Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1356 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um flæmingja?

Flamingóar eða flæmingjar (Phoenicopteridae) eru hvítir að grunninum til en vegna bleikra, og allt að því skærrauðra, reita á vængjum, fótum og nefi er yfirbragð þeirra bleikt. Langur háls og háir fætur gera þá tignarlega á að líta. Ævintýralegt er að sjá stóra hópa þessara glæsilegu fugla á flugi. Rauðflæming...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?

Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinnsvo ku...

category-iconLögfræði

Hver er annars vegar munurinn á varðhaldi og gæsluvarðhaldi og hins vegar varðhaldi og fangelsi?

Í almennri umræðu er ekki alltaf gerður sami greinarmunur á hugtökunum varðhaldi og gæsluvarðhaldi og í lögfræðilegri umfjöllun. Þar má nefna að stundum er talað um að menn séu í varðhaldi þegar þeir eru í haldi lögreglu eftir handtöku og þá er varðhald oft notað jöfnum höndum yfir hugtakið gæsluvarðhald. Hugt...

category-iconNæringarfræði

Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?

Ekki er hægt að svara þessari spurningu með því að benda á einhvern tiltekinn einstakling og segja að hann hafi óumdeilanlega verið fyrstur allra til að borða ís. Svarið fer líka eftir því hvernig við skilgreinum orðið ís. Flestir nota orðið um frystan mat úr mjólkurvörum (eða jurtafeiti) með sykri og bragðefnum í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er skata í útrýmingarhættu?

Í heild er spurningin svona:Góðan dag. Langar að vita hvort skatan sé í útrýmingarhættu. Við erum að vinna ERASMUS+ verkefni í Hraunvallaskóla með skólum um víða Evrópu og þurfum að finna dýr sem er í útrýmingarhættu á eða við Ísland. Höfum séð á Netinu - en kannski ekki á öruggum síðum. Því spyrjum við, stemmir þ...

category-iconLögfræði

Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp?

Upprunalega spurningin var: COVID-19. Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp? Beiting sóttkvíar sem varnarúrræði gegn dreifingu smitsjúkdóma er ekki ný af n...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?

Úti í heimi finnast nokkrar tegundir svokallaðra eldmaura. Í Evrópu finnst tegundin Myrmica rubra og er hún stundum nefnd evrópskir eldmaurar (e. European fireants eða Common red ants). Útbreiðsla tegundarinnar er aðallega á norðlægum svæðum í Evrópu og austur eftir Asíu[1] en hún hefur dreifst víðar um jörðina me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta kanínur orðið gamlar?

Kanínur eru spendýr og tilheyra flokki sem nefnist á fræðimáli Lagomorpha og ættinni Leporidae. Innan þeirrar ættar eru einnig hérar. Í reynd tiheyra kanínur nokkrum ættkvíslum og eru tegundir innan ættkvíslanna Oryctolagus og Sylvilagus. Sú tegund sem við þekkjum best er evrópska tegundin Oryctolagus cuniculu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig líta eyruglur út?

Eyruglur (Asio otus) lifa á norðlægum svæðum í Evrópu og Rússland og allt austur til Japan. Hún finnst einnig á tempruðum svæðum Norður-Ameríku. Í Norður og Austur-Afríku eru til staðbundnir stofnar. Í sumar (árið 2003) var í fyrsta sinn staðfest varp eyruglu hér á landi, nánar tiltekið í Þrastaskógi í Grímsnes...

category-iconHugvísindi

Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?

Svarið er einfalt nei; það gerðu þeir ekki. Tóbakið er planta sem óx upphaflega aðeins í Ameríku. Það var því óþekkt í Evrópu þar til eftir landafundina miklu í lok 15. aldar og í byrjun þeirrar sextándu (Kólumbus „fann“ fyrstu eyjarnar við Ameríku árið 1492). Svona er þetta líka með margar aðrar vörur úr jurta...

category-iconVísindi almennt

Fyrir hvað stendur FIFA? Hvenær og hvar var það stofnað?

FIFA stendur fyrir Fédération Internationale de Football Association en á íslensku kallast það Alþjóða knattspyrnusambandið. Það var stofnað í París í Frakkland 21. maí 1904 og var fyrsti forseti þess Frakkinn Robert Guétin. FIFA hefur verið með höfuðstöðvar í Zürich í Sviss frá árinu 1932. Við stofnun FIFA vor...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd stara?

Íslensk þjóðtrú geymir líklegast ekkert um starann, enda nam hann ekki land fyrr en á 20. öld, en víðast hvar annarsstaðar í Evrópu er návist hans talin boða gleði og hamingju. Í Norður-Ameríku eru menn ekki eins ánægðir með tilvist hans. Stari (Sturnus vulgaris). Á Suðureyjum, norðvestur af Skotlandi, höfðu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um hagamýs?

Hagamúsin (Apodemus sylvaticus) er ein af sjö tegundum músa sem tilheyra ættkvíslinni Apodemus. Meðlimir þessarar ættkvíslar hafa aðlagast lífi á sléttum, engjum og skóglendi. Hagamúsin finnst um mest alla Evrópu, víða í Asíu og nyrst í Norður-Afríku. Heimkynni hennar ná hins vegar ekki langt norður í barrskógabel...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju hefur ekki verið farið til Júpíters?

Hér er einnig svarað spurningunni “Af hverju hefur ekki verið lent á Júpíter?” Nokkur geimför hafa heimsótt Júpíter. Ekkert þeirra hefur þó lent þar því Júpíter er gasrisi og hefur þess vegna ekkert fast yfirborð. Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Júpíter var Pioneer 10 árið 1973. Það var fyrsta geimfarið ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hundaæði?

Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn sem orsakast af veiru, lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra tala...

Fleiri niðurstöður