Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 492 svör fundust
Í hvaða löndum eru vindmyllur?
Eins og kemur fram í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd í heiminum? getur verið snúið að ákveða hvað eigi að miða við þegar land er skilgreint. Oftar en ekki er þó miðað við að land sé sjálfstætt ríki og munum við gera það í þessu svari. Í áðurnefndu svari kemur fram að lönd heimsins séu 196 tals...
Hver er uppruni og bygging pólsku?
Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...
Hvað getið þið sagt mér um kínverskt samfélag?
Hér skal „kínverskt samfélag“ skilið sem samfélag Kínverska alþýðulýðveldisins. Talin verða upp fimm almenn atriði sem einkum gera þetta samfélag frábrugðið þeim vestrænu: 1. menningarhefðin á sér ólíkar rætur; 2. kínversk matarmenning hefur ómetanleg áhrif á daglegt líf og ásýnd samfélagsins; 3. fólksfjöldi er m...
Á hvaða tónlistartímabili hefur rafmagnsgítarinn verið mest notaður?
Rafmagnsgítarinn hefur leikið aðalhlutverk í rokktónlist allt frá því sú stefna varð til. Á undanförum árum hefur sala á hljóðfærinu þó dregist nokkuð saman. Ástæðan er meðal annars sú að megináherslur dægurtónlistariðnaðarins hafa jafnt og þétt færst frá rokki yfir í hipphopp, en í þeirri stefnu eru rafmagnsgítar...
Er til siðanefnd sem siðar fjölmiðla til vegna þess hvernig þeir orða fréttir sínar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðið fjölskylduharmleikur er notað ósjaldan í fréttum. Orðið er hefur verið notað þegar fjölskylda ferst af slysförum, þegar fjölskylda missir faðir í sjóslysi og þegar fjölskylda missir heimili sitt í bruna. Orðið er líka oft notað um annarskonar hryggðarmál einsog þ...
Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?
Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum, hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu. Lýðræðisþróun Innifó...
Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?
Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...
Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaða breytur hafa áhrif a tíðni unglingaóléttu? Af hverju er tíðni unglingaóléttu hærri í Bandaríkjunum en Evrópu?Tíðni þungana unglingsstúlkna má skýra út frá margvíslegum sjónarhornum, það er samfélaginu, fjölskyldunni og unglingnum. Samfélagssjónarhornið kemur inn á ski...
Hvað er holdsveiki?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir holdsveiki sér?Hvernig smitast holdsveiki? Í hugum flestra Íslendinga og íbúa nálægra landa hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftur úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því í byrjun árs 2003 var áæ...
Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?
Kortið hér að neðan sýnir Gondvana (áður Gondvanaland), en svo eru nefnd meginlönd suðurhvels sem mynduðu eina heild frá 510 til 180 milljón árum – nefnilega nánast frá upphafi fornlífsaldar til miðrar miðlífsaldar (sjá jarðfræðitöfluna hér fyrir neðan). Meginlönd norðurhvels mynduðu Lárasíu, og um skeið, frá upph...
Hvers konar hundur er franskur bolabítur?
Franskur bolabítur er fremur lítill hundur, þéttur og vöðvamikill með stuttan og þykkan feld. Hann er gjarnan um eða innan við 30 cm á hæð, 11-13 kg að þyngd og getur orðið 10-12 ára gamall. Hann er mjög félagslyndur og líkar illa að vera skilinn eftir einn allan daginn. Franskur bolabítur hefur stundum verið kall...
Af hverju hernámu Bretar Ísland?
Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík snemma morguns og innan skamms var bærinn fullar af hermönnum. Margir bæjarbúar höfðu vaknað um nóttina vegna flugvéladyns en menn áttu því ekki að venjast á þessum tíma. Grunur vaknaði þegar um hvað væri í aðsigi. Óvissan sneri...
Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?
Þjóðsöngvar eru skilgreindir sem söngvar sem tjá tilfinningar í garð föðurlands, einkum í þeim tilgangi að sameina tilheyrandi þjóð. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir viðkomandi þjóð og eru af ýmsum toga, allt frá bænum til hermarsa. Þjóðsöngvar voru í auknum mæli teknir í notkun á 19. öld undir áhrifum þjóðernisróma...
Vissu fornkappar Njálu hvernig ljón litu út?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Í Njálu stendur að Kári Sölmundarson væri með skjöld sem á væri mynd af ljóni. Hvernig átti Kári Sölmundarson að vita hvernig ljón liti út? Spurt er um eftirfarandi stað í Njálu: Skarphéðinn var fremstur. Hann var í blám stakki og hafði törguskjöld og öxi sína reidda ...
Hvernig geta veðurfræðingar fundið út hvernig veðrið verður daginn eftir?
Veðurfræðin er sú vísindagrein sem fjallar um ástand og eðli lofthjúpsins. Þessi grein rekur uppruna sinn til loka 19. aldar, þegar varmafræði og straumfræði voru orðnar nægilega þroskuð fræði til að menn teldu sig geta beitt þeim á lofthjúpinn. Lengi vel voru bættar veðurspár þungamiðja þróunar á þessu vísindasvi...