Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2626 svör fundust
Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?
Vafist hefur fyrir mönnum hvar mörk hálendisins lægju. Hafa sumir viljað miða við tiltekna hæð yfir sjó (oftast 200, 300 eða 400 m y.s), aðrir við byggðarmörk og enn aðrir við svokallaða „hálendisbrún“ sem er glögg, há og brött, víða um land. Munur er ekki alls staðar mikill á þessum mismunandi mörkum. Hálendin...
Hvaða áhrif hefur það á lífríki Íslands að milljónir tonna af makríl koma hingað á sumrin?
Hinar miklu göngur makríls (Scomber scombrus) inn í lögsögu Íslands árin eftir aldamót hafa væntanlega ekki farið framhjá mörgum. Þegar dýrastofnar, svo sem fiskar, breyta göngum sínum og fara í vistkerfi sem þeir hafa ekki áður verið algengir í, má sterklega gera ráð fyrir að þeir valdi breytingum á vistkerfin...
Hve mikið hækkar sjávarstaða við suðausturströnd Íslands á næstu 20 árum við bráðnun jökla á jörðinni?
Jöklar rýrna nú um allan heim vegna hlýnandi veðurfars. Leysingavatn rennur því í auknum mæli til hafs og vatnsmagn þess eykst. Auk þess vex rúmmál hafsins vegna þess að sjórinn þenst út þegar hann hlýnar. Hvorttveggja veldur því að sjávarborð rís. Í næsta nágrenni jöklanna ræðst sjávarstaðan hins vegar af samanlö...
Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?
Það er Bandaríkjakonan Ruth Handler sem á heiðurinn af Barbie, einni mest seldu dúkku heims. Fyrsta eintak dúkkunnar kom á markaðinn þann 9. mars árið 1959 á hinni bandarísku árlegu “Toy Fair” vörusýningu. Barbie er því farin að nálgast fimmtugt. Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar vildi heldur ...
Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði?
Örlaganornirnar þrjár, eða skapanornirnar, heita Urður, Verðandi og Skuld. Urður er norn fortíðar og elst af þeim öllum. Nafn hennar merkir "það sem orðið er". Verðandi, "hin líðandi stund", er norn nútímans og Skuld, "það sem skal gerast" (samstofna sögninni "að skulu"), er norn framtíðar. Samkvæmt norrænn...
Hver var fyrsta leikjatölvan?
Fyrsta leikjatölvan var Magnavox Odyssey sem hönnuð var af Ralph Baer. Árið 1951 fékk Baer þá hugmynd að áhugavert væri að búa til einhvers konar gagnvirkt sjónvarp sem nota mætti til leikja. Hann hafði þó ekki tækifæri til að búa til nokkuð slíkt fyrr en allmörgum árum seinna. 1966 fékk Baer loksins fjármagn ...
Hver byggði Eiffelturninn, hvers vegna var hann byggður og hvenær?
Eiffelturninn er eitt þekktasta tákn Parísarborgar og hefur verið sóttur heim af yfir 200 milljón manns. Forsaga turnsins er að halda átti heimssýningu í París árið 1889 í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá frönsku byltingunni, en byltingin gjörbreytti á sínum tíma stjórnkerfi Frakklands. Haldin var samke...
Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum?
Þegar þetta er skrifað eru 208 landslið karla á skrá hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA). Þar af eru 46 í undirsambandi FIFA í Asíu, 53 í Afríku, 10 í Suður-Ameríku, 11 í Eyjaálfu, 53 í Evrópu, og í Norður-Ameríku, Mið-Ameríku, og Karíbahafinu eru samtals 40 landslið á skrá. Fimm þeirra síðastnefndu tilheyra þ...
Getið þið sagt mér sögu Titanic?
Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...
Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?
Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins. Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi. Svissneski fáninn á rætur að...
Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?
Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum, fyrsti kvenforseti Evrópu og sú kona sem lengst hefur setið á forsetastóli. Hún var þó ekki fyrsti kvenforsetinn heldur fellur sá titill líklega í skaut annað hvor...
Hverjar eru fimm helstu borgir Frakklands?
Hér er gert ráð fyrir að þegar spurt er um helstu borgir sé átt við fjölmennustu borgir Frakklands. Höfuðborgin París er fjölmennasta borg Frakklands. Í borginni sjálfri búa tæplega 2,2 milljónir manna. Á Stór-Parísarsvæðinu, það er í París og nágrannasveitarfélögum, búa hins vegar næstum 12 milljónir og er þa...
Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?
Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...
Stefnir í að afgangur af ríkisfjármálum á þessu ári verði meiri en allur uppsafnaður halli frá 2009-2013?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?
Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Árin 1996-1998 var hann stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, kenndi þar einnig og stundaði rannsóknir að loknu doktorsprófi árin 2003-2007. Árið 2013 varð Guðni lektor í sagnfræði við háskólann, síðar dósent og loks prófessor uns hann tók við embætti forseta Ísla...