Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3687 svör fundust
Hvernig er tilraun Millikans framkvæmd?
Árið 1909 gerði bandaríski eðlisfræðingurinn Robert Andrews Millikan (1868-1953) tilraun í þeim tilgangi að ákvarða rafhleðslu rafeindar. Hann uppgötvaði um leið að sú hleðsla væri smæsta eining hleðslu, það er að segja að hleðslur væru skammtaðar. Það þýðir að sérhver rafhleðsla er heilt margfeldi af einingarhleð...
Hvað hét kona Sókratesar og hvað er vitað um hana?
Kona Sókratesar hét Xanþippa. Hún er einkum þekkt fyrir að vera skapmikil og erfið í sambúð. Xanþippa kemur meðal annars fyrir í samræðunni Fædoni eftir Platon (427 – 347 f.Kr.) sem var lærisveinn Sókratesar. Þar situr Xanþippa hjá manni sínum með son þeirra í kjöltunni í fangelsinu daginn sem dauðadómi hans skal ...
Varmi leitar upp, af hverju er þá kaldara eftir því sem ofar dregur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er vitað að heitt loft stígur upp og kalt loft leitar niður á við, hvernig stendur þá á því að það er kaldara uppi á fjöllum en niðri á láglendi? Loftþrýstingur fellur með hæð. Við að lyftast þenst loft út þegar þrýstingur fellur. Varmi þess dreifist þar með á meira r...
Hvenær fór Jón Árnason að safna þjóðsögum?
Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari segir frá því í endurminningum sínum að hann hafi snemma haft áhuga á að heyra sögur og enginn sem gisti á Hofi, æskuheimili hans, slapp við að segja honum þær, jafnvel þó að drengurinn yrði svo lafhræddur að hann varð að biðja móður sína að halda utan um sig í rúminu. ...
Hver er uppruni karlkynsnafnorðsins stallari, og hvar kennir þess stað nú til dags?
Orðið stallari er notað þegar í fornu máli. Átt var við einn af tignustu hirðmönnum konungs sem hafði meðal annars það hlutverk að tilkynna boðskap konungsins. Stallarinn var fulltrúi konungs gagnvart þjóðinni og sá um vígbúnað hans og manna hans. Orðið er talið tökuorð úr fornensku steallare sem aftur er fengið ú...
Ef aðili leigir húsnæði og er með þinglýstan húsaleigusamning, getur nýr eigandi húsnæðis hækkað leiguna óforvarandis?
Stutt svar við þessari spurningu er einfaldlega nei! Lengra svarið er þetta: Á Íslandi eru í gildi húsaleigulög nr. 36/1994 (hll.) og um framsal leiguréttar við sölu leiguhúsnæðis er kveðið á í 42. gr. þeirra laga, en 1.-4. mgr. 42. gr. hljóðar svo:Sala leiguhúsnæðis er ekki háð samþykki leigjanda. Leigusala er...
Hvers vegna brakar í háspennulínum?
Háspennulínur gegna mikilvægu hlutverki í nútíma þjóðfélagi. Þær flytja raforku á hárri spennu eftir grönnum leiðurum milli landshluta. Bilið á milli leiðaranna er mun meira en þverskurðarflatarmál leiðarans. Utan um leiðarann er rafsvið og því hærri sem spennan á leiðaranum er því sterkara er rafsviðið. Þegar ákv...
Hver var Sir Isaac Newton?
Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar. Ísak fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans var þá látinn. Móðir hans giftist aftur nokkrum árum síðar, manni að nafni Barna...
Hvað er pósitífismi?
Auguste Comte (1798-1857) kynnti grundvallarstef pósitífismans til sögunnar snemma á nítjándu öld í ritgerðum á borð við „Considérations philosophiques sur la science et les savants“ (1825) og skilgreindi og útfærði ítarlega í Cours de philosophie positive sem kom út í sex bindum á árunum 1830-1842 og Système de p...
Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...
Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?
Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framk...
Hvað er Turing-próf? - Myndband
Alan Turing (1912-1954) er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði Hann hafði mikinn áhuga á spurningunni hvort tölvur gætu hugsað. Ólíkt mörgum öðrum sem rökræddu málið fram og til baka án niðurstöðu hannaði Turing próf sem ætti að geta svarað spurningunni afdráttarlaust. Prófið felst ...
Af hverju er þyngdaraflið öðruvísi á öðrum hnöttum?
Þyngdarkraftur annarra hnatta er í raun ekki öðruvísi en jarðarinnar, heldur einungis mismikill. Þyngdarkraftur stjórnast af tveimur þáttum, það er hversu mikill massi upphaflega hlutarins, í þessu tilfelli plánetanna, er og hversu langt það sem þyngdarkrafturinn verkar á er frá miðju hans. Þyngdarkrafturinn á ...
Hvað er tilvistarstefna?
Stundum er sagt að tilvistarstefna, eða existensíalismi, leggi ofuráherslu á einstaklinginn en það er ofsögum sagt. Ef eitthvert íslenskt orðtak eða málsháttur ætti að vera slagorð tilvistarstefnunnar þá væri það að ,,hver sé sinnar gæfu smiður''. Tilvistarstefnan varð áhrifamikil heimspekistefna upp úr heimst...
Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?
Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 1...