Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6980 svör fundust
Hefur eitthvert eldfjall gosið alltaf (aldrei hætt)?
Það er ekkert eldfjall sem hefur gosið stanslaust frá því að jörðin myndaðist enda hefur mikið breyst á þeim milljörðum ára sem jörðin hefur verið til. Eldfjöll, eins og önnur jarðlög, eru sífellt að myndast eða mást; þau hlaðast upp í eldgosum en síðan vinna roföflin smám saman á þeim og þau hverfa. Erfitt e...
Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?
Það er ekki algilt að eyru eldri karlmanna séu loðin, en þó nokkuð algengt þar sem um þrír fjórðu karla fá löng hár á eyrun. Reyndar hafa allir, bæði konur og karlar, hár á eyrnablöðkunum og inni í hlustunum, þótt í flestum tilfellum sjáist þau ekki. Hár á eyrum hreinsa loft á leið þess inn í þau. Þannig koma þau ...
Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna?
Spyrjandi bætir við:Hvaða dýrategundum hefur maðurinn útrýmt og hverjar hafa bara bókstaflega dáið út? Vegna breytts loftslags til dæmis? Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að margir þættir geta legið að baki útrýmingu dýrategunda. Þó má ætla að sú útrýmingaralda sem við upplifum nú um stundir megi rekja bei...
Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?
Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hér eftir nefnt Bretland, samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Breska þingið, sem staðsett er í Westminster-þinghúsinu í London, setur ríkinu lög og ákveður skatta og álögur. Þingið starfar í tveimur deildum og skiptist í neðri d...
Getið þið sagt mér allt um moldvörpur?
Moldvörpur (Talpidae) tilheyra ættbálki skordýraæta (Insectivore). Þekktar eru að minnsta kosti 29 tegundir í 12 ættkvíslum. Moldvörpur finnast á þrem afmörkuðum útbreiðslusvæðum: í Evrópu, Asíu og austurhluta Norður-Ameríku. Í Evrópu finnast 3 tegundir. Fyrst skal nefna hina eiginlegu moldvörpu eða evrópsku moldv...
Hvers konar krydd er vanilla og hverjir uppgötvuðu hana?
Svana spurði sérstaklega um þetta: Er vanilluextrakt sterkara en vanilludropar og af hverju þá ef svo er? Vanilla er kryddtegund. Hún er meðal annars vinsæl í ýmsa ábætisrétti, til dæmis í súkkulaði, kökur og ís. Vanilla er langur og mjór fræbelgur plöntu sem kallast á fræðimáli Vanilla planifolia. Blóm ...
Hvenær varð jóladagatal algengt á heimilum fólks?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hver er uppruni jóladagatalanna (þessara hefðbundnu með 24 gluggum sem opnaðir frá 1. - 24. desember) og hvenær bárust þau fyrst til Íslands? Eins og svo margir aðrir jólasiðir á jóladagatalið uppruna sinn í Þýskalandi en hefur væntanlega borist til Íslands frá Danmörku. Ef...
Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu...
Hvað getið þið sagt mér um skunka?
Skunkar nefnast einnig þefdýr. Til skunka teljast tólf tegundir sem flokkast í fjórar ættkvíslir innan ættarinnar Mephitidae. Tíu af þeim tólf tegundum sem þekktar eru lifa í Norður- og Suður-Ameríku, en tvær tegundir, sem tilheyra ættkvíslinni Mydaus, finnast á eyjum Indónesíu og á Filippseyjum. Hér verður að...
Viltu segja mér allt um merði?
Merðir eða marðardýr (Mustelidae) er stærsta ættin innan ættbálks rándýra. Núlifandi marðardýrum er skipt í fimm undirættir; otra (Lutrinae), greifingja (Melinae), hunangsgreifingja (Mellivorinae), merði (Mustelinae) og sléttugreifingja (Taxidiinae). Þessar undirættir skiptast síðan í 24 ættkvíslir og 56 tegundir....
Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?
Risasmokkfiskar eru smokkfiskar (Architeuthidae) af ættkvíslinni Architeuthis. Alls hafa átta tegundir verið flokkaðar í þessa ættkvísl. Sumar þeirra geta orðið gríðarlega stórar eða allt að 13 metrar á lengd frá skrokkenda til enda lengri fálmaranna. Möttullinn sjálfur getur orðið tveir metrar á lengd þannig að l...
Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?
Talíbanar (e. taliban, arabískt orð yfir „nemendur“) er andspyrnufylking Pastúna sem berst gegn fjölþjóðaliði ISAF (e. International Security Assistance Force) í Afganistan. Þeir stefna að því að ná yfirráðum yfir Afganistan á nýjan leik, en þeir réðu landinu frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn veru erlends he...
Eru til fleiri en einn kvarði til að ákvarða stærð jarðskjálfta?
Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsan veg og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...
Hvenær er sjúkdómur faraldur og hvenær verður hann heimsfaraldur?
Faraldur (e. epidemic): Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO hefur skilgreint faraldur sem tilvist sjúkdóms, ákveðins heilsutengds atferlis eða annarra atburða sem varða heilsu fólks innan ákveðins samfélags eða landsvæðis, í tíðni sem er umfram það sem vænta má undir eðlilegum kringumstæðum. Hægt er að skilgreina...
Þola veirur vel frost, hvað með veiruna sem veldur COVID-19?
Almennt má segja að veirur þoli betur kulda en hita. Veirur eru margar frostþolnar en fer það nokkuð eftir gerð veiranna og ekki síst eftir því í hvaða umhverfi veiran er. Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í sermisríkum frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman ...