Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 415 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Henri Poincaré og framlag hans til stærðfræðinnar?

Henri Poincaré (1854-1912) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og vísindaheimspekingur. Hann kom víða við á ævi sinni, og er meðal annars minnst fyrir vinnu sína við afleiðujöfnur, stjarnfræði, afstæðiskenninguna, og grannfræði. Best þekkta verk Poincaré er sennilega Poincaré-tilgátan í grannfræði, sem stó...

category-iconStærðfræði

Hvað er evklíðsk rúmfræði?

Mannfólkið hefur haft þörf fyrir stærðfræði frá því fyrstu skipulögðu samfélögin tóku að myndast. Hve miklar eignir á einstaklingur? Hversu mikinn skatt á hann að greiða? Slíkar spurningar fela í sér reikning. Hversu stór er landareign? Hvernig skal skipuleggja gatnakerfi borgar? Hvernig skal hanna byggingu? En ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Ibn Sina, öðru nafni Avicenna?

Ibn Sina (Abu Ali al-Husayn ibn Abd Allah ibn Sina), betur þekktur sem Avicenna á Vesturlöndum, var persneskur heimspekingur og fjölfræðingur. Hann fæddist um 980 e.Kr. í þorpinu Afshana nálægt borginni Bukhara sem í dag tilheyrir Úsbekistan.[1] Avicenna er talinn vera einn áhrifamesti heimspekingur Mið-Austurland...

category-iconHeimspeki

Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í sögunni?

Hugtökin einhyggja og tvíhyggja hafa verið notuð til að flokka heimspekilegar kenningar. Þær sem gera ráð fyrir að veruleikinn sé tvískiptur með einhverjum afgerandi hætti, þannig að um hina tvo hluta hans gildi gerólík lögmál, eru kenndar við tvíhyggju og þær sem hafna slíkri tvískiptingu eru einhyggjukenningar. ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór?

Stutta svarið er að þetta vitum við ekki til hlítar þó að við getum sagt ýmislegt um það. Kannski munum við aldrei geta skorið endanlega úr því hvort alheimurinn er endanlegur, óendanlegur eða endalaus. ------- Stærð og endimörk alheimsins hafa lengi vafist fyrir manninum. Það er þó ekki fyrr en á síðustu ár...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er þriðja stigs jafna leyst án þess að nota tölvu?

Þeir sem hafa lært einhverja stærðfræði í framhaldsskóla muna örugglega eftir því að hafa lært að leysa jöfnur af gerðinni a x2 + b x + c = 0, þar sem tölurnar a, b og c eru einhverjar rauntölur sem eru kallaðar stuðlar jöfnunnar. Jöfnur af þessu tagi eru annars stigs jöfnur, nefndar eftir hæsta veldinu á óþekktu ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er skammtabiti og hvernig er hann búinn til?

Í svari við spurningunni Hvernig er hugsanlegt að byggja tölvur á skammtafræðilegum vinnsluaðferðum? er ágæt umræða um innri gerð tölva og hugmyndina um bitann, einingu sem getur tekið tvö gildi 0 eða 1 og liggur til grundvallar öllum hefðbundnum reikningum. Þar er líka rætt um skammtabitann sem er þeirrar náttúru...

category-iconNæringarfræði

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að sanna stærðfræðilega að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?

Áður hefur verið fjallað um þetta efni í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4? Þar var stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á náttúrulegu tölunum $1$, $2$, $3$, og svo framvegis: Segjum að við höfum tvö söfn af hlutum og að við getum parað hlutina úr fyrra safninu sa...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er svarthol?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...

category-iconHeimspeki

Hver er erfiðasta spurningin í heiminum?

Ég geri ráð fyrir að þú sért að velta fyrir þér hvaða einstök spurning af öllum þeim, sem menn hafa raunverulega glímt við, sé erfiðust (hvað sem það nú þýðir!). En það má líka hugleiða almennt og heimspekilega, hvaða spurning er eða gæti verið erfiðust. Fyrst skulum við snúa okkur að því, hvaða spurningar hafa...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóðar annað lögmál Newtons?

Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Annað lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu á han...

category-iconBókmenntir og listir

Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta?

Hér er spyrjandi að vitna til teikningar ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) sem er að finna í skissubók hans. Hugmyndina að teikningunni er að finna í riti rómverska húsameistarans Vitrúvíusar (1. öld fyrir Krist) De architecture eða Um byggingarlistina. Í þriðju bók ritsins segir að e...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er og hvernig verkar dulkóðun?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað er og hvernig verkar dulkóðun (public-key-encryption)? (Davíð) Hvað getið þið sagt mér um dulkóðun? (Kristjana) Dulritun (dulkóðun, e. encryption) felst í stuttu máli í því að umrita tiltekin skilaboð þannig að óviðkomandi geti alls ekki komist að innihaldi þeirr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt reglu Rolles og meðalgildissetninguna?

Regla Rolles og meðalgildissetningin eru náskyldar, og sú fyrrnefnda er notuð við sönnun þeirrar seinni. Regla Rolles er kennd við franska stærðfræðinginn Michel Rolle (1652-1719; frb. 'roll' eins og í 'holl' og 'troll') en hann sannaði regluna árið 1691 með örsmæðareikningi. Á þessum tíma voru aðferðir í örsmæðar...

Fleiri niðurstöður