Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Turing-próf? - Myndband

Hjálmtýr Hafsteinsson

Alan Turing (1912-1954) er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði Hann hafði mikinn áhuga á spurningunni hvort tölvur gætu hugsað. Ólíkt mörgum öðrum sem rökræddu málið fram og til baka án niðurstöðu hannaði Turing próf sem ætti að geta svarað spurningunni afdráttarlaust. Prófið felst í því að athuga hvort tölva geti líkt nógu vel eftir manneskju til þess að blekkja mannlegan notanda. Í prófinu, sem nú er kallað Turing-prófið, situr mannlegur notandi við samskiptatæki sem er tengt við tvö lokuð herbergi. Í öðru herberginu situr manneskja, en í hinu er tölva. Notandinn getur spurt báða keppendurna spurninga með því að slá þær inn í samskiptatækið. Keppendurnir svara spurningunum á sama hátt og reyna að sannfæra notandann um að þeir séu manneskjan. Eftir einhvern tiltekinn tíma á notandinn síðan að segja til um það í hvoru herberginu er tölva og hvort inniheldur manneskju.

Hægt er að lesa meira um Alan Turing og Turing-prófið í svari Hjálmtýs Hafsteinssonar við spurningunni Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo.

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.11.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er Turing-próf? - Myndband.“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66285.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2013, 15. nóvember). Hvað er Turing-próf? - Myndband. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66285

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er Turing-próf? - Myndband.“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66285>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Turing-próf? - Myndband
Alan Turing (1912-1954) er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði Hann hafði mikinn áhuga á spurningunni hvort tölvur gætu hugsað. Ólíkt mörgum öðrum sem rökræddu málið fram og til baka án niðurstöðu hannaði Turing próf sem ætti að geta svarað spurningunni afdráttarlaust. Prófið felst í því að athuga hvort tölva geti líkt nógu vel eftir manneskju til þess að blekkja mannlegan notanda. Í prófinu, sem nú er kallað Turing-prófið, situr mannlegur notandi við samskiptatæki sem er tengt við tvö lokuð herbergi. Í öðru herberginu situr manneskja, en í hinu er tölva. Notandinn getur spurt báða keppendurna spurninga með því að slá þær inn í samskiptatækið. Keppendurnir svara spurningunum á sama hátt og reyna að sannfæra notandann um að þeir séu manneskjan. Eftir einhvern tiltekinn tíma á notandinn síðan að segja til um það í hvoru herberginu er tölva og hvort inniheldur manneskju.

Hægt er að lesa meira um Alan Turing og Turing-prófið í svari Hjálmtýs Hafsteinssonar við spurningunni Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo.

...