Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 415 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver var hinn kínverski Konfúsíus og hvað er konfúsíanismi?

Eins þversagnakennt og það kann að hljóma var konfúsíanismi til á undan Konfúsíusi. Það sem á Vesturlöndum kallast „konfúsíanismi“ er þýðing á kínverska orðinu rujia (儒家), en það var heiti á hópi menntamanna í Kína til forna sem voru sérfróðir um hefðbundnar helgiathafnir. Konfúsíus tilheyrði sjálfur...

category-iconHugvísindi

Hvers konar þekking er öruggust?

Eins og fram kemur í svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er þekking? er orðið „þekking“ margrætt og þar að auki er umdeilt meðal þekkingarfræðinga (það er heimspekinga sem fjalla um eðli og uppsprettur þekkingar) hvernig eigi að skilgreina hugtakið og hversu margar gerðir þekkingar eru. Sum...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver var Thomas Alva Edison og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Thomas Alva Edison fæddist í þorpinu Milan í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 1847, en ólst upp í Port Huron í Michigan. Hann var aðeins þrjá mánuði í skóla og kennarinn taldi hann „ruglaðan“ enda var hann alla tíð heyrnardaufur. Hann sýndi þó snemma gott viðskiptavit með því að selja sælgæti og dagblöð í lestum sem...

category-iconLæknisfræði

Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Maria Goeppert-Mayer og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Maria Goeppert-Mayer fæddist 28. júní 1906 í Kattowitz í Efri-Slesíu, sem þá tilheyrði Þýskalandi en er nú í Póllandi. Hún var einkabarn hjónanna Friedrichs og Mariu Goeppert. Faðir hennar var barnalæknir og þegar Maria var fjögurra ára fluttist fjölskyldan til Göttingen, þar sem faðir hennar hafði fengið stöðu pr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Heródótos frá Halikarnassos?

Heródótos frá Halikarnassos var forngrískur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Persastríðanna og hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar. Heródótos fæddist um 484 f.Kr. í Halikarnassos, sem var dórísk nýlenduborg í Litlu-Asíu. Hann ferðaðist víða, meðal annars til Samos og grískra nýlendna umhverfis Svartahaf, til ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?

Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk...

category-iconVísindi almennt

Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?

Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?

Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...

category-iconHeimspeki

Hver var Søren Kierkegaard og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Þann 5. janúar 1813, nákvæmlega fjórum mánuðum áður en Søren Aabye Kierkegaard fæddist, varð allsherjarefnahagshrun í Danmörku. Einn fárra danskra kaupsýslumanna sem komst því sem næst klakklaust í gegnum fjárhagserfiðleikana sem fylgdu í kjölfarið var faðir hans, Michael Pedersen Kierkegaard (1756-1838). Hann var...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?

Í endurminningum sínum segir Mikhail Gorbachev frá því að þegar hann kom til valda í Moskvu á vordögum 1985, sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hafi beðið hans „snjóflóð“ af vandamálum. Þá var mikil stöðnun í Sovétríkjunum, bæði pólitískt og efnahagslega, og nýr leiðtogi þurfti svo sannarlega að brett...

category-iconBókmenntir og listir

Á hvaða tónlistartímabili hefur rafmagnsgítarinn verið mest notaður?

Rafmagnsgítarinn hefur leikið aðalhlutverk í rokktónlist allt frá því sú stefna varð til. Á undanförum árum hefur sala á hljóðfærinu þó dregist nokkuð saman. Ástæðan er meðal annars sú að megináherslur dægurtónlistariðnaðarins hafa jafnt og þétt færst frá rokki yfir í hipphopp, en í þeirri stefnu eru rafmagnsgítar...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig virka orgel?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig virka kirkjuorgel? Í íslensku er orðið orgel bæði notað um hljóðfærið sem hefur pípur og gömlu fótstignu hljóðfærin. Erlendis er orðið orgel ekki notað um fótstignu hljóðfærin heldur eru þau nefnd harmóníum enda er virkni þeirra allt önnur. Í þessu svari er fyrst o...

category-iconHeimspeki

Er til siðanefnd sem siðar fjölmiðla til vegna þess hvernig þeir orða fréttir sínar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðið fjölskylduharmleikur er notað ósjaldan í fréttum. Orðið er hefur verið notað þegar fjölskylda ferst af slysförum, þegar fjölskylda missir faðir í sjóslysi og þegar fjölskylda missir heimili sitt í bruna. Orðið er líka oft notað um annarskonar hryggðarmál einsog þ...

category-iconHugvísindi

Hver var Galíleó Galíleí?

Galíleó Galíleí var einn af frægustu raunvísindamönnum nýaldar. Hann gerði margar uppgötvanir í eðlis- og stjörnufræði og barðist fyrir skoðunum sínum á heimsmynd og aðferðum vísinda. Hann fæddist 15. febrúar 1564 í borginni Písa í Toskana-héraði þar sem nú er Mið-Ítalía. Faðir hans, Vincenzíó Galíleí var tónli...

Fleiri niðurstöður