Í raun er því merkingarlaust að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell því að við höfum engar leiðir til að skilja það, tíminn sjálfur var ekki einu sinni til!Nú geta menn sagt til um eðli alheimsins eins langt aftur og þegar einungis var örlítið brot úr sekúndu liðið frá Miklahvelli. Þannig hefur tíminn, eins og við þekkjum hann, orðið til samfara Miklahvelli. Maðurinn hefur beitt ýmsum aðferðum til að sjá hvernig tímanum líður. Nótt og dagur var þar vitanlega stærsti þátturinn þar sem sólargangur, staða tunglsins og fastastjarnanna var kortlögð. Þessar aðferðir duga þó skammt þegar skýjað er. Vatnsklukkur þekktust einnig en þá var vatn látið renna í ker en áður hafði vatnsrennslið verið mælt, til dæmis þegar sást til sólar, og þannig hægt að miða við hversu mikið vatn hafði runnið í kerið. Nútímavatnsklukku má sjá hér á myndinni. Pendúlklukkur voru svo notaðar frá 16. og 17. öld en í þeim eru sveiflur pendúlsins taldar og þær stjórna síðan vísunum á klukkuskífunni. Nútímaklukkur og flest armbandsúr eru þó af öðrum meiði en þar titrar eins konar tónkvísl úr kvarskristal með ákveðinni tíðni. Meira má lesa um þær í svari Kristjáns Leóssonar við spurningunni: Hvað er frumeindaklukka? Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:
- Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til? eftir ÞV
- Hvernig varð klukkan til? eftir JGÞ
- Hvernig varð alheimurinn til? eftir Tryggva Þorgeirsson
- Applications for iPhone. Sótt 5.4.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.