Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru tsetse-flugur og hvað merkir orðið tsetse á máli innfæddra?

Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Nafnið tsetse er dregið af hljóðinu sem flugurnar gefa frá sér þegar þær fljúga. Nafnið sjálft þýðir "fluga” á Tsvana, tungumáli landsins Botsvana sem áður nefndist Bechuanaland.

Flugan er afrísk. Bit hennar er mjög eitrað og jafnvel banvænt hrossum og nautgripum. Hún sýgur blóð og flytur þannig á milli dýra sjúkdóm sem heitir svefnsýki (e. sleeping sickness).



Svefnsýki er alvarlegur sjúkdómur, mjög útbreiddur á hitabeltissvæði Afríku. Áberandi einkenni sjúkdómsins eru hiti, langvarandi svefndá, svefndrungi, skjálfti og þyngdartap. Það sem veldur þessum sjúkdómi eru sníkjusvipungar af ættbálkinum Trypanosoma sem lifa í blóði og vessum hryggleysingja og hryggdýra.

Tsetse-flugan ræðst yfirleitt á dökkan flöt til að sjúga blóð. Til dæmis er hvíti hlutinn á sebrahestum oftast viðkvæmari fyrir bitum tsetseflugunnar. Sumir fræðimenn telja þannig að hvítu rendurnar hafi þróast til að verjast ásókn þessara skæðu flugna.

Kvenkyns tsetse-flugur nota óvenjulega aðferð við að fjölga sér. Þessi aðferð felur í sér varðveislu hvers eggs sem þróast fram á þriðja lirfustig áður en flugan verpir egginu.

Stærð flugunnar er frá 6 til 14 mm og hún er kröftuglega byggð. Þær eru gulbrúnar að lit. Afturbolurinn er einlitur eða röndóttur, fer eftir tegundum. Tveir aðgreinandi hlutir sem eru sýnilegir mannsauganu er útstandandi neftota og óvenjulegt hvasst hólf lagað eftir æðamynstrinu í vængjunum.

Meginhýslar þessara flugna eru skriðdýr, sérstaklega eðlur og krókódílar. Þær bíta einnig hófdýr.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir:

www.dictionary.com

www.roberth.u-net.com

www.m-w.com

Höfundur

unga fólkið svarar 2002

Útgáfudagur

3.4.2002

Spyrjandi

Iðunn Garðarsdóttir

Tilvísun

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Hvað eru tsetse-flugur og hvað merkir orðið tsetse á máli innfæddra?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2259.

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. (2002, 3. apríl). Hvað eru tsetse-flugur og hvað merkir orðið tsetse á máli innfæddra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2259

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Hvað eru tsetse-flugur og hvað merkir orðið tsetse á máli innfæddra?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2259>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru tsetse-flugur og hvað merkir orðið tsetse á máli innfæddra?
Nafnið tsetse er dregið af hljóðinu sem flugurnar gefa frá sér þegar þær fljúga. Nafnið sjálft þýðir "fluga” á Tsvana, tungumáli landsins Botsvana sem áður nefndist Bechuanaland.

Flugan er afrísk. Bit hennar er mjög eitrað og jafnvel banvænt hrossum og nautgripum. Hún sýgur blóð og flytur þannig á milli dýra sjúkdóm sem heitir svefnsýki (e. sleeping sickness).



Svefnsýki er alvarlegur sjúkdómur, mjög útbreiddur á hitabeltissvæði Afríku. Áberandi einkenni sjúkdómsins eru hiti, langvarandi svefndá, svefndrungi, skjálfti og þyngdartap. Það sem veldur þessum sjúkdómi eru sníkjusvipungar af ættbálkinum Trypanosoma sem lifa í blóði og vessum hryggleysingja og hryggdýra.

Tsetse-flugan ræðst yfirleitt á dökkan flöt til að sjúga blóð. Til dæmis er hvíti hlutinn á sebrahestum oftast viðkvæmari fyrir bitum tsetseflugunnar. Sumir fræðimenn telja þannig að hvítu rendurnar hafi þróast til að verjast ásókn þessara skæðu flugna.

Kvenkyns tsetse-flugur nota óvenjulega aðferð við að fjölga sér. Þessi aðferð felur í sér varðveislu hvers eggs sem þróast fram á þriðja lirfustig áður en flugan verpir egginu.

Stærð flugunnar er frá 6 til 14 mm og hún er kröftuglega byggð. Þær eru gulbrúnar að lit. Afturbolurinn er einlitur eða röndóttur, fer eftir tegundum. Tveir aðgreinandi hlutir sem eru sýnilegir mannsauganu er útstandandi neftota og óvenjulegt hvasst hólf lagað eftir æðamynstrinu í vængjunum.

Meginhýslar þessara flugna eru skriðdýr, sérstaklega eðlur og krókódílar. Þær bíta einnig hófdýr.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir:

www.dictionary.com

www.roberth.u-net.com

www.m-w.com...