Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Einfalt svar er: "Þú getur það ekki, vegna þess að maður getur í rauninni mjög sjaldan verið 100% viss um neitt!".
En af hverju geturðu samt verið nokkurn veginn viss í þessu tilviki? Hér eru aðallega tveir "áhættuþættir": 1) að þeir hafi í raun ekki nægilega þekkingu, og 2) að jafnvel þótt þekking þeirra sé nægileg, þá eru þeir ekki heiðarlegir, eða gefa sér ekki tíma til að svara nógu nákvæmlega.
Varðandi 1), þá eru tiltölulega miklar líkur á því að þeir hafi nægilega þekkingu, ef réttir menn eru valdir, og þeir takmarka sig við sitt sérsvið. Til þess hafa þeir einmitt aflað sér ákveðinnar menntunar og þjálfunar: Það að kalla mann "vísindamann" felur í sér að hann hafi yfir að búa ákveðinni þekkingu og færni. Auðvitað geta komið upp tilfelli þar sem ekki er um nægilega eða rétta þekkingu að ræða, en þá verður að skoða þau hvert fyrir sig.
Varðandi 2), þá eru miklar líkur á því að vísindamenn og prófessorar leggi sig í líma við að svara spurningum eins rétt og vandlega og unnt er innan ákveðinna marka (tíma og lengdar svars), af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna þess að starfsheiður þeirra gæti skaðast af röngum svörum, þeir væru að skaða vísindasamfélagið, það sé rangt að blekkja og svo framvegis. Aftur geta auðvitað verið undantekningar frá þessari reglu, til dæmis gæti vísindamaður haft af því hagsmuni að svara rangt gegn betri vitund, hann er orðinn geðsjúkur og svo framvegis. En aftur verða þessi tilfelli, sem eru áreiðanlega mjög fá, að skoðast hvert fyrir sig.
En almennt geturðu verið nokkurn veginn viss um að svörin eru nokkurn veginn rétt!
Erlendur Jónsson. „Hvernig get ég verið viss um að vísindamenn og háskólaprófessorar svari spurningum mínum rétt?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=297.
Erlendur Jónsson. (2000, 28. mars). Hvernig get ég verið viss um að vísindamenn og háskólaprófessorar svari spurningum mínum rétt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=297
Erlendur Jónsson. „Hvernig get ég verið viss um að vísindamenn og háskólaprófessorar svari spurningum mínum rétt?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=297>.