Við fæðingu eru kálfarnir um 7-8 metrar á lengd og um 2 tonn að þyngd. Vöxtur nýfæddra steypireyðarkálfa er gríðarlega hraður og þyngjast þeir um 90 kíló á sólarhring. Til þess að vaxa svo hratt þurfa þeir að drekka um 300 lítra af mjólk. Kálfar eru á spena í 6 til 8 mánuði og þegar þeim aldri er náð eru þeir um 16 metra langir. Rannsóknir hafa sýnt að 2-3 ár líða á milli burðar hjá hverri kú að meðaltali og eru vísbendingar um að þessi tími hafi styst eftir að tegundin var ofveidd á síðustu öld. Skoðið einnig önnur svör um steypireyði á Vísindavefnum:
- Hve þungt er hjarta steypireyðar?
- Hvað eru margar steypireyðar til í heiminum?
- Hvað dýr gefur frá sér hæsta hljóðið hér á jörðu?
- Hvaða dýr étur mest?