Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1530 svör fundust

category-iconHugvísindi

Tala englar táknmál?

Táknmál er alvöru mál eins og önnur tungumál. Ef maður vill tala við og skilja þá sem hafa táknmál sem móðurmál er jafnmikilvægt að skilja það mál eins og að kunna íslensku eða arabísku ef maður vill tala við þá sem hafa þau móðurmál. Englar geta talað við öll börn og fullorðna á öllum heimsins tungumálum; ís...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fugl flýgur hraðast á beinu flugi?

Heimildum ber ekki saman um það hvaða fugl nær mestum hraða í láréttu flugi. Ein heimild staðhæfir að nokkrar tegundir gæsa nái mestum hraða og önnur heimild telur að kalkúnninn nái þeim mesta. Mælingar hafa sýnt að kalkúnn nær allt að 90 km hraða á klukkustund á stuttu flugi en önnur heimild staðhæfir það að æðar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er gljátína skaðleg?

Gljátína (Niptus hololeucus) er hnattlaga bjöllutegund sem finnst víða um heim. Bjallan er 3-5 mm á lengd. Núverandi útbreiðsla gljátínu er í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Kvendýrið verpir vanalega um 20-40 eggjum. Lirfurnar hafa hamskipti fjórum sinnum áður en þær púpa sig og myndbreyting verður. Eggin verða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heita kven- og karldýr tígrisdýra?

Kvendýr tígrisdýra eru kölluð á íslensku tígrisynjur samanber kvendýr ljóna, ljónynjur. Þetta er þýðing á enska orðinu tigress. Aftur á móti eru karldýrin oftast kölluð fress eða tígrisfress. Í ensku eru oftast notað orðin male tiger, karltígrisdýr eða karltígrar, þannig að ekkert sérstakt orð hefur þar verið fun...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvort ryður skip meira rúmmáli sjávar frá sér ef það er fljótandi eða sokkið?

Meðan skipið flýtur ryður það frá sér sjó upp að sjávarlínunni á skrokknum eða upp að fleti sem afmarkast af sjávarborðinu á skipinu. Þegar skipið sígur í sjónum verður þetta rúmmál augljóslega meira og mest verður það þegar skipið er allt komið á kaf í sjó. Massi sjávarins sem fljótandi skip ryður frá sér er...

category-iconUmhverfismál

Er í lagi að drekka vatn úr ám og lækjum?

Neysluvatn er skilgreint sem matvæli og því eru vatnsveitur með eigið eftirlit rétt eins og matvælafyrirtæki og undir eftirliti heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Allt er þetta gert til þess að tryggja öryggi neytenda. Ár og lækir eru ekki undir slíku eftirliti og rannsóknir hafa sýnt að þetta vatn getur veri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?

Tígrisdýr (Panthera tigris) veiða úr launsátri líkt og flest önnur kattardýr. Tígurinn reynir að læðast sem næst bráðinni og þegar hann er í fárra metra fjarlægð frá henni, tekur hann á sprett, stekkur á bráðina og reynir að ná tökum á hálsi hennar með vígtönnunum til að bíta í sundur hálsliðina. Tígrisdýr að el...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðgöngutími steypireyða?

Meðgöngutími steypireyða (Balaenoptera musculus) eru rúmir 11 mánuðir sem er óvenjulega stuttur tími hjá svo stórum dýrum. Steypireyðarkýrin ber langoftast einum kálfi. Menn hafa þó séð kú með tvo kálfa en slíkt er mjög sjaldgæft. Við fæðingu eru kálfarnir um 7-8 metrar á lengd og um 2 tonn að þyngd. Vöxtur n...

category-iconHugvísindi

Getið þið bent mér á heimildir um Tyrkjaránið og Tyrkja-Guddu?

Í Gegni sem er samskrá um safnakost íslenskra safna eru 69 færslur sem þar sem 'tyrkjaránið' kemur fyrir. Með því að smella á þennan tengil er hægt að skoða fyrstu tíu færslurnar og með því að smella á örina eða 'næstu' á síðunni er hægt að sjá næstu 10 færslur. Bækurnar og annað efni sem vísað er til fást ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju dóu ekki öll dýr þegar risaeðlurnar dóu út?

Nokkrum sinnum í sögu lífsins á jörðinni hafa orðið meiriháttar hamfarir sem leiddu til þess að mikill meirihluti (yfir 90%) tegunda sem þá voru uppi dóu út. Auðvitað er hægt að hugsa sér svo miklar náttúruhamfarir að allt líf deyi, en það hefur ekki gerst í veruleikanum. Við eigum svör á Vísindavefnum um hamf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fæðast sumir rauðhærðir og aðrir ljóshærðir, skolhærðir eða dökkhærðir?

Það eru erfðir sem stýra háralit okkar. Nokkur gen hafa áhrif á húð- og háralit og genin geta komið saman á ýmsa vegu enda er háralitur manna mjög mismunandi. Það er litarefnið melanín sem gefur hárinu lit. Tvö afbrigði eru til af því, faeómelanín (gult, rautt) og eumelanín (dökkbrúnt, svart). Í dökku hári er a...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur jörðin verið svarthvít þó við sjáum hana í litum?

Þessi spurning leynir svolítið á sér. Sjónskyn mannanna er með því besta sem gerist í náttúrunni. Þegar við sjáum hlut í litum þá hefur hann í reynd þessa liti sem við sjáum; við getum til dæmis sannfært okkur um það með mælingum á litrófi endurkastaða ljóssins sem fæst þegar hvítt ljós skín á hlutinn. Og ef við g...

category-iconFélagsvísindi

Til hvers fara unglingar eiginlega á gelgjuskeiðið?

Sigurlína Davíðsdóttir hefur skrifað tvör svör á Vísindavefnum um unglinga og gelgjuskeið. Hún segir að aðalviðfangsefni unglingsáranna sé að skapa sér sjálfsmynd og átta sig á því hver maður sé. Í upphafi unglingsáranna er gildismat unglingsins byggt að mestu á gildimati foreldranna, eins og eðlilegt er. Þegar ha...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hættulegt að láta braka í puttunum?

Brak í liðamótum og afleiðingar þess hefur ekki mikið verið rannsakað, en svo virðist sem það auki ekki líkurnar á liðagigt eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Rannsóknaniðurstöður taka þó ekki af allan vafa um það mál. Það bendir hins vegar ýmislegt til þess að sé oft og mikið látið braka í liðum geti þa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er tunga gíraffans svört?

Tunga gíraffans er dökk á lit en misjafnt er eftir heimildum hvernig henni er lýst. Hún er ýmist sögð vera dimmsvört, svarblá, fjólublá eða jafnvel blá að lit, en gera má ráð fyrir að þarna sé um einhvern breytileika að ræða líkt og með flest annað í lífríkinu. Gíraffinn notar langa tungu sína til að slíta lauf...

Fleiri niðurstöður