Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 438 svör fundust

category-iconLandafræði

Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?

Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...

category-iconLæknisfræði

Hver var Karl Landsteiner?

Austurrísk-bandaríski líffræðingurinn og læknirinn Karl Landsteiner (1868-1943) er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað blóðflokkana, það er að hafa þróað ABO-blóðflokkakerfið árið 1901 og Rhesus-kerfið árið 1940 og gerði uppgötvun hans mönnum kleift að framkvæma blóðinngjafir á öruggari og árangursríkari hátt. Fyri...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Hannes Finnsson?

Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta vísindamenn sagt okkur hver sé erfðafræðilegur munur á manni og apa?

Vísindamenn hafa unnið að raðgreiningu á erfðamengi mannsins frá því fyrir síðustu aldamót. Raðgreiningin felst í því að basaröðin í erfðaefninu er greind. Í febrúar 2001 var fyrsta uppkastið að erfðamengi mannsins birt og í kjölfarið kom út fyrsta uppkastið að erfðamengi músarinnar og rottunnar. Í október 2004 va...

category-iconLæknisfræði

Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?

Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?

Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Sighvatur Þórðarson?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...

category-iconBókmenntir og listir

Við hvað vann Bach og hvar bjó hann á fullorðinsárum?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað var Bach gamall þegar hann dó og hvar dó hann? Á ferli sínum gegndi Johann Sebastian Bach (1685-1750) fimm störfum í jafn mörgum bæjum, ýmist sem kirkjumúsíkant eða hirðtónlistarmaður: í Arnstadt (1703-7), Mühlhausen (1707-8), í Weimar (1708-17), Köthen (1717-23) og Leipz...

category-iconVísindi almennt

Hvað er vísindafræði?

Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...

category-iconLögfræði

Er þjóðkirkjuskipanin í andstöðu við lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er enn þjóðkirkja á Íslandi, (að því er virðist) í andstöðu við bæði lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi? (Svar við fyrri hluta spurningarinnar er að finna hér.) Kveðið er á um trúfrelsi í 63. og 64. gr. í Stjórnarskrá lýðveldisins og eru þær að me...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?

Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur ...

category-iconMannfræði

Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku?

Mismunandi hitastig í Afríku og á Vesturlöndum hefur að sjálfsögðu áhrif á hvernig fólk klæðir sig. Hins vegar er mismunandi hitastig ekki einhlít skýring á því hvers vegna lögð er áhersla á að konur hylji brjóst sín á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku. Frekari skýringa þarf því að leita í menningu og samf...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar rit er Konungsskuggsjá?

Konungsskuggsjá er norskt rit frá árunum 1250-1260 eða svo. Það er varðveitt í íslenskum og norskum handritum en höfundur þess er ekki kunnur. Lengi vel var talið að Konungsskuggsjá tilheyrði svokallaðri Fürstenspiegel-bókmenntagrein en fræðimaðurinn Einar Már Jónsson sýndi fram á að það stæðist ekki. Fürstensp...

category-iconVeðurfræði

Hvað er það sem ákvarðar vindátt?

Það er margt sem ákvarðar vindátt og fer bæði eftir staðháttum og tíma dags og árs. Mishitun yfirborðs jarðar og/eða lofthjúpsins vekur flesta vinda, en ákvarðar ekki áttina ein og sér. Umfjöllun í veðurfræði greinir oft á milli stærðar veðurkerfa, það er hver kvarði þeirra er. Þá er talað um hnatt-, stóran, m...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?

Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs spámanns, ráðgjafi hans og tengdafaðir. Hann fæddist í Mekka árið 573 og var af efnaðri kaupmannafjölskyldu kominn. Fjölskylda hans tilheyrði svonefndum Quyrash-ættbálki. Á sínum yngri árum umgekkst hann Bedúína töluvert og þar kviknaði áhugi hans á kameldýrum. Nafn hans má...

Fleiri niðurstöður