Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7588 svör fundust
Hvað er erfðamengun?
Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...
Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?
Í dag eru engir bandormar landlægir í fólki á Íslandi, hvorki fullorðnir ormar né lirfustig þeirra sem kallast sullir. Fái menn í sig bandorm drepst hann fyrr eða síðar eins og allar aðrar lífverur og þá gengur hann niður með hægðum. Það fer eftir stærð bandormanna hvort menn verða þessa varir en þegar margra ...
Hvernig er dýralíf í Rússlandi?
Það er hægara sagt en gert að gera almennilega grein fyrir hinu fjölskrúðuga dýralífi sem finnst innan landamæra Rússlands, enda er það stærsta land í heimi. Innan landamæra þess má finna flest helstu þurrlendisvistkerfi jarðar, allt frá túndrum til steppa og laufskóga. Nyrst í landinu eru mikil túndrusvæði. Þar f...
Hvernig er hægt að leggja saman kvaðratrætur og draga þær hvora frá annarri?
Upphaflega spurningin var sem hér segir: Hvernig leggur maður saman rætur (til dæmis $\sqrt{52}+\sqrt{32}$) og hvernig dregur maður þær frá hvor annarri (til dæmis $\sqrt{21} - \sqrt{7}$)? Kvaðratrótum af heilum tölum má skipta í tvo flokka: Ef talan undir rótinni er ferningstala, sem er annað veldi heillar...
Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?
Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...
Hvaða rökvilla nefnist alhæfing?
Stysta svarið, sem hægt er að gefa við þessari spurningu, styðst við þónokkur íðorð eða tæknileg heiti, sem kalla aftur á nánari útskýringar. En byrjum á stutta svarinu: Alhæfing er rökvilla sem notar tilleiðslu til að álykta um hið almenna út frá hinu einstaka. Rökvilla er röksemdafærsla sem kann að vir...
Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?
Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tungl...
Hvers vegna eru pandabirnir svona latir?
Nýlega birtist á vefsíðunni News from Science skýring á því hvers vegna pandabirnir (risapöndur) eru svo latir sem raun ber vitni – þeir nenna varla að eðla sig, hvað þá annað. Skýringin reynist vera sú, að enda þótt þeir nærist helst eingöngu á bambuslaufi eru meltingarfæri þeirra illa til þess hæf að melta laufi...
Hvað getið þið sagt mér um guldoppótta eðlu (e. spotted yellow lizard)?
Guldoppótta eðlan (e. yellow spotted night lizard), eins og spyrjandi kýs að kalla hana á íslensku, hefur fræðiheitið Lepidophyma flavimaculatum og finnst þéttum regnskógum í Mið-Ameríku,frá Panama norður til Mexíkó. Þetta er smávaxnar eðlur sem verða ekki meira en tæpir 13 cm á lengd. Þær eru svartar að lit ...
Hvernig myndast íshellar?
Íshellar geta myndast þar sem jökulvatn rennur undan jökulsporði í vatnsmiklum rásum. Á meginjöklinum hripar leysingarvatn í ótal taumum niður á botn en safnast þar í fáa farvegi. Núningsvarminn í vatnsrásunum bræðir stöðugt ísveggina og við það stækka hvelfingar. Ísfargið á þunnum sporðinum nær ekki að pressa sa...
Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?
Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310...
Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?
Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu: Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og ós...
Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og ungling...
Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?
Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...
Hvernig hefur þróun hrognkelsa verið undanfarin ár?
Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) hafa verið veidd hér við land í áraraðir, bæði grásleppa, sem er hrygnan, og rauðmaginn, sem er hængurinn. Fiskurinn er veiddur í net þegar hann gengur upp á grunnsævið til hrygningar. Hrygning fer fram á grýttum og þanggrónum botni á 0-40 metra dýpi. Venjulega koma fyrstu hrygnurna...