Massi sjávarins sem fljótandi skip ryður frá sér er jafn massa þess (hér tala margir ranglega um þyngd, samanber svör okkar um massa og þyngd). Þegar skipið er sokkið og liggur á sjávarbotni ryður það frá sér rúmmáli sínu af sjó, en þá erum við auðvitað bara að tala um það rúmmál sem sjór fer ekki inn í. Þetta rúmmál er minna en hitt sem skipið ruddi frá sér meðan það flaut. Það sést til dæmis af því að nú er flotkrafturinn eða uppdrifið frá sjónum ekki lengur einn um að halda skipinu uppi, gegn þyngdarkraftinum, heldur tekur kraftur frá botninum þátt í því líka. Það má líka segja að skipið hafi einmitt sokkið af því að þetta rúmmál varð of lítið!
Massi sjávarins sem fljótandi skip ryður frá sér er jafn massa þess (hér tala margir ranglega um þyngd, samanber svör okkar um massa og þyngd). Þegar skipið er sokkið og liggur á sjávarbotni ryður það frá sér rúmmáli sínu af sjó, en þá erum við auðvitað bara að tala um það rúmmál sem sjór fer ekki inn í. Þetta rúmmál er minna en hitt sem skipið ruddi frá sér meðan það flaut. Það sést til dæmis af því að nú er flotkrafturinn eða uppdrifið frá sjónum ekki lengur einn um að halda skipinu uppi, gegn þyngdarkraftinum, heldur tekur kraftur frá botninum þátt í því líka. Það má líka segja að skipið hafi einmitt sokkið af því að þetta rúmmál varð of lítið!