Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1888 svör fundust
Hversu mörg dauðsföll hafa átt sér stað við sjómennsku á Íslandi?
Rannsóknarnefnd sjóslysa starfar samkvæmt lögum nr. 68/2000 með síðari breytingum. Nefndinni er ætlað að kanna orsakir allra sjóslysa er íslensk skip farast en einnig skal nefndin rannsaka öll slys þar sem manntjón verður, svo og önnur þau sjóslys sem hún telur ríkar ástæður til að rannsaka. Rannsóknarnefnd sjó...
Hvaða þjór gefur maður í þjórfé?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir þjór? Eins og þjórfé? Af hverju heitir það þjórfé þegar maður gefur þjónustufólki pening fyrir góða þjónustu? Fyrri liðurinn í orðinu þjórfé er leiddur af sögninni að þjóra 'drekka áfengi, svalla, slarka’. Eina heimildin sem fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Há...
Hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum?
Skipta má lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum í tvo flokka: náttúrulegar og manngerðar. Í fyrri flokknum eru koltvíildi eða koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og tví-nituroxíð (N2O). Af þessum efnum er langmest af koltvíildi. Manngerðar lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum eru meðal annars vetnisflúorkolef...
Hvaða gjaldmiðill er á Grænlandi?
Gjaldmiðillinn í Grænlandi er dönsk króna og eru seðlar og mynt eins útlítandi og í Danmörku. Árið 2006 var samþykkt að gera sérstaka grænlenska útgáfu af seðlum en þeir hafa ekki enn farið í dreifingu. Gert er ráð fyrir að grænlensku seðlarnir verði komnir í notkun árið 2011, en jafnframt verður áfram hægt að not...
Geta konur orðið óléttar þótt þær hafi aldrei farið á túr?
Já, konur geta orðið óléttar án þess að hafa farið nokkurn tímann á túr. Reyndar er ólíklegt að þetta eigi við um fullorðnar konur en getur vel komið fyrir ungar stúlkur sem eru enn ekki byrjaðar að hafa blæðingar. Konur fara á túr ef undirbúningur legsins fyrir fóstur er til einskis, það er að segja ef frjóvg...
Ræður einhver yfir tunglinu?
Við öll í sameiningu eigum tunglið og alla aðra hnetti sólkerfisins! Eitthvað á þessa leið hljóðaði samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Ýmis fyrirtæki hafa boðið landskika á tunglinu og öðrum hnöttum til sölu og meira að segja heilu stjörnurnar. En með ályktun Sameinuðu þjóðanna eru menn þá einungis að selja eitthvað ...
Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?
Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga. Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- o...
Hver er munurinn á trölli og skessu?
Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll. Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir: Orðið tröll er sky...
Hvernig get ég verið viss um að vísindamenn og háskólaprófessorar svari spurningum mínum rétt?
Einfalt svar er: "Þú getur það ekki, vegna þess að maður getur í rauninni mjög sjaldan verið 100% viss um neitt!". En af hverju geturðu samt verið nokkurn veginn viss í þessu tilviki? Hér eru aðallega tveir "áhættuþættir": 1) að þeir hafi í raun ekki nægilega þekkingu, og 2) að jafnvel þótt þekking þeirra sé n...
Hvað eru baugar undir augum, og fá allir þá, líka blindir?
Baugar undir augum eru algengt fyrirbæri sem á sér nokkrar orsakir. Húðin undir augunum er sérstaklega þunn, og með aldrinum þynnist hún enn meir. Við það koma í ljós smáar blóðæðar undir og í húðinni sem gefa henni dökkan blæ. Þegar fólk þreytist geta æðarnar tútnað út og baugarnir verða meira áberandi. Me...
Ber ekki að ávarpa þingforseta og ráðherra á sama hátt á Alþingi?
Upphafleg spurning í heild er sem hér segir:Á vef Alþingis, www.althingi.is, í kaflanum "Upplýsingar-Ýmis hugtök...- Umræður," er greint frá hvernig þingmönnum ber að haga ræðu sinni. Þar eru meðal annars sýnd þessi tvö dæmi um ávörp: "hæstvirti forseti" og "hæstvirtur forsætisráðherra". Af hverju er þetta haft hv...
Hve margar bækur eru gefnar út á Íslandi á hverju ári?
Bókmenning er sá þáttur þjóðmenningar sem einna lengst hefur skipað öndvegissess á Íslandi, hjá lærðum og leikum. Rúnaristur norrænna manna um þær mundir sem Ísland var að byggjast sýna að þar voru læsir menn að verki og þeir voru að skapa eitthvað varanlegt, eitthvað til minnis, eitthvað til upplýsingar fyrir að...
Hvað er hreint gull mörg karöt?
Hreinleiki gulls er mældur í karötum og er eitt karat 1/24 eða um 4,1667 prósent. Hreint gull er því 24 karöt, en algengt er að skartgripir séu búnir til úr gulli sem er í kringum 14 karöt. Gullblanda sem inniheldur 16 hluta gulls og 8 hluta af öðrum málmi, til dæmis kopar, er 16 karöt. Þessi háttur á að mæ...
Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur?
Svínið og grísinn hafa haft sérstöðu í mörgum samfélögum síðan dýrið var tamið. Sérstaklega var grísinn í uppáhaldi fyrr á öldum meðal fátækra bænda í Evrópu. Þeir töldu grísinn góða fjárfestingu því að hann vex hratt og gefur af sér mikið kjöt. Lítinn grís var hægt að ala án mikils tilkostnaðar á afgöngum sem urð...
Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?
Ástæðan fyrir því að hamstrar eru iðnastir á næturnar, hvort heldur er við leik eða næringaröflun, er sú að þeir eru svokölluð næturdýr eins og flest önnur nagdýr. Næturdýr velja, eins og nafnið gefur til kynna, nóttina fram yfir daginn til athafna. Ástæðunnar fyrir þessu atferli er eflaust að leita í langri þr...