Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 415 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver var Sophus Lie og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Niðurstaða óformlegrar og óvísindalegrar könnunar, sem höfundur þessa svars framkvæmdi á gagnabanka Ameríska stærðfræðafélagsins, er að Norðmaðurinn Sophus Lie (1842-1899) sé áhrifamesti stærðfræðingur sem uppi hefur verið. Gagnabankinn geymir upplýsingar um öll rannsóknarrit í stærðfræði sem komið hafa út á alþjó...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjir tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni?

Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og henni lauk 11. nóvember 1918. Evrópa var meginvettvangur hernaðarátakanna en einnig var barist í Miðausturlöndum, Afríku, Austur-Asíu og á höfum úti. Tiltölulega fá ríki báru hitann og þungann af átökunum. (Sjá svar sama höfundar við spurningunni Hversu margir dóu í hei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig fara lífverur að því að ná stjórn á öðrum lífverum?

Besta dæmið um lífveru sem nær stjórn á dýrum er vitanlega maðurinn. Við höfum margar leiðir til að temja dýr og stjórna þeim. En þess utan eru fá dæmi þekkt um lífverur sem ná stjórn á og breyta hegðan dýra. Eitt athyglisverðasta dæmið um þess konar lífveru er sveppurinn Entomophthora muscae. Sveppurinn hefur ver...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju hefur enginn stigið fæti á tunglið í hálfa öld?

Fjölmargir hafa sent Vísindavefnum spurningar um það af hverju svo langt er um liðið síðan menn fóru síðast til tunglsins. Á meðal spurninga sem þessu tengjast eru: Hversu oft hafa menn farið til tunglsins? Ef bara einu sinni 1969, af hverju hafa menn ekki farið aftur? Af hverju hefur enginn stigið á tunglið ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup? Var hann Englendingur eða norskur? Lengst af hafa biskupar á Íslandi verið íslenskir menn. Þetta er í raun og veru langt frá því að vera sjálfsagt. Kaþólska miðaldakirkjan var alþjóðleg stofnun. Þrátt fyrir biskupskjör í e...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?

Berlínarmúrinn var reistur af kommúnistastjórninni í Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi) í ágúst 1961 sem „varnarveggur gegn fasisma“. Hann féll nóttina 9. til 10. nóvember 1989 eftir að hafa skilið að fjölskyldur, vini og nágranna í Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. Á meðan múrinn stóð kostaði það að minns...

category-iconSálfræði

Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?

Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er?

Hreyfing eldflauga er í eðli sínu allt önnur en flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugin breytir ferð sinni og stefnu með því að senda frá sér efni ("eldsneyti") með miklum hraða. Þetta efni verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Hraðabreyting eða hröðun eldflaugarinna...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins?

Hægt er að nota nokkrar aðferðir til að leita að reikistjörnum utan sólkerfis okkar. Slík leit er afar flókin vegna þess hve erfitt er að greina reikistjörnurnar úr mikilli fjarlægð. Ólíkt sólstjörnum, sem geisla frá sér orku sem losnar við kjarnasamruna, senda reikistjörnur ekki frá sér eigið ljós heldur endurva...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru litir?

Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig er þróun sólstjarna háttað?

Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...

category-iconTrúarbrögð

Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?

Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þes...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega réttlætanlegt að eyða 190.000 kr. í iPhone 5?

Þessi spurning snýst bæði um siðferðislega og efnahagslega þætti en stjórnmál ganga einmitt út á samspil þeirra. Stjórnmál fjalla að miklu leyti um samband okkar við aðra og það kerfi sem stýrir þeim samskiptum. Hins vegar er hér verið að spyrja um hvort ákvörðun einstaklings um kaup á tiltekinni vöru séu réttmæt....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

Fleiri niðurstöður