Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5995 svör fundust
Hvernig er kaldur/heitur samruni og er hægt að framkalla hann?
Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnisspr...
Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni?
Þessi spurning kann að virðast ankannaleg en í raun er hún alls ekki út í hött. Vísindamenn veltu því fyrir sér sem möguleika á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir miðja öldina að heimurinn kynni að vera þannig í laginu að ferðalög gætu orðið eins og spyrjandi lýsir. Þau mundu þá að vísu taka firnalangan tíma því a...
Hvað er líffærakerfi?
Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Í fjölfrumungum eru frumurnar sjaldnast stakar heldur raðast þær saman og mynda vefi. Í flestum dýrum, þar á meðal manninum, raðast ólíkir vefir saman og mynda líffæri. Mismunandi líffæri vinna svo saman sem ein heild og mynda líffærakerfi. Sum líffæri tilheyra fleiri en einu ...
Hvernig verkar hjartalínurit?
Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...
Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?
Haustfeti (Operophtera brumata) er fiðrildategund af ætt feta (Geometridae). Í Evrópu er útbreiðsla hans frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu norðan fjallgarðanna miklu til Japans. Auk þess er hann innfluttur til Nova Scotia í Kanada. Á Íslandi finnst hann um sunnanvert landið frá Borgar...
Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?
Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni. Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum lík...
Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?
Jólastjarnan (Euphorbia pulcherrima) er planta sem vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Hér er hún hins vegar ræktuð í gróðurhúsum í um 5 mánuði áður en hún fer að sjást í verslunum seint á haustin. Plönturnar eru ræktaðar af litlum græðlingum sem settir eru í potta í byrjun júlí...
Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?
Nokkrar kenningar eru uppi um þetta en líklegast er að fiskur hafi verið í ánni sem rann um dalinn áður en vatnið myndaðist við berghlaup eftir að ísöld lauk. Hann hafi þá lokast af í vatninu. Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal ,,þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla". Þessir hólar sem...
Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?
Bókstafurinn é var notaður í mörgum elstu handritum frá um 1200 og fram á 14. öld til þess að tákna lengd sérhljóðs. Bókstafurinn é fékk síðar framburðinn íe og síðar je og á 14. öld er farið að skrifa ie í stað é. Sú venja hélst ærið lengi. Eggert Ólafsson skrifaði stafsetningarreglur árið 1762 þar sem hann mælti...
Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?
Regla Pýþagórasar segir að í rétthyrndum þríhyrningi sé summan af lengd hvorrar skammhliðar um sig margfaldaðri með sjálfri sér jöfn lengd langhliðarinnar margfaldaðri með sjálfri sér. Tökum dæmi. Þríhyrningurinn á myndinni hér á eftir hefur hliðarnar a, b og c og hornið á móti hliðinni c er rétt eða 90°. Um þe...
Hver er guðfræðileg skilgreining á trú?
Guðfræðin er heil „fjölskylda” af fræðigreinum sem venja er að stunda saman í sérstökum deildum háskóla vegna þess að hver styður aðra í því sameiginlega hlutverki að túlka trúarhefð Vesturlanda. Sumar þessara greina geta flokkast undir málvísindi, aðrar bókmenntafræði, sagnfræði, heimspeki eða félagsvísindi, svo ...
Gæti ég fengið að vita allt um skúma?
Skúmurinn (Stercorarius skua) er einkennisfugl sunnlensku sandanna. Helstu varpsvæði skúmsins eru á Mýrdals- og Skeiðarársandi. Hann er mjög sterklegur fugl og er sennilega þekktastur fyrir það hversu skörulega hann gengur fram í að verja hreiður sín. Skúmurinn er einnig öflugur í fuglaveiðum og veiðir ýmsar tegun...
Hvert er strjálbýlasta land í heimi?
Ef við skoðum kort sem sýnir hvernig mannkynið dreifist um jörðina kemur berlega í ljós að dreifingin er langt frá því að vera jöfn. Raunin er sú að um helmingur jarðarbúa býr á um 5% af þurrlendi jarðar og um 90% mannkyns býr á tæplega 20% þurrlendis. Þéttleiki byggðar í heiminum. Um það bil þriðjungur a...
Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra. Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa ...
Eiga skólar að sjá um uppeldi?
Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og einhver kynni að ætla í fyrstu. Í skólasamfélagi nútímans er lögð mikil áhersla á samvinnu heimilis og skóla. Jákvætt viðhorf foreldra og kennara til skóla og menntunar skilar sér í jákvæðara viðhorfi nemenda til náms og skólaumhverfisins. Þar sem mörg börn og un...