Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 667 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvað er kjörþögli?

Upphaflega var spurningin svona: Getið þið frætt mig um hugtakið kjörþögli eða það að vera kjörþögull, hvert er enska orðið? Kjörþögli (e. selective mutism) er kvíðaröskun sem einkennist af því að barn sem kann að tala gerir það ekki við ákveðnar félagslegar aðstæður. Oftast lýsir kjörþögli sér þannig að barn se...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu og eru til einhverjar tölur um hversu oft það gerist?

Því miður tókst ekki að hafa upp á tölum um hversu algengt það er að konur hafi hægðir í fæðingu. En það er býsna algengt að konur missi svolítið þvag eða hægðir á öðru stigi fæðingar þegar rembingshríðir þrýsta barninu út um leggöngin, enda þrýstingurinn mjög mikill. Konur fá reyndar yfirleitt endaþarmsstíl í...

category-iconSálfræði

Hvers vegna sofum við?

Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson. Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Pétursdóttir rannsakað?

Guðrún Pétursdóttir er forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir og dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ). Sem ungur lífeðlisfræðingur tók Guðrún þátt í rannsóknum sem var ætlað að varpa ljósi á þátt erfða og umhverfis í h...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um rússnesku byltinguna 1917 og hvernig hún byrjaði?

Byltingin í Rússlandi 1917 er einn af afdrifaríkustu atburðum 20. aldar og hún hafði mótandi áhrif á stjórnmál um allan heim. Hægt er að skilgreina byltinguna sem keðju uppreisna í Rússlandi sem leiddu fyrst til þess að einræðisstjórn Rússakeisara var hrundið en síðan til valdatöku ráða (sovéta) undir stjórn bolsé...

category-iconLæknisfræði

Eru rafrettur hættulegar?

Hér er einnig svarað spurningunni:Ef þú reykir rafsígarettu sem er ekki með nikótíni hefur það einhver skaðleg áhrif á líkamann? Hvaða efni eru í vökvanum í rafsígarettum? Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér hvort rafrettur séu skaðlegar. Rafretturnar eru hins vegar það nýjar á markaðnum að ekki er komin n...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það?

Heftarinn á sér langa sögu. Um 1200 byrjuðu menn að festa saman pappír með því að gera göt vinstra megin á pappírinn og festa þau saman með borða. Nær 600 ár liðu án mikilla framfara. Fyrsta heftivélin sem sögur fara af á að hafa verið gerð á fyrri hluta 18. aldar fyrir Lúðvík XV. Frakklandskonung, en í þeirri hef...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru tsetse-flugur og hvað merkir orðið tsetse á máli innfæddra?

Nafnið tsetse er dregið af hljóðinu sem flugurnar gefa frá sér þegar þær fljúga. Nafnið sjálft þýðir "fluga” á Tsvana, tungumáli landsins Botsvana sem áður nefndist Bechuanaland. Flugan er afrísk. Bit hennar er mjög eitrað og jafnvel banvænt hrossum og nautgripum. Hún sýgur blóð og flytur þannig á milli dýra s...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?

Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina ríkti mikil verðbólga í Þýskalandi og Þjóðverjar höfðu það ekki gott. Adolf Hitler kom og lofaði þeim von um betra líf. Fólkið byrjaði að kjósa Nasistaflokkinn og fljótlega réð flokkurinn flestu í landinu. Adolf Hitler byrjaði að reyna að koma Gyðingunum úr Þýskalandi og öðrum lö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?

Flest, ef ekki öll, spendýr sýna hryggð og gefa frá sér hljóð sem hugsanlega er hægt að túlka sem grát. Engin dýrategund grætur þó á sama hátt og maðurinn. Rannsóknir á atferli apa, meðal annars rannsóknir hins fræga prímatafræðings, Jane Goddall, hafa sýnt fram á að ungir simpansar gefa frá sér einhvers konar...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan kemur nafnið Istanbúl og hvað þýðir það?

Istanbúl er stærsta borg Tyrklands og var áður höfuðborg landsins. Nú er Ankara höfuðborgin. Borgin hét fyrst Býsans en það er hugsanlega dregið af nafni Býsas sem var leiðtogi Grikkja frá Megöru og átti samkvæmt fornum sögnum að hafa stofnað borgina um 657 f. Kr. Frá árinu 330 e. Kr. til 1930 nefndist borgin ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju deyja börn vöggudauða?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hverjar eru helstu orsakir vöggudauða?Hvernig má koma í veg fyrir vöggudauða? Vöggudauði hefur verið skilgreindur sem skyndilegur, óvæntur og óútskýranlegur dauði heilbrigðs ungbarns á fyrsta ári, oftast við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Tíðni vöggudauða á Íslandi er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hagar njálgur sér í mönnum?

Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Hægt er að lesa meira um smittíðni hér á landi í svari Karls Skírnissonar við spurningunn...

category-iconHugvísindi

Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé le...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum?

Til þess að svara þessari spurningu þyrfti að gera nýrri, stærri og yfirgripsmeiri rannsóknir á Íslandi. Þær rannsóknir sem til eru benda þó til þess að Ísland skeri sig ekki á neinn hátt frá nágrannalöndunum. Tíðnin virðist vera sú sama hér og annarsstaðar og það virðist vera álíka erfitt að koma í veg fyrir eine...

Fleiri niðurstöður