Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 488 svör fundust
Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Þessi ráðstöfun léttir pyngju húseiganda og gerir íbúum hússins mengunina þungbærari með óþægilegum hita. Hugmyndin um að varna innstreymi útilofts í hýbýli okkar með hitun innilofts byggir á þeirri röngu forsendu að hús okkar verði sem næst loftþétt þegar við höfum l...
Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi?
Um flæði CO2 úr lofti og í sjó er fjallað almennt í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og sérstaklega er fjallað um flæðið við Ísland í svari við spurningunni Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland? Við bendum lesendum á að lesa þau svör ein...
Hvað getið þið sagt mér um geimfarið Rosetta?
Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og komst á braut um halastjörnuna þann 6. ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014. Það verður í f...
Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...
Til hvers voru menn sendir til tunglsins?
Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...
Skýrir snúningur jarðar það að aðdráttarafl jarðar er eða virðist minna við miðbaug þar sem miðflóttaaflið er mest?
Þyngdarkraftur frá jörð, til dæmis á pendúl, mælist yfirleitt minni við miðbaug en annars staðar á jörðinni. Til þess liggja tvær ástæður og áhrif þeirra leggjast saman. -- Önnur er sú að miðbaugur er lengra frá jarðarmiðju en aðrir staðir á yfirborði jarðar og þyngdarkrafturinn minnkar með vaxandi fjarlægð frá m...
Á hvern hátt er ammóníak hættulegt fyrir mann, fyrir utan óþolandi lyktina?
Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður, en þá er loftþrýstingur 105 Pa og hiti 25°C). Í sameind ammóníaks er ein köfnunarefnisfrumeind (N; einnig kallað nitur) og þrjár vetnisfrumeindir (H) og er hún táknuð með efnaformúlunni NH3. Ammóníak veldur óþægindum og árei...
Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?
Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. En þótt tilvera okkar markist í stóru og smáu af starfsháttum þessara skynfæra er hreint ekki einfalt mál að segja hvert eðli skynjunar er. Meðal þess sem veldur vanda er að skynfærin geta blekkt og því þarf ti...
Hver fann upp sjónaukann?
Uppfinning sjónaukans er eignuð Hollendingi, sem samkvæmt opinberum hollenskum skjölum bar nafnið Hans Lipperhey (1570-1619) og bjó hann lengst af í Middelburg, höfuðstað Zeelands. Vitað er að hann var aðfluttur frá borginni Wesel í Þýskalandi, sem liggur við ána Rín. Vatnaleiðin á milli þessara borga er um 250 k...
Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?
Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...
Hver fann upp vatnsklósettið? Hvenær og hvar var það?
Áður en við svörum þessu er vert að átta sig á því hver er megingaldurinn við þetta merka tæki sem hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar en mörg önnur. En megineinkenni nútíma salernisskálar er vatnslásinn sem í því er og kemur í veg fyrir að loft berist inn í herbergið frá skolpræsunum, og þar með bæði óþefu...
Af hverju hefur ekki verið farið til Júpíters?
Hér er einnig svarað spurningunni “Af hverju hefur ekki verið lent á Júpíter?” Nokkur geimför hafa heimsótt Júpíter. Ekkert þeirra hefur þó lent þar því Júpíter er gasrisi og hefur þess vegna ekkert fast yfirborð. Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Júpíter var Pioneer 10 árið 1973. Það var fyrsta geimfarið ...
Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er maður lengi að rotna eftir að hann er grafinn?Hvernig rotna menn, það er hvernig er rotnunarferlið?Af hverju rotna manna- og dýralíkamar eftir dauðann? Hvaðan koma rotverurnar (litlu hvítu ormarnir) sem éta lífverur eftir að þær deyja?Fræðin um niðurbrot líkama eftir dauð...
Hvernig geta fuglar flogið?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar. Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið...
Er til steinn sem flýtur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er hægt að nota vikur vegna varmaleiðni/einangrunar eiginleika hans? Hvað er vikursteinn, til dæmis úr Snæfellsjökli? Hvað er vikur? Hver er munurinn á vikri, gjalli, gjósku og ösku? Gosefnum er gjarnan skipt í þrennt, gosgufur eða reikul gosefni, laus gosefni eða gjósku og f...