Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 367 svör fundust
Hver var Páll postuli og hvert var framlag hans til kristinnar trúar?
Páll postuli er ein af athyglisverðustu og mikilvægustu persónum í sögu kristinna trúarbragða. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að með trúboðsstarfi sínu og stofnun söfnuða í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs á 1. öld þessa tímatals hafi hann lagt grunninn að starfi kristinna kirkna allt fram á okkar daga. ...
Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?
Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...
Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?
Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...
Hver eru lengstu fljót í heimi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvert er vatnsmesta fljót í heimi? Hver eru 10 lengstu fljót í heimi og hvað eru þau löng? Hvað er áin Níl löng? Aðrir spyrjendur eru: Matthías Óli, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Ásta Rún, Gunnar Vilhjálmsson, Garðar Sveinbjörnsson, Þórunn Þrastardóttir, Sigurbjörg Helgadót...
Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?
Hér er einnig svarað spurningum Birgis Haukssonar: Hvernig er kenningin í skammtafræði um að hlutur geti verið á 2 stöðum á sama tíma? Hvaða rit eru til á íslensku, á mannamáli, um skammtafræði? Skammtafræði er í grundvallaratriðum frábrugðin klassískri eðlisfræði. Það helgast af því að þessar tvær kenningar...
Hvað er pönk?
Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...
Af hverju leiðir hlýnandi loftslag til tíðari ofsaveðra?
Í stuttu máli er hægt að svara spurningunni svona: Eftirfarandi veðuröfgar hafa færst í aukana og gera má ráð fyrir áframhaldi á þeirri þróun: Hitabylgjur, þurrkar, aftakaúrkoma og öflugir fellibyljir. Þessar breytingar má með nokkurri vissu rekja til hlýnunar lofthjúpsins og yfirborðssjávar. Fjöldi hitabelti...
Hvað eru íþróttir og hvað skilgreinir þær?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem Íþróttasamband Íslands tekur tillit til þegar það leyfir / viðurkennir íþróttir? Skilgreining íþrótta er ekki náttúrulega gefin staðreynd, heldur ræðst hún af sögulegum, félagslegum, menningarlegum og pólitískum forsendum á hverjum stað á hverjum tíma. Það er þv...
Hvers vegna eru stýrivextir hér langt yfir meðaltali í Evrópu?
Alþjóðlegi greiðslumiðlunarbankinn (e. Bank of International Settlement, BIS) hefur tekið saman þróun stýrivaxta (e. policy rate) í allmörgum löndum.[1] Fyrsta færslan fyrir Ísland í þeim gagnagrunni er frá 31. mars 1998. Myndin hér að neðan sýnir þróun stýrivaxta í þeim Evrópulöndum sem eru í gagnagrunninum frá á...
Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?
Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...
Hvernig eru matur og matarvenjur Dana?
Menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur hafa lengi verið sterk og víða má sjá dönsk áhrif í samfélagi okkar. Það á ekki síst við um mataræði en ýmislegt sem ratar á borð Íslendinga er upphaflega komið frá Dönum. Allir kannast til að mynda við gula baunasúpu, hamborgarhrygg með stökkri puru, brúnaðar kartöflur, st...
Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?
Stutta svarið er nei. Hér kemur langa svarið: Í hugum flestra hefst landnám með því að einhver kemur á hinn nýja stað, kastar eign sinni á landið, kemur undir sig fótunum og skilur eftir sig arfleifð í afkomendum, örnefnum og sögum. Fleiri fylgja í kjölfarið og leika sama leikinn þar til landið er orðið full...
Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?
Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...
Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama? Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurn...
Getur tónlist stuðlað að róttækni?
Spurning hljóðaði upprunalega svona: Getur tónlist haft áhrif á fólk að það taki þátt í róttækum hóp? (þ.e.a.s að fólk geti hlustað á tónlist og hún hvetji mann til að taka ákvarðanir/fara í hópa með öðru fólki og hafa áhrif)? Upprunalega var spurt um það hvort tónlist geti haft þau áhrif á fólk, að það gangi ...