Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1420 svör fundust
Af hverju sjá hundar ekki á sjónvarp?
Ólíkt því sem oft er talið er ekkert sem bendir til að hundar sjái ekki á sjónvarp. Þó er ekki þar með sagt að þeir sjái sjónvarpsútsendinguna á sama hátt og við. Keilur eru þeir ljósnemar sem sérstaklega eru notaðir til litaskynjunar. Hundar hafa aðeins tvær tegundir keilna á sjónhimnu augans en menn hafa þrj...
Hvað eru líkormar og hvernig verða þeir til?
Orðið líkormur vísar til lirfa fjölmargra skordýrategunda sem verpa eða setja lifandi lirfur sínar í ýmiss konar hræ eða sár dýra. Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á framvindu skordýralífs í hræjum. Mismunandi stigum í rotnunarferli hræs fylgir mismunandi samsetning örvera og skordýra. Menn hafa greint f...
Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?
Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum. Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn f...
Á hverju og hvernig lifa sveppir?
Hér áður fyrr voru sveppir flokkaðir í ríki plantna, sennilega vegna náins samlífis plantna og sveppa. Sveppir eru hins vegar í grundvallaratriðum mjög frábrugðnir plöntum. Ólíkt plöntum eru þeir ófrumbjarga lífverur, það er þeir geta ekki ljóstillífað og myndað sína eigin næringu. Sveppir eru rotverur og næras...
Hver er munurinn á kúskel og nákuðungi?
Allmikill munur er á kúskel (Arctica islandica) og nákuðungi (Nucella lapillus). Báðar tegundirnar eru lindýr (Mollusca) en þær tilheyra þó ólíkum hópum innan fylkingarinnar. Kúskelin er samloka (Bivalvia) og líkist því öðrum samlokum, til dæmis kræklingi, í útliti. Nákuðungurinn er hins vegar snigill (Gastropoda)...
Hvað éta hýenur?
Þrjár tegundir hýena finnast í Afríku og ein í Asíu en í þessu svari verður aðeins fjallað um fæðuöflun afrísku tegundanna. Þekktasta hýena Afríku er án efa blettahýenan (Crocuta crocuta) en hún er afar útbreidd í álfunni. Blettahýenan er rándýr en jafnframt er hún afar mikilvirk hrææta. Blettahýenur eru tækif...
Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum?
Í lok árs 2008 birtust fréttir um snigil sem nefnist á fræðimáli Selenochlamys ysbryda og hefur valdið einhverju tjóni á Bretlandseyjum, nánar tiltekið í Wales. Tegundin hefur verið nefnd draugasnigill eða ghost snail en orðið ysbryd, sem er seinna orðið í fræðiheiti snigilsins, þýðir draugur á velsku. Draugas...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í ágúst 2013?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör ágústmánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hvað er glópagull og hvernig verður það til? Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega? Hvenær er höfuðdagur? Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi? Hver er þessi „obbi“, þegar talað er um obb...
Hvar finnast blóðsugur eða iglur?
Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...
Eru til græn spendýr?
Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...
Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?
Upphaflega spurningin var sem hér segir: Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar ennþá hinn svonefnda "týnda hlekk" til að tengja nútímamanninn við háþróuðustu frummenn?Með spurningunni er lagt fyrir einskonar krossapróf með tveimur tæmandi kostum: Veldu annaðhvort a) það er til bein lína...
Hvað er samlífi, gistilífi, samhjálp og sníkjulíf dýra?
Nauðsynlegt er að fjalla fyrst um hugtakið samlífi (symbiosis) sem komið er af gríska orðinu symbioun 'að lifa saman'. Undir það heyra síðan nokkur önnur hugtök sem lýsa nánar eðli samlífisins. Þau hugtök eru gistilífi (commensalism), samhjálp (mutualism) og sníkjulífi (parasitism). Samlífi þar sem önnur lífver...
Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?
Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...
Hvernig var dýralífið á ísöldunum?
Á síðustu 1,6 milljón árum hafa gengið yfir jörðina fjögur meiriháttar jökulskeið. Það síðasta, sem nefnist Wurm-jökulskeiðið, stóð í um 60 þúsund ár og endaði fyrir rúmum 10 þúsund árum. Ómögulegt er að gera tæmandi grein fyrir allri dýrafánu þessara jökulskeiða og verður þess í stað fjallað lauslega um þau dýr s...
Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?
Um 8.000 tegundir maura innan ættarinnar Formicidae hafa fundist á jörðinni. Maurar lifa um heim allan en langflestar tegundir eru í hitabeltinu, sérstaklega á regnskógasvæðunum. Allar maurategundir lifa í hópum eða nýlendum enda eru maurar svokölluð félagsskordýr. Samfélög þeirra eru vel skipulögð með skýrri verk...