2.

Flatarmál Íslandshafs, sem er norðan Íslands, er 406.000 km2. Með það flatarmál að viðmiði reiknast heildarupptaka Íslandshafs á CO2 vera 71,5 x 106 tonn á ári. Það er um 5 sinnum meira en nettó losun á gróðurhúsalofttegundum frá Íslandi árið 2020.

Flatarmál Íslandshafs er 406.000 km2 (Jakobsson 2002). Með það flatarmál að viðmiði reiknast heildarupptaka Íslandshafs á CO2 vera 71,5 x 106 tonn á ári. Það er um 5 sinnum meira en nettó losun á gróðurhúsalofttegundum frá Íslandi árið 2020. Þessi samanburður lýsir ólíkum ferlum. Annars vegar náttúrulegu flæði CO2 milli lofts og sjávar á hafsvæði þar sem sjórinn tekur við CO2 allt árið. Hins vegar losun manna til andrúmslofts sem er stanslaus viðbót inn í náttúrulega hringrás kolefnis. Ferlin tengjast, því í framtíðinni mun hægja á náttúrulega ferlinu ef losunin heldur þindarlaust áfram.

Heimildir:

Mynd:...