Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1028 svör fundust
Hvað er lykt?
Lyktarskynið er eitt af skynfærum okkar og annarra dýra en er í eðli sínu líkara bragðskyni heldur en sjón eða heyrn. Þegar við finnum lykt af tilteknu efni er það vegna þess að sameindir frá efninu hafa losnað og komist í snertingu við svonefnda viðtaka í nefinu á okkur. Uppi í nefholinu eru um 50 milljónir þe...
Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?
Ríkið eða Politeia („stjórnskipan“) eins og það heitir á frummálinu er hiklaust eitt af merkustu ritum vestrænnar heimspeki, en hvort það sé merkast er önnur saga. Ríkið er til í íslenskri þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar, gefið út í ritröð Lærdómsrita Hins íslenzka bókmentafélags árið 1991. Í ítarlegum innga...
Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi?
Þegar Grettir var hjá Þorfinni Kárssyni í Háramarsey við Noreg banaði hann tíu berserkjum. Í 19. kafla Grettis sögu segir af berserkjunum Þóri þömb og Ögmundi illa: „Þeir gengu berserksgang og eirðu öngu þegar þeir reiddust.“ Þeir koma við tíunda mann að búi Þorfinns Kárssonar þegar hann er í Slysfirði. Heima...
Af hverju fremja Íslendingar afbrot?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er munurinn á fráviki og afbroti? Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk á Íslandi leiðist út í afbrot?Frávik er athæfi sem brýtur í bága við viðmið og gildi sem ríkjandi eru í samfélaginu. Afbrot er refisverð háttsemi sem varðar við hegningarlög og teljast þau því ver...
Hvað eru fullkomnar tölur?
Náttúrleg tala er sögð fullkomin ef hún er jöfn summu allra þeirra talna sem eru minni en hún sjálf og ganga upp í henni. Þannig er 6 fullkomin tala, því 6 = 1 + 2 + 3, og einnig er 28 fullkomin því 28 = 1 + 2 + 4 + 7 + 14. Hins vegar eru 22 og 24 ekki fullkomnar; aðeins 1, 2 og 11 ganga upp í 22 og 1 + 2 + 11 = 1...
Hvenær var tíminn fundinn upp?
Ekki er beinlínis hægt að tala um að tíminn hafi verið fundinn upp en hann hefur verið til staðar allt frá Miklahvelli. Tryggvi Þorgeirsson lýsir ástandinu fyrir Miklahvell svona: Í raun er því merkingarlaust að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell því að við höfum engar leiðir til að skilja það, tíminn sjálf...
Er endurheimt votlendis gagnleg og viðurkennd aðferð til að vinna gegn hlýnun jarðar?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hvernig virkar endurheimt votlendis og er það besta leiðin til að berjast gegn loftslagsvánni? Af hverju að breyta ræktuðu landi í mýrlendi aftur? Hvernig getur mýrlendi "mengað" minna en graslendi sem er þurrt? Er endurheimt votlendis inni í Parísarsamkomulaginu? Er hún ...
Eru mjólkurvörur nauðsynlegar fyrir mannfólkið, þegar önnur spendýr hætta að neyta þeirra um leið og þau hætta á spena?
Þessari spurningu er hægt að svara neitandi, það er að vörur unnar úr mjólk annarra spendýra eru ekki nauðsynlegar fyrir mannfólkið. Reyndar er það svo að um 70% mannkyns þolir illa mjólk á fullorðinsaldri, er með svokallað mjólkursykuróþol. Slíkt fólk borðar þar af leiðandi lítið eða ekkert af mjólkurvörum þegar ...
Eru geðsjúkdómar ættgengir?
Hér er einnig svarað spurningu Rósu Kristjánsdóttur um sama efni. Lengi hefur verið talið að alvarlegir geðsjúkdómar eins og geðklofi (enska schizophrenia) og geðhvarfasýki (manic-depressive illness), væru að einhverju eða öllu leyti arfgengir. Flestir eru löngu orðnir sammála um að geðhvarfasýki sé að verulegu l...
Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku?
Já, það getum við gert. Hér eru nokkur: Iðormar er einn hópur flatorma sem lifa í lækjum, ám, sjó og vötnum. Iðormar eru, ólíkt flestum dýrum, bara með eitt op á meltingarveginum. Yfirleitt nærast iðormar á rotnandi leifum jurta og dýra. Ef engan mat er að finna nærast þeir á sjálfum sér, eða þeim líffærum sem ...
Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina?
Jón gamli var bóndi í Árnessýslu og gamaldags í háttum. Hann rak bú sitt líkt og faðir hans hafði gert forðum og hélt fast í gamla siði. Jón hafði til dæmis aldrei komist upp á lagið með að nota mjólkurvélar, en mjólkaði þess í stað sjálfur í könnur og bar í hús. Það var svo einn fagran Hvítasunnudag að Jón gam...
Hvað brennir mannslíkaminn að meðaltali mörgum hitaeiningum á dag?
Orkuþörf mannslíkamans er mjög breytileg og er háð ýmsum þáttum. Það sem mestu máli skiptir er hversu virkur viðkomandi einstaklingur er. Sá sem hreyfir sig lítið allan daginn hefur mun minni orkuþörf en sá sem er mjög líkamlega virkur, að ekki sé talað um þann sem vinnur erfiðisvinnu eða stundar íþróttir. Einnig ...
Hver var Gustav Fechner og hvert var framlag hans til tilraunasálfræði?
Gustav Theodore Fechner (1801-1887) var þýskur tilraunasálfræðingur, sem lagði grunninn að sáleðlisfræði, vísindagrein þeirri sem fæst við að ráða í tengsl áreitis og þeirrar skynhrifa sem þau vekja, og magnbinda þessi tengsl. Það er öllum ljóst að þegar kveikt er á vaxkerti í myrkvuðu herbergi sjáum við mikin...
Er hægt að brjóta náttúrulögmál?
Nei, það er ekki hægt að brjóta náttúrulögmál. Það er einfaldlega í eðli slíkra lögmála að þau verða ekki brotin. Til að átta okkur á þessu þurfum við að byrja á því að skilja hvað náttúrulögmál eru. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? eru lögmál kenningar sem lýs...
Hver var Otto Warburg og hvert var framlag hans til rannsókna á krabbameinum?
Otto Heinrich Warburg fæddist í Freiburg í Þýskalandi árið 1883, sonur virts eðlisfræðings, Emil Warburg (1846-1931) og eiginkonu hans. Hann lagði stund á efnafræði í Berlín undir leiðsögn Emils Fischers (1852-1919) Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði og lauk doktorsprófi árið 1906. Síðar hóf hann nám í læknisfræði hj...