Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2264 svör fundust
Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?
Forliðurinn kas- er notaður í fáeinum orðum samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þessi orð eru kasbomm, kasheitur, kashlaðinn og kasmekktur, auk kasóléttur. Kasbomm er notað í sömu merkingu og kasóléttur, það er um konu sem komin er langt á leið, en bomm er í óformlegu tali notað um barnshafandi konu. K...
Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur?
Stöðug þróun á sér stað í tannfyllingarefnum almennt, sérlega þeim sem höfða til útlits, það er plastefna og postulíns. Postulínsfyllingar (krónur og innlegg) hafa verið notaðar lengi og tekið miklum framförum, sérlega hvað styrk varðar. Þegar postulínsfyllingar eru gerðar þarf að taka mát af viðkomandi tönn e...
Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann?
Eins og flestir vita hentar vatn yfirleitt vel til þess að slökkva eld. Ástæðan er sú að vatnið kælir bæði eldinn og eldsmatinn ákaflega vel og einnig hindrar vatnið aðgang súrefnis að eldinum. Mikla orku þarf til að breyta vatni í gufu. Það geta allir reynt með því að setja pott með lítra af vatni á eldavélarh...
Hver er upprunaleg merking orðsins kvíar, færa út kvíarnar og sóttkví?
Kvenkynsorðið kví merkir ‘rétt til að mjólka kvíaær’. Kvíin var ýmist hlaðin úr grjóti eða gerð úr trégrindum og var þá færanleg (færikvíar). Þangað eiga rætur að rekja orðasamböndin færa út kvíarnar í yfirfærðri merkingu ‘stækka við sig’ og færa saman kvíarnar ‘minnka við sig’. Orðið þekkist þegar í fornu máli (J...
Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr?
Fjölmargar spendýrategundir hafa veiðihár, til dæmis velflestar tegundir af ættinni Carnivora (rándýr) eins og selir, hundar, kattardýr svo og öll smærri rándýr eins og þvottabirnir, minkar og víslur. Spendýr af ættinni Rodentia (nagdýr) eru einnig með veiðihár. Segja má að veiðihár spendýranna gegni nokkurn ve...
Hvað er grunnstingull í ám og hvernig myndast hann?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Í Mývatnssveit er talað um að eftir virkjun Laxár myndist ekki grunnstingull í henni. Hvað er og hvernig myndast svonefndur grunnstingull í ám? Sigurjón Rist vatnamælingamaður lýsti þessu svo:Frá náttúrunnar hendi fer rennsli úr Mývatni um grunnan flóa, sem heitir Breiða,...
Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?
Vafist hefur fyrir mönnum hvar mörk hálendisins lægju. Hafa sumir viljað miða við tiltekna hæð yfir sjó (oftast 200, 300 eða 400 m y.s), aðrir við byggðarmörk og enn aðrir við svokallaða „hálendisbrún“ sem er glögg, há og brött, víða um land. Munur er ekki alls staðar mikill á þessum mismunandi mörkum. Hálendin...
Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?
Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum en eldvirkni gætir einnig utan flekamótanna og þá helst á heitum reitum. Hin mikla eldvirkni á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit. Ármann Höskuldsson útskýrir þetta ágætlega í svari við spurningunni A...
Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara?
Léttir (Delphinus delphis) er smávaxin höfrungategund. Hann er grannvaxinn og afar straumlínulaga líkt og einkennandi er fyrir flestar tegundir höfrunga. Trýnið er langt og mjótt og vel aðgreint frá háu enninu. Léttir er svartur eða dökkgrár að ofan með hvítan kvið. Höfrungar af þessari tegund eru mikil hópdýr og ...
Hvað getið þið sagt mér um Hrunagil og Hvannárgil sem nú eru oft í fréttum vegna gossins á Fimmvörðuhálsi?
Í kjölfar eldgossins sem hófst í Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 hafa Hrunagil og Hvannárgil oft verið í fréttum þar sem tignarlegir hraunfossar hafa fallið ofan í bæði gilin. Hrunagil Innst (austast) á Goðalandi heita Hrunar. Talað er um tvenna Hruna sem ýmist eru kallaðir Stóri-Hruni og Litli-Hruni eða F...
Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í loftslagsmálum?
Upphaflega hljóðaði spurningina svona: Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera varðandi loftslagsbreytingar? Íslensk stjórnvöld vinna að loftslagsmálum á margvíslegan hátt. Stjórnvöld taka þátt í alþjóðlegri samvinnu og bera ábyrgð á skuldbindingum Íslands í alþjóðasamningum. Stjórnvöld gera áætlanir um að draga ú...
Varmi leitar upp, af hverju er þá kaldara eftir því sem ofar dregur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er vitað að heitt loft stígur upp og kalt loft leitar niður á við, hvernig stendur þá á því að það er kaldara uppi á fjöllum en niðri á láglendi? Loftþrýstingur fellur með hæð. Við að lyftast þenst loft út þegar þrýstingur fellur. Varmi þess dreifist þar með á meira r...
Hvað veldur ólagi á hormónastarfsemi og hvaða lyf er hægt að fá við því?
Hormón mannslíkamans eru mörg og frá mörgum framleiðslustöðvum, kirtlum og innkirtlum. Starfsemi þeirra er stýrt af stjórnstöðvum sem eru jafnmargslungnar og hormónin eru mörg og flókin. Í stjórnstöðvunum eru frumur og efnahvatar sem lesa úr breytingum í blóði og líkamsvökvum, vessum, hvernig framleiðslu hvers ákv...
Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?
Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því...
Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?
Ef hiti jökuls er við frostmark, eins og langoftast er hér á landi, getur hann í rauninni ekki "hitnað". Ef reynt er að hita hann frekar þá bráðnar hann og bræðsluvatnið rennur burt, þannig að efnið er þá hvorki jökulís lengur né heldur hluti af upphaflega jöklinum. — Ef hitastig jökulsins er hins vegar undir fros...